Ástin á götunni

Fréttamynd

Frum­sýna nýja Evróputreyju

Víkingar verða í nýrri, sérstakri Evróputreyju í komandi Sambandsdeildarævintýri. Sú verður frumsýnd í leik dagsins við Omonoia frá Kýpur.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: KR - Fram 7-1 | Benóný Breki og KR með sýningu

KR vann ótrúlegan 7-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Benóný Breki skoraði fjögur mörk í liði heimamanna, Óðinn Bjarkason skoraði í sínum fyrsta leik í Bestu deildinni á meðan Luke Rae og Atli Sigurjónsson skoruðu einnig. Markús Páll Ellertsson skoraði mark Fram. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Ungt og leikur sér

Þó stærstu nöfn Bestu deildar karla í fótbolta séu flest öll fullvaxta karlmenn sem eru við það að vera komnir fram yfir síðasta söludag þá hafa margir undir leikmenn látið ljós sitt skína í sumar. Við höldum í vonina að fleiri stígi í þeirra fótspor á næstu árum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óttast ekki bikar­þynnku: „Al­vöru sigur­vegarar finna sér hvatningu“

Ný­krýndir bikar­­­meistarar KA mæta svo til pressu­lausir til leiks í Bestu deildina í dag. Á heima­velli gegn HK-liði sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Með ekkert sér­stakt til að keppa að í deildinni óttast Hall­grímur Jónas­­­son, þjálfari KA-manna, ekki bikar­þynnku eftir fagnaðar­læti síðustu daga í kjöl­far sigursins sögu­­lega. Fögnuð þar sem leik­­­menn fengu fullt leyfi frá þjálfaranum til að sleppa af sér beislinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi

Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sér eftir að hafa valið Val fram yfir KR

Gary Martin segist hafa tekið ranga á­kvörðun þegar að hann gekk til liðs við Val árið 2019 en á þeim tíma stóð honum líka til boða að halda aftur til KR þar sem að hann hafði bæði orðið Ís­lands og bikar­meistari á sínum tíma. „Kannski var ég gráðugur,“ segir Gary.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjö KR-ingar heiðraðir á Anfield

Sjö leikmenn úr liði KR sem mætti Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða árið 1964 sneru aftur á Anfield, heimavöll enska liðsins, í dag. Þeir voru heiðraðir fyrir leik Liverpool við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Fótbolti