Kvikmyndagerð á Íslandi Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Bíó og sjónvarp 1.11.2022 18:30 Tökum á Snertingu lokið í London Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur. Bíó og sjónvarp 31.10.2022 15:30 Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. Lífið 31.10.2022 11:48 Vogum á Vatnsleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. Bíó og sjónvarp 27.10.2022 18:21 Önnur þáttaröð af Svörtu söndum væntanleg: „Mörgum spurningum enn ósvarað“ „Það er búið að gefa grænt ljós á seríu tvö,“ segir Baldvin Z leikstjóri glæpaseríunnar Svörtu sanda í samtali við Vísi. Bíó og sjónvarp 27.10.2022 16:32 Segir starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar einkennast af klíkuskap og valdníðslu Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ritað afar harðorða grein þar sem hann lýsir ófremdarástandi innan kvikmyndageirans sem rekja megi til vinnubragða Kvikmyndamiðstöðvar Íslands; að úthlutanir úr kvikmyndasjóði séu undirorpnar klíkuskap og vinahygli. Menning 27.10.2022 10:49 Kvikmyndagerð í úlfakreppu Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum. Skoðun 27.10.2022 10:39 Svar við bréfi Helgu keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Kvikmyndin Svar við Bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember. Bíó og sjónvarp 26.10.2022 13:00 „Maðurinn minn er besti pabbinn í öllum heiminum!“ „Það er alveg ofboðslega margt spennandi framundan, en því miður ekkert sem ég get talað um að svo stöddu,“ segir leyndardómsfull María Birta Bjarnadóttir aðspurð um framtíðarplön í viðtali við Makamál. Lífið 22.10.2022 08:01 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. Bíó og sjónvarp 19.10.2022 10:17 Hvalaskoðunarskúr sem hefur ekkert með hvalaskoðun að gera Búið er að koma fyrir skúr sem við fyrstu lítur út fyrir að eiga að hýsa hvalaskoðunarfyrirtæki á bryggju við Reykjavíkurhöfn. Skúrinn er þó ekki fyrir ferðamenn heldur er leikmynd fyrir íslenska sjónvarpsþáttaröð sem kemur út á næsta ári. Bíó og sjónvarp 14.10.2022 16:09 Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. Lífið 14.10.2022 15:26 Kvikmyndatökur í Ártúnsbrekku í dag Kvikmyndatökur fer fram í Ártúnsbrekkunni á milli klukkan 9:30 og 13 í dag og gætu vegfarendur orðið varir við það. Innlent 14.10.2022 09:38 Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum. Lífið 9.10.2022 12:30 Bandalag íslenskra listamanna hjólar í Lilju Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent. Ákvörðun um ríflega þrjátíu prósenta niðurskurð til Kvikmyndasjóðs er kölluð óskiljanleg, kallað er eftir Þjóðaróperu og krafist skýringa á „andlitslausu“ ráðstöfunarfé menningar- og viðskiptaráðuneytis í málaflokknum. Innlent 9.10.2022 10:25 Ótemjureið hlaut Gullna lundann Ótemjureið eftir Lolu Quivoron hlaut verðlaunin Gullna lundann, meginverðlaun RIFF í ár, en hátíðin var haldin í nítjánda sinn og hlaut mikla aðsókn. Bíó og sjónvarp 8.10.2022 21:14 „Áríðandi saga um styrkleika mannsandans“ Konungur fiðrildanna, ný kvikmynd eftir Ólaf de Fleur, var sýnd á RIFF í þessari viku. Myndin var frumsýnd á Nordisk Panorama hátíðinni í síðustu viku og hefur hlotið lofsamlega dóma gagnrýnenda. Bíó og sjónvarp 6.10.2022 14:30 Svartur á leik verður að þríleik Kvikmyndin Svartur á leik kom út fyrir tíu árum, nú er hún komin aftur í sýningu ásamt því að tilkynnt hefur verið að tvær nýjar tengdar myndir verði gerðar. Í þeim nýju mun sama teymið og gerði myndina vera við stjórn og undirheimar Íslands verða áfram í aðalhlutverki. Bíó og sjónvarp 6.10.2022 12:06 Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir. Bíó og sjónvarp 5.10.2022 15:49 Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Honum er gefið að sök að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Innlent 2.10.2022 10:10 Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. Menning 28.9.2022 12:52 Kaldur raunveruleiki konu í kvikmyndagerð og viðleitni hennar í áratug við að koma bíómynd á koppinn Þegar ég sest niður til að fara yfir síðasta áratug og rifja upp rússíbanareiðina sem ég er búin að ganga í gegnum við að reyna koma kvikmynd á koppinn, er ég löngu komin yfir frústerasjón og taugatitring, því eitt af því sem þetta ferli hefur kennt mér er æðruleysi og óþrjótandi þolinmæði. Skoðun 28.9.2022 12:40 Hannes Þór tryggir sér Húsið eftir Stefán Mána Framleiðslufyrirtæki Hannesar Þórs Halldórssonar hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni Húsið eftir Stefán Mána. Spennusagan kom út árið 2012. Bíó og sjónvarp 28.9.2022 09:24 „Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. Atvinnulíf 27.9.2022 07:02 Svona tók fólk skjáskot í gamla daga Vakin var athygli á einkar athyglisverðri senu úr hversdagslífi óbreytts Kópavogsbúa í Íslandi í dag á miðvikudag, þar sem Árni Jón Árnason sagði frá ávana sínum að taka myndir af sjónvarpi sínu með hefðbundinni stafrænni myndavél til að halda utan um sjónvarpsminningarnar. Sýnd var sena úr nýrri kvikmynd, Velkominn Árni, sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Menning 26.9.2022 09:09 Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. Bíó og sjónvarp 21.9.2022 15:49 Mættu í sínu fínasta pússi á Edduna Edduverðlaunin voru afhent við hátíðlega viðhöfn í Háskólabíói í gær. Það besta í innlenndri þátta- og kvikmyndagerð var þar verðlaunað. Lífið 19.9.2022 15:01 Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. Bíó og sjónvarp 19.9.2022 00:02 Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. Lífið 18.9.2022 21:42 Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. Innlent 16.9.2022 20:22 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 20 ›
Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Bíó og sjónvarp 1.11.2022 18:30
Tökum á Snertingu lokið í London Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur. Bíó og sjónvarp 31.10.2022 15:30
Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. Lífið 31.10.2022 11:48
Vogum á Vatnsleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. Bíó og sjónvarp 27.10.2022 18:21
Önnur þáttaröð af Svörtu söndum væntanleg: „Mörgum spurningum enn ósvarað“ „Það er búið að gefa grænt ljós á seríu tvö,“ segir Baldvin Z leikstjóri glæpaseríunnar Svörtu sanda í samtali við Vísi. Bíó og sjónvarp 27.10.2022 16:32
Segir starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar einkennast af klíkuskap og valdníðslu Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ritað afar harðorða grein þar sem hann lýsir ófremdarástandi innan kvikmyndageirans sem rekja megi til vinnubragða Kvikmyndamiðstöðvar Íslands; að úthlutanir úr kvikmyndasjóði séu undirorpnar klíkuskap og vinahygli. Menning 27.10.2022 10:49
Kvikmyndagerð í úlfakreppu Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum. Skoðun 27.10.2022 10:39
Svar við bréfi Helgu keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Kvikmyndin Svar við Bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember. Bíó og sjónvarp 26.10.2022 13:00
„Maðurinn minn er besti pabbinn í öllum heiminum!“ „Það er alveg ofboðslega margt spennandi framundan, en því miður ekkert sem ég get talað um að svo stöddu,“ segir leyndardómsfull María Birta Bjarnadóttir aðspurð um framtíðarplön í viðtali við Makamál. Lífið 22.10.2022 08:01
Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. Bíó og sjónvarp 19.10.2022 10:17
Hvalaskoðunarskúr sem hefur ekkert með hvalaskoðun að gera Búið er að koma fyrir skúr sem við fyrstu lítur út fyrir að eiga að hýsa hvalaskoðunarfyrirtæki á bryggju við Reykjavíkurhöfn. Skúrinn er þó ekki fyrir ferðamenn heldur er leikmynd fyrir íslenska sjónvarpsþáttaröð sem kemur út á næsta ári. Bíó og sjónvarp 14.10.2022 16:09
Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. Lífið 14.10.2022 15:26
Kvikmyndatökur í Ártúnsbrekku í dag Kvikmyndatökur fer fram í Ártúnsbrekkunni á milli klukkan 9:30 og 13 í dag og gætu vegfarendur orðið varir við það. Innlent 14.10.2022 09:38
Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum. Lífið 9.10.2022 12:30
Bandalag íslenskra listamanna hjólar í Lilju Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent. Ákvörðun um ríflega þrjátíu prósenta niðurskurð til Kvikmyndasjóðs er kölluð óskiljanleg, kallað er eftir Þjóðaróperu og krafist skýringa á „andlitslausu“ ráðstöfunarfé menningar- og viðskiptaráðuneytis í málaflokknum. Innlent 9.10.2022 10:25
Ótemjureið hlaut Gullna lundann Ótemjureið eftir Lolu Quivoron hlaut verðlaunin Gullna lundann, meginverðlaun RIFF í ár, en hátíðin var haldin í nítjánda sinn og hlaut mikla aðsókn. Bíó og sjónvarp 8.10.2022 21:14
„Áríðandi saga um styrkleika mannsandans“ Konungur fiðrildanna, ný kvikmynd eftir Ólaf de Fleur, var sýnd á RIFF í þessari viku. Myndin var frumsýnd á Nordisk Panorama hátíðinni í síðustu viku og hefur hlotið lofsamlega dóma gagnrýnenda. Bíó og sjónvarp 6.10.2022 14:30
Svartur á leik verður að þríleik Kvikmyndin Svartur á leik kom út fyrir tíu árum, nú er hún komin aftur í sýningu ásamt því að tilkynnt hefur verið að tvær nýjar tengdar myndir verði gerðar. Í þeim nýju mun sama teymið og gerði myndina vera við stjórn og undirheimar Íslands verða áfram í aðalhlutverki. Bíó og sjónvarp 6.10.2022 12:06
Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir. Bíó og sjónvarp 5.10.2022 15:49
Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Honum er gefið að sök að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Innlent 2.10.2022 10:10
Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. Menning 28.9.2022 12:52
Kaldur raunveruleiki konu í kvikmyndagerð og viðleitni hennar í áratug við að koma bíómynd á koppinn Þegar ég sest niður til að fara yfir síðasta áratug og rifja upp rússíbanareiðina sem ég er búin að ganga í gegnum við að reyna koma kvikmynd á koppinn, er ég löngu komin yfir frústerasjón og taugatitring, því eitt af því sem þetta ferli hefur kennt mér er æðruleysi og óþrjótandi þolinmæði. Skoðun 28.9.2022 12:40
Hannes Þór tryggir sér Húsið eftir Stefán Mána Framleiðslufyrirtæki Hannesar Þórs Halldórssonar hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni Húsið eftir Stefán Mána. Spennusagan kom út árið 2012. Bíó og sjónvarp 28.9.2022 09:24
„Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. Atvinnulíf 27.9.2022 07:02
Svona tók fólk skjáskot í gamla daga Vakin var athygli á einkar athyglisverðri senu úr hversdagslífi óbreytts Kópavogsbúa í Íslandi í dag á miðvikudag, þar sem Árni Jón Árnason sagði frá ávana sínum að taka myndir af sjónvarpi sínu með hefðbundinni stafrænni myndavél til að halda utan um sjónvarpsminningarnar. Sýnd var sena úr nýrri kvikmynd, Velkominn Árni, sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Menning 26.9.2022 09:09
Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. Bíó og sjónvarp 21.9.2022 15:49
Mættu í sínu fínasta pússi á Edduna Edduverðlaunin voru afhent við hátíðlega viðhöfn í Háskólabíói í gær. Það besta í innlenndri þátta- og kvikmyndagerð var þar verðlaunað. Lífið 19.9.2022 15:01
Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. Bíó og sjónvarp 19.9.2022 00:02
Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. Lífið 18.9.2022 21:42
Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. Innlent 16.9.2022 20:22