Verðlag

Fréttamynd

Vil­hjálmur segir kannski ekki skyn­sam­legt að gera lang­tíma kjara­samninga

Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn nauð­beygður til að hækka vexti um hundrað punkta

Yfirgnæfandi meirihluti markaðsaðila býst við því að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun. Meginstefið í svörum þeirra sem tóku þátt í könnun Innherja er að Seðlabankinn sé nauðbeygður enda er langt í næstu vaxtaákvörðun, raunvextir enn neikvæðir og bankanum hefur ekki tekist að ná stjórn á verðbólguvæntingum.

Innherji
Fréttamynd

Við­brögð „góða fólksins“ hafi verið viðbúin

Eigandi plastverksmiðju á Akureyri segir „góða fólkið“ hafa orðið brjálað og hann kallaður arðræningi í ummælakerfum eftir auglýsingu eftir starfsmanni sem væri sjaldan veikur. Hann segir einfaldlega hafa viljað vekja athygli á því að hæfniskröfur væru í raun engar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rándýr samloka á Hvolsvelli

Dýrtíðin á ferðamannaslóð er farin að segja til sín. Teitur Þorkelsson leiðsögumanni brá í brún þegar hann fékk til sín strimilinn eftir að hafa greitt fyrir samloku og komst að því að hún kostaði 1.045 krónur.

Neytendur
Fréttamynd

Spírallinn heldur á­fram

Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“.

Skoðun
Fréttamynd

Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur

Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Þor­gerði Katrínu um í­trekaðar rang­færslur

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyrir­tækja í land­búnaði segir um­ræðu um mjólkur­verð á Ís­landi ein­kennast af van­þekkingu, röngum tölum og jafn­vel popúl­isma. Hún segir for­mann Við­reisnar fara með endur­teknar rang­færslur um málið. Mjólkur­verð hafi hækkað minnst á Ís­landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mjólk hækkar minnst í verði á Íslandi

Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði:

Skoðun
Fréttamynd

Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum

Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 

Neytendur
Fréttamynd

Auka þurfi að­hald í efna­hags­stjórninni

Að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru hagvaxtarhorfur á landinu fremur jákvæðar. Þeim fylgir þó ójafnvægi og er áhætta töluverð. Auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis verja stöðu þeirra sem lakast standa. Komandi kjaraviðræður séu tækifæri til að tengja betur raunlaun og framleiðnivöxt. 

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún vill að minnsta kosti Lands­bankann eftir sem áður í eigu ríkisins

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“

Innlent
Fréttamynd

Út­lán bankanna og verð­bólga

Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

„Fun­heitt“ hag­kerfi kallar á aðra stóra vaxta­hækkun Seðla­bankans

Nýlega birtar verðbólgutölur, mun hærri en greinendur höfðu vænst, ásamt öðrum hagvísum sem sýna mikinn þrótt í hagkerfinu þýðir að líkur eru á að vextir Seðlabankans verði hækkaðir í annað sinn í röð um 100 punkta síðar í þessum mánuði en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer rísandi á nýjan leik. Áfram er mikill vöxtur í nýjum útlánum bankanna til atvinnufyrirtækja þrátt fyrir að fjármagnskostnaður hafi aukist verulega.

Innherji
Fréttamynd

Snún­ast­i fjórð­ung­ur í versl­un í mann­a minn­um að baki en stað­an fer batn­and­i

Mánuðirnir frá desember til febrúar voru þeir snúnustu í verslunarrekstri sem elstu menn muna. Verðhækkanir voru tíðari og „miklu hærri en við höfum séð áður“. Staðan er þó að „aðeins að batna“, að sögn forstjóra Haga, „tilfinningin er að takturinn í verðhækkunum á matvöru sé að hægjast“. Aðfangaverð er þó enn að hækka en „ekki eins ört og í kringum áramótin.“ 

Innherji
Fréttamynd

Ekki ljós­­­ punkt­ur í verð­b­ólg­­u­t­öl­­um og Seðl­­a­b­ank­­inn mun bregð­­ast hart við

Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“

Innherji
Fréttamynd

Stýri­vextir lækki ekki fyrr en um mitt næsta ár

Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár. Gert er ráð fyrir því að vextir haldi áfram að hækka og mun það eiga stóran þátt í því að það hægir á hagkerfinu. Spáir bankinn því að stýrivextir fari ekki að lækka fyrr en um mitt næsta ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tilboð fátæka mannsins

Nýlega steig fram veitingamaður hér í borg og varði hækkanir á vinsælu tilboði á smurðri beyglu með þeim orðum að það kosti að halda dyrunum opnum. Hann áréttaði að launakostnaður hefði hækkað um 32 prósent, MS hefði hækkað sínar vörur um 47 prósent að meðaltali og að rjómaostur, sem er megininnihaldsefnið í tilboðsbeyglunum, hefði einn og sér hækkað um 78 prósent síðan í árdaga tilboðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisstjórnin fresti flestum aðgerðum til næstu ára

Stjórnarandstæðingar segja uppfærða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hvorki vinna gegn verðbólgu né bæta heimilum landsins upp miklar vaxtahækkanir að undanförnu. Ríkisstjórnin fresti meira og minna öllum aðhaldsaðgerðum fram á næstu ár.

Innlent
Fréttamynd

Geggjað að­halds­prógram dugi ekki til

Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera eins og geggjað aðhaldsprógram sem ekki eigi að hefjast fyrr en á næsta ári. Boðaðar aðgerðir skili engu í baráttunni við verðbólguna í dag. Þingmaður Framsóknarflokksins segir áætlunina hins vegar sýna svart á hvítu að ríkisstjórninni sé alvara í að ná verðbólgunni niður og verja um leið viðkvæmustu hópana.

Innlent