Spænski boltinn

Fréttamynd

AS líkir Andra Lucasi við Haaland

Spænska stórblaðið AS segir að Andri Lucas Guðjohnsen minni um margt á Erling Braut Haaland og muni mögulega leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið Real Madrid í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár

Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Loks búinn að finna sér nýtt lið

Hægri bakvörðurinn Serge Aurier er loks búinn að finna sér nýtt lið en hann fór frítt frá Tottenham Hotspur í sumar. Fílabeinsstrendingurinn samdi við spænska úrvalsdeildarfélagið Villareal í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­vænt tap Real í Kata­lóníu

Real Madríd tókst ekki að slíta sig frá nágrönnum sínum í Atlético á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, er liðið heimsótti Espanyol í Katalóníu. Fór það svo að heimamenn unnu óvæntan 2-1 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Börsungar aftur á sigurbraut

Barcelona vann í dag öruggan 3-0 sigur gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leikinn höfðu Börsungar aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum tímabilsins, en eru nú að rétta sinn hlut.

Fótbolti
Fréttamynd

Villareal sótti stig gegn Madrídingum

Real Madrid hefur byrjað tímabilið af miklum krafti, en þeim tókst ekki að sækja sigur á heimavelli gegn Villareal. Lokatölur 0-0, en þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem að Real Madrid mistekst að skora.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronald Araujo hetja Barcelona

Barcelona var hársbreidd frá því að tapa fyrsta deildarleik tímabilsins í kvöld er Granada kom í heimsókn á Camp Nou. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem Ronald Araujo jafnaði metin í uppbótartíma.

Fótbolti