Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum segjum við frá því að fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði muni koma til með að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um fjölda hælisumsókna til Íslands sem hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist að mestu leyti af stríðinu í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogakappræðurnar sem fram fóru á Stöð2 í gærkvöldi en þar mættust oddvitar flestra þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum um næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu efnahagsmála hér á landi en sjóðurinn hefur nú lokið reglulegri heimsókn sinni til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram umfjöllun Kompáss um trúarofbeldi og ræðum við sérfræðing í sértrúarsöfnuðum.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. Við ræðum við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að útgangspunktur í friðarviðræðum um Úkraínu geti ekki verið sá láta valdhöfum í Moskvu líða vel. Rússar studdu fyrstu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðið, sem gefin var út í gær. Við ræðum við forseta Íslands í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra en Peningastefnunefnd ákvað í morgun að hækka stýrivexti um eitt prósentustig.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um strandveiðarnar sem hófust í morgun en búist er við að um og yfir sjöhundruð bátar taki þátt þetta sumarið.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hefur áhyggjur af hækkandi verðbólgu í landinu þar sem hún bitnar helst á láglaunafólki. Stjórnvöld hafi misst tökin á húsnæðismarkaðinum og mikilvægt sé að þau bregðist við. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Fréttir
Fréttamynd

Há­­degis­fréttir Bylgjunnar

Níu Íslendingar hafa verið settir á svartan lista rússneskra stjórnvalda, og verður því meinað að ferðast til Rússlands. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um fund fjárlaganefndar í morgun þar sem fjármálaráðherra sat fyrir svörum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um félagsfund Eflingar sem fram fór í gærkvöldi en þar var tillaga um að draga til baka uppsagnir hjá félaginu felld með nokkrum meirihluta atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fundur fjárlaganefndar með fulltrúum Bankasýslunnar sem fram fór í morgun verður fyrirferðarmikill í hádegisfréttum okkar.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við í ósáttum þingmönnum vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar þær mikilvægustu fyrir Evrópusambandið í langan tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af málinu í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar.

Innlent
Fréttamynd

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær.

Innlent