Málefni trans fólks

Fréttamynd

Á sér langa sögu eld­fimra um­mæla

Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­tökin '78 kæra odd­vita Lýðræðisflokksins

Samtökin '78 hafa hafa lagt fram kæru gegn Eldi S. Kristinssyni, oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Meðal þess sem hann er kærður fyrir eru ásakanir um barnagirnd. Eldur segir um pólitískar ofsóknir að ræða en formaður Samtakanna '78 segir að svo sé ekki.

Innlent
Fréttamynd

Að deyja fyrir að vera öðru­vísi

Nú stendur yfir alþjóðleg vitundarvakningar vika um málefni trans fólks og á morgun, 20 nóvember, er minningardagur trans fólks þar sem minnst er þeirra sem hafa verið myrt eða fallið fyrir eigin hendi sökum fordóma og haturs.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta trans konan á þingi sætir að­för af hálfu kollega sinna

Sarah McBride, fyrsta trans manneskjan til að vera kjörin á bandaríska þingið, sætir nú aðför af hálfu kollega sinna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Nancy Mace frá Suður-Karólínu hyggst leggja fram tillögur að reglum um að banna trans konum að nota baðherbergi og skiptiklefa þinghússins fyrir konur.

Erlent
Fréttamynd

Á minningardegi trans fólks

Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar Snorra um að tendra bál for­dóma

Svandísi Svavarsdóttur formanni Vinstri grænna finnst sorglegt að sjá að „ungur maður eins og Snorri Másson“ ali á ótta og fordómum með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Orðræða flokksins sé til þess fallin að sundra samfélaginu. 

Innlent
Fréttamynd

Skyggnst inn í hugar­heim stuðnings­manna Trump

„Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með.

Erlent
Fréttamynd

Segist ekki transfóbískur en þó sam­mála J.K. Rowling

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segist hvorki vera rasisti né transfóbískur. Hann rifjar upp tillögu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem var snarlega skotin í kaf, og segist sammála J.K Rowling hvað varðar málefni trans fólks.

Innlent
Fréttamynd

Ugla og Eldur mætast í Norð­vestur

Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega.

Innlent
Fréttamynd

Var talin vera hommi og lögð í ein­elti

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir stefnir á að bjóða sig fram á Alþingi í komandi þingkosningum. Hún segist þakklát fyrir uppeldisárin í sveitinni en Ugla lifði um stund tvöföldu lífi á unglingsárunum þar sem hún gat verið hún sjálf erlendis en ekki á Íslandi og var hún lögð í einelti í menntaskóla um stund þegar hún var talin vera samkynhneigður karlmaður sem ætti eftir að koma út úr skápnum. 

Lífið
Fréttamynd

Kynhlutlaus klósett orðin að lögum

Reglugerð ráðherra, um að merkja beri salerni eftir aðstöðu fremur en kynjum, hefur tekið gildi. Um stórt skref er að ræða að sögn varaforseta Trans Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Til­einkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“

„Þetta lag skiptir mig svo miklu máli því það er svo persónulegt, þannig ég hlakka til að frumflytja það í kvöld en ég er líka smá stressuð,“ segir Helga Margrét Clarke söngkona. Helga samdi lag um nána manneskju í hennar lífi sem kom út sem trans fyrir tæplega ári síðan en lagið verður frumflutt í Gamla bíó í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Segir föður sínum til syndanna

Vivian Jenna Wilson dóttir milljarðamæringsins Elon Musk segir föður sínum til syndanna í nýrri færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Threads. Hún segir hann ekki fjölskyldumann og segir hann ítrekað ljúga um börn sín auk þess sem hann sé raðframhjáhaldari. 

Lífið
Fréttamynd

Opin­ber um­ræða í þágu hugsunar

Fyrir rúmum mánuði birtist pistill á Vísi að nafni „Opinber umræða fyrir hvern?“ eftir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, sem svar við öðrum pistli eftir Helga Áss borgarfulltrúa. Þar fjallar hún um hvernig umræða um hormónameðferðir barna með kynama ætti að eiga sér stað innan fagteyma, svo sem trans teyma spítalans en ekki á opinberum vettvangi. Hún segir þessa afstöðu skynsamlega vegna þess að málaflokkurinn krefjist þekkingar sem til að mynda sérfræðingar í þessum meðferðum búa yfir. Ég tel að það sé ákveðið sannleikskorn í pistli hennar. Á sama tíma sé ég þetta í ólíku ljósi og langar mig að fjalla stuttlega um það hér.

Skoðun
Fréttamynd

Potter-stjarna harmar hvernig fór með Rowling

Daniel Radcliffe, stjarna kvikmyndanna um Harry Potter, segir að sér þyki ákaflega dapurlegt hvernig fór fyrir sambandi hans við J.K. Rowling, höfund Potter-bókanna, eftir að hann og fleiri leikarar lýstu sig ósammála henni um trans fólk.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Frelsið til að vera ég

Ef það er einn hlutur sem ég ætti að nefna sem hefði getað bætt lífsgæði mín og hamingju sem barn og unglingur, þá væri það aðgangur að upplýsingum um trans fólk, og sá stuðningur og þjónusta sem transteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala veitir ungmennum nú.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjum er treystandi? Tjáningar­frelsið og upp­lýst um­ræða

Höfundur þessara lína er lögfræðingur og sem einstaklingur, manneskja í þessu samfélagi, hef ég áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Þess vegna hef ég talið mikilvægt að umræða um þessi efni komist upp á yfirborðið og lærdómur sé dreginn af reynslu annarra ríkja.

Skoðun
Fréttamynd

Opin­ber um­ræða fyrir hvern?

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi.

Skoðun
Fréttamynd

Er í lagi að nota kyn­hormóna­bælandi lyfja­með­ferð fyrir börn og ung­menni?

Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert).

Skoðun
Fréttamynd

Rowling enn bitur út í Harry Potter-stjörnurnar

Joanne Rowling, höfundur bókanna um galdradrenginn Harry Potter, er fjarri því búin að fyrirgefa aðalleikurunum úr kvikmyndunum um Potter fyrir að vera ósammála henni um trans fólk. Hún heldur áfram að lýsa trans fólki sem hættulegu konum.

Bíó og sjónvarp