Tækni

Fréttamynd

Börn for­rita til fram­tíðar

Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun.

Skoðun
Fréttamynd

Lætur mál gegn OpenAI niður falla

Auðjöfurinn Elon Musk hefur óvænt beðið dómstól í Kaliforníuríki um að draga kæru sína gegn tæknifyrirtækinu OpenAI til baka. Hann sakaði fyrirtækið og Sam Altman, forstjóra þess, um að hafa gengið á bak orða sinna hvað varðar stofnsamning fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Fjórða flug­ferð Starship

Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Fyrstu tvær tilraunirnar með þetta risastóra geimfar og eldflaug enduðu með stórum sprengingum. Í þriðju tilraun heppnaðist geimskotið vel, geimfarið Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Áhugevert verður að sjá hvernig fer um geimferð þessa. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Wise og Þekking orðin eitt

Wise og Þekking hafa nú sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára

Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur.

Erlent
Fréttamynd

„Ég var pæja sem vildi ekki vera með ljótan gulan hatt á hausnum“

„Það er fyrirséð að um allan heim mun vanta fleira fólk í tæknigeirann í framtíðinni. Það er skortur á fólki nú þegar og fyrirséð að sá skortur er. Þannig að óháð öllu öðru, þá er það líka einfaldlega staðreynd að samfélögum vantar að fá fleiri konur til að velja tækni,“ segir Lena Dögg Dagbjartsdóttir, verkefnastjóri Vertonet.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu.

Innlent
Fréttamynd

Segja markaðs­torg blóðmjólka fyrir­tæki

Bókunarforritið Noona hefur opnað fyrir veitingahúsabókanir. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja markaðstorg, sem innheimti gjald af hverri bókun, freistast til að blóðmjólka veitingahús sem eigi þegar í vök að verjast vegna annarra verðhækkana. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dagar Workplace eru taldir

Meta, móðurfélag Facebook og fjölda annarra samfélagsmiðla, hefur tilkynnt að Workplace verði lokað. Félagið ætli að einbeita sér að þróun gervigreindar og svokallaðs Metaverse í staðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þróun ES-30 flug­vélarinnar flutt frá Sví­þjóð til Kali­forníu

Sænska flugvélafyrirtækið Heart Aerospace tilkynnti í dag að það hefði ákveðið að flytja hluta af þróunarstarfi vegna þrjátíu sæta tvinn-rafmagnsflugvélar frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Jafnframt hefur félagið hætt við verksmiðjubyggingu í Halmstad en í staðinn ákveðið að reisa rannsóknar- og þróunarmiðstöð í Los Angeles í Kaliforníu.

Erlent
Fréttamynd

Fjarheilbrigðisþjónusta

Fjarheilbrigðisþjónusta er heilbrigðisþjónusta sem nýtir stafræna samskipta- og upplýsingatækni þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndsímtöl og netspjall. Í dag var samþykkt mikilvægt frumvarp heilbrigðisráðherra sem gekk út á að skilgreina fjarheilbrigðisþjónustu í lögum og styrkja stöðu hennar í nútímasamfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Kolefnasporlausir bílar fyrir 2030? Polestar er með plan

Rafbílar eru umhverfisvænni kostur og sá samgöngumáti sem framtíðin snýst um. Rafbílar skilja þó eftir sig kolefnisspor við framleiðslu en er yfir höfuð hægt að fara fram á að bíll sé algjörlega sporlaus kolefnislega séð? Sænski bílaframleiðandinn Polestar segir „já, og við ætlum að græja það!“

Samstarf
Fréttamynd

CRI hefur greitt upp allar skuldir og hraðar ráðningum á öllum sviðum

Íslenska hátæknifyrirtækið CRI, sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, segist vera í „einstakri stöðu“ samhliða því að félagið er að fara inn í vaxtarskeið en fyrirséð er að eftirspurn eftir grænu metanóli sem skipaeldsneyti muni aukast um milljónir tonna á komandi árum. Eftir að hafa klárað milljarða fjármögnun um mitt síðasta ár, leidd af norska orkurisanum Equinor, er CRI orðið skuldlaust og boðar núna miklar ráðningar á öllum sviðum starfseminnar.

Innherji
Fréttamynd

Kallar eftir út­listun að­gerða hvernig eigi að sporna við minni fram­leiðnivexti

Það er „ánægjulegt“ að stjórnvöld áformi að bregðast við minnkandi vexti í framleiðni vinnuafls á undanförnum árum, sem hefur neikvæð áhrif á sjálfbærni opinberra fjármála, með því að setja meiri áherslu á þær atvinnugreinar sem skila hærri framleiðni, að sögn Fjármálaráðs. Í nýrri fjármálaáætlun er hins vegar sagður vera skortur á útlistun aðgerða hvernig eigi að ná því markmiði en hagvöxtur á Íslandi virðist um nokkurt skeið einkum hafa verið drifin áfram af fjölgun starfsfólks í þeim greinum sem greiða að jafnaði lægri laun en almennt þekkist.

Innherji
Fréttamynd

Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion

Verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vita enn ekki hvað kom fyrir hitaskjöld Orion-geimfarsins þegar það sneri aftur til jarðar eftir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Mun stærri hluti hitaskjaldarins en búist var við féll af geimfarinu við innkomu þess í gufuhvolfið en þetta er eitt af þremur vandræðum sem leiddu til þess að Artemis 2 var frestað til næsta árs.

Erlent
Fréttamynd

Landa stórum sölusamningi

Alvotech tilkynnti í dag að nýgerður samningur í Bandaríkjunum um dreifingu og sölu á líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech í háum styrk með útskiptileika við Humira (adalimumab) sé við Quallent Pharmaceuticals, dótturfélag Cigna. Samningurinn sé gerður með samþykki Teva Pharmaceuticals, sem er samstarfsaðili Alvotech í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fá aftur gögn frá tæp­lega hálfrar aldar gömlu geim­fari

Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum.

Erlent