Spænski boltinn

Fréttamynd

Martröð fyrir Real Madrid

Spænska stórveldið Real Madrid þarf að finna nýjan markvörð vegna tímabilsins sem er alveg að hefjast eftir að Belginn Thibaut Courtois, einn allra besti markvörður heims, sleit krossband í hné á æfingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Arf­taki Busquets upp­alinn í La Masia

Spánarmeistarar Barcelona hafa fengið Spánverjann Oriel Romeu í sínar raðir frá Girona. Sá á að leysa Sergio Busquets af hólmi en samningur þess síðarnefnda rann út í sumar og hann er nú kominn í faðm Lionel Messi í Miami.

Fótbolti
Fréttamynd

Cesc Fabregas hefur lagt skóna á hilluna

Hinn 36 ára gamli Cesc Fabregas, lék á ferli sínum fyrir Arsenal og Chelsea á Englandi en á Spáni lék hann fyrir uppeldisfélag sitt Barcelona. Einnig spilaði hann fyrir Monaco í Frakklandi. Hann var hluti af einu besta landsliði allra tíma er hann lék fyrir spænska landsliðið. Nú er ferli þessa snillings lokið því skórnir eru komnir á hilluna góðu.

Fótbolti