Lengjudeild karla

Fréttamynd

Úlfur Arnar: Veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil

Fjölnir er úr leik í úrslitakeppni Lengjudeildar karla eftir jafntefli gegn Vestra sem vann einvígið 2-1 samanlagt. Eftir að hafa byrjað leikinn og lent marki undir í fyrri hálfleik tókst Fjölnismönnum að jafna í byrjun seinni hálfleiks og voru orðnir manni fleiri aðeins fimmtán mínútum síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Magnús Már Einarsson: Ég hef aldrei prófað það

Afturelding vann Leikni 3-0 á heimavelli í síðari leik liðanna í umspili um sæti í Bestu Deild Karla á næsta tímabili. Sigurinn í dag var sannfærandi og þýðir það að Mosfellingar mæta Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli laugardaginn 30. september.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Heiðar stýrir Njarðvíkingum næstu árin

„Ég er gríðarlega ánægður og spenntur að hafa náð samkomulagi við Njarðvík, um að hjálpa þeim í vegferðinni sem er framundan,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson í færslu á Facebook. Njarðvíkingar tilkynntu í gær að Gunnar hefði framlengt samning sinn við félagið til ársins 2025.

Sport
Fréttamynd

„Mjög sætt að hafa endað á toppnum“

„Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Lengjudeildarmeistara ÍA, en liðið tryggði sér um helgina sæti í Bestu deild karla sumarið 2024.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mann hefur dreymt um þessa stund“

„Fyrst og fremst algjörlega frábært að enda þetta tímabil svona, fara beint upp í efstu deild þar sem manni sem Skagamanni finnst að Skaginn eigi að vera og það sem maður ólst upp við,“ sagði Arnór Smárason um frábæran endi ÍA á tímabilinu en liðið leikur í Bestu deild karla í knattspyrnu að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grinda­vík skoraði sjö og felldi Ægi

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Allt jafnt í markaleik á Nesinu

Grótta og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli þegar liðin mættust í lokaleik 17. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Fjölnir er áfram í þriðja sæti deildarinnar eftir jafnteflið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ste­ven Lennon í Þrótt

Það er nóg um að vera í Laugardalnum í dag en rétt í þessu staðfesti Þróttur Reykjavík að skoski framherjinn Steven Lennon muni spila með liðinu á láni út tímabilið. Skömmu þar áður var tilkynnt að landsliðskonan Elín Metta Jensen hefði tekið skóna af hillunni og myndi spila með kvennaliði félagsins til 2024.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn nálgast toppinn og dramatík í Þorlákshöfn

ÍA vann mikilvægan 1-0 útisigur er liðið heimsótti Fjölni í toppbaráttuslag Lengjudeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann Þór frá Akureyri dramatískan 3-2 útisigur gegn Ægi í Þorlákshöfn og Leiknismenn eru komnir með sex sigra í röð eftir 2-1 sigur gegn Gróttu.

Fótbolti
Fréttamynd

Skagamenn aftur upp í annað sætið

ÍA vann öruggan 3-1 útisigur er liðið heimsótti Gróttu í seinasta leik 15. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Með sigrinum komu Skagamenn sér aftur upp í annað sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vestri batt enda á sigurgöngu Selfyssinga

Vestri vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Selfossi í Lengjudeild karla í kvöld. Selfyssingar höfðu unnið þrjá leiki í röð í deildinni og sigur hefði komið þeim upp í umspilssæti.

Fótbolti