Kvikmyndagerð á Íslandi

Fréttamynd

Dýrið hlaut verð­laun í Cannes

Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Lífið
Fréttamynd

Sagði sig frá Witcher vegna Ver­búðarinnar

Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kann betur við Cannes í Co­vid

Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þakklát fyrir að hafa fengið að vera áfram til“

Ingamaría Eyjólfsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í íslensku kvikmyndinni Skuggahverfið eða Shadowtown. Í janúar árið 2019 var hún þungt haldin á sjúkrahúsi í Danmörku eftir alvarlegt umferðarslys. Hún segist hafa lært margt af þeirri lífsreynslu og tekur engu sem sjálfsögðu.

Lífið
Fréttamynd

Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann

Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sunneva svarar fyrir sig

Sunneva Ása Weishappel, leikmyndahönnuður sjónvarpsþáttanna Kötlu sem eru í sýningu á Netflix, segir Arnar Orra Bjarnason, framkvæmdastjóra Irmu studio, vega að sér opinberlega í nýlegri Facebook-færslu. Um leið vinnu hennar, hugmyndum og hæfileikum. Hún geti því ekki annað en svarað fyrir sig.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

GDRN ljáir eld­fjallinu Kötlu rödd sína

Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu.

Lífið
Fréttamynd

Dýrið fer á Cannes

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Bíó og sjónvarp