Tilveran

Fréttamynd

Franskir og japanskir menningarstraumar á Iðavöllum

Franskir og japanskir menningarstraumar mættust á Iðavöllum við Egilsstaði í gær þar sem listahópurinn Pokkowa Pa skemmti Austfirðingum. Þeir þurftu þó hvorki að kunna frönsku né japönsku til að skilja sýninguna því ekkert var talað í henni.

Menning
Fréttamynd

Vor í lofti í Grasagarðinum

Þar spretta laukar, þar gala gaukar og þar fara trén með ljóð fyrir gesti og gangandi. Grasagarðurinn tekur nú í fyrsta skipti þátt í Vetrarhátíð og Safnanótt og skartar sínu fegursta í tilefni af því.

Lífið
Fréttamynd

Ein milljón manna á Rolling Stones tónleikum

Yngsti meðlimur bandsins er rétt innan við sextugt og ferill hljómsveitarinnar spannar hátt í hálfa öld. Þrátt fyrir það mátti ekki nema nein þreytumerki þegar kapparnir í Rolling Stones trylltu yfir eina milljón manns á Copacabana strönd um helgina.

Menning
Fréttamynd

Íturvaxinn köttur í Kína

Allir vita að kettir njóta þess að taka lífinu með ró. Sumir taka því þó rólegar en aðrir. Kisi nokkur á heima í kínversku borginni Quingdao og hann vegur hvorki meira né minna en fimmtán kíló.

Lífið
Fréttamynd

Birtist víða

Heilög María hefur enn einu sinni skotið upp kollinum í Bandaríkjunum, að þessu sinni á botninum á blómavasa.

Menning
Fréttamynd

Harriet fagnar 175 ára afmæli sínu

Risaskjaldbakan Harriet fagnaði 175 ára afmæli sínu í dag í ástralska dýragarðinum í Brisbane í dag. Harriet hefur dvalið í dýragarðinum síðustu 17 ár en sögur segja að sjálfur Charles Darwin hafi handsamað hana árið 1835. Það er þó enginn vafi á aldri Harrietar sem er skráð í heimsmótabók Guiness sem elsta skjaldbaka heims. Harriet hét reyndar Harry í meira en hundrað ár en allir héldu að hún væri karldýr.

Lífið
Fréttamynd

Uppselt í stúku

Sala hefur farið vel af stað á miðum á tónleika bandarísku hljómsveitarinnar White Stripes en uppselt er í stúku. Tónleikarnir verða haldnir í Laugardalshöll 20. nóvember næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Aukin sala á plötuspilurum

Plötuspilarar með gamla laginu fyrir vínylplötur seljast enn. Og það sem meira er: Salan eykst, löngu eftir að þeir voru dæmdir úreltir.

Menning
Fréttamynd

Hvolpur að Leirum leitar eiganda

Nokkur fjöldi fólks hefur haft samband við hundahótelið að Leirum vegna fjögurra mánaða gamals hvolps sem ekki hefur verið vitjað. Hvolpurinn fjörugi hefur þó ekki enn eignast nýja fjölskyldu. Hreiðar Karlsson, eigandi hundahótelsins, hefur ákveðið að framlengja dvöl hundsins í þeirri von að einhver vilji gefa honum tækifæri á lífinu.

Menning
Fréttamynd

Með gjörning vegna húsnæðisvanda

Á morgun skín maísól og margir komnir í pólitísku baráttubuxurnar. Þeirra á meðal eru nemendur og kennarar í Listaháskólanum sem voru með gjörning á gamla hafnarbakkanum í dag til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans.

Menning
Fréttamynd

Kynna og selja bútasaum um helgina

Félagsmenn í Íslenska bútasaumsfélaginu verða með handverks- og skiptimarkað um helgina að Vesturgötu 7 í Reykjavík frá klukkan tvö til fjögur. Gestum gefst kostur á að líta inn í opnar vinnustofur þar sem bæði er saumað í höndum og á saumavélar.

Menning
Fréttamynd

Aukin áfengisneysla ungra kvenna

Ungar konur hafa stóraukið áfengisneyslu sína á aðeins þremur árum, eða um 28 prósent, en karlar á efri árum hafa snarminnkað drykkju sína á sama tímabili, eða um fimmtung. Þetta kemur fram í samanburði á könnunum Lýðheilsustöðvar á drykkjuvenjum Íslendinga árið 2001 og svo aftur í fyrra.

Menning
Fréttamynd

Hreyfilistaverk úr hverju sem er

Gangandi óskabein úr kjúklingi og fluga sem sveimar í sífellu í kringum ljósaperu eru meðal þess sem sjá má í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur þessa dagana. Það er bandaríski listamaðurinn Arthur Ganson sem á heiðurinn af þessu, en hann býr til vægast sagt óvenjulega hluti úr óvenjulegum hlutum. Hann ætlar alla vikuna að vinna með íslenskum börnum að hreyfilistaverki sem búið er til úr nánast hverju sem er.

Menning
Fréttamynd

Bóklestur á undanhaldi

Verulega hefur dregið úr bók- og blaðalestri íslenskra barna á síðustu 35 árum. Þetta sanna nýlegar tölur í langtímarannsókn Þorbjörns Broddasonar prófessors um fjölmiðlanotkun barna og unglinga.

Menning
Fréttamynd

Skrjáfandi gíraffi

Í leikfangaverslunum má fá tuskudýr og bangsa sem eru sérhönnuð til að örva snertiþroska ungbarna.

Menning
Fréttamynd

Sefur vært eða horfir í kring

Lystikerrum aftan í reiðhjólum bregður æ oftar fyrir á hjólastígum og strætum. Þar sitja börn og sofa vært eða virða fyrir sér útsýnið meðan foreldrarnir eða aðrir fullorðnir stíga petalana.

Menning
Fréttamynd

Útivinnandi mæður ekki verri

Börn útivinnandi mæðra standa jafnfætis börnum heimavinnandi mæðra hvað varðar greind og félagslegan þroska, samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var í Bandaríkjunum.

Menning
Fréttamynd

Segir lopapeysur í tísku

Lopapeysur eru móðins segir tískulöggan Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem tók þátt að velja flottustu peysuna í keppni Áburðarverksmiðjunnar í dag.

Menning
Fréttamynd

Verður elst Íslendinga á sunnudag

Elsti núlifandi Íslendingurinn, Guðfinna Einarsdóttir, jafnar á morgun aldursmet Halldóru Bjarnadóttur. Ef Guð lofar nær Guðfinna þeim áfanga á sunnudag að vera sá Íslendingur sem lengst hefur lifað fyrr og síðar. Guðfinna er vel ern og vonar að hún þurfi ekki að fara á elliheimili en segist hætt að nenna að prjóna.

Menning
Fréttamynd

Drengir í danskennslu

Strákar úr Hlíðaskóla lögðu sig alla fram í danskennslu hjá Íslenska dansflokknum í dag, en boðið var upp á kennsluna til að vekja áhuga þeirra á nútímadansi.

Menning
Fréttamynd

Íslendingafélögin í andaslitrunum?

Eru Íslendingafélögin á Norðurlöndunum í andarslitrunum? Stjórnendur félaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð segja að félögin verði að laga sig að breyttum tímum ætli þau að halda velli.

Menning
Fréttamynd

Skilar ánægðara starfsfólki

Einn af nemendunum er að halda stutta tölu þegar Fréttablaðið ryðst inn í kennslustund með góðfúslegu leyfi verkefnisstjórans Hildar Friðriksdóttur. Ræðumaðurinn lætur ekki slá sig út af laginu og heldur áfram að fjalla um þjónustu við ferðamenn og hinir nemendurnir hlýða á. 

Menning
Fréttamynd

Fékk hnakk með slaufum í jólagjöf

Elsa Karen er greinilega vön að umgangast hesta og henni þykir lyktin af þeim góð. Hún er meira að segja svo rík að eiga sinn eigin hest sem heitir Vængur. "Hann er fjögurra ára eins og ég," segir hún brosandi og lætur svo blaðamann geta upp á hvað hún fékk í jólagjöf frá pabba og mömmu en hann gatar á prófinu

Menning
Fréttamynd

Hundar í leikskóla

Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu.

Menning
Fréttamynd

Saxófónskonungar með Sinfóníunni

Ókrýndir konungar saxófónsins koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Sagt hefur verið að Raschèr-kvartettinn myndi vinna gullið ef hljóðfærablástur væri ólympíugrein. Kvartettinn er þekktur fyrir einstaklega fallegan og samstilltan hljóm, tæknilega fágun og kraftmikla túlkun á nútíma- og sígildri tónlist. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum verður Bernharður Wilkinson.

Menning
Fréttamynd

Sendir lyfin heim

Pillurnar heim að dyrum. Það er markaðshugmynd heimsendingarapóteks sem tekur til starfa á morgun. Apótekið ætlar að bjóða öllum landsmönnum lyf á sama verði og að þau verði afhent innan sólarhrings.

Menning
Fréttamynd

Hnykkir hross uppi á kassa

Hvernig fer létt manneskja að því að hnykkja hross sem er margfalt sterkara en hún? Það vefst ekki fyrir dýralækninum og hnykkjaranum Susanne Brown sem stendur uppi á kassa við verkið.

Menning
Fréttamynd

Ung börn fái ekki ávaxtasafa

Foreldrar eiga ekki að gefa ungum börnum ávaxtasafa að drekka. Næringarfræðingar í Bandaríkjunum segja sífellt fleiri vísbendingar um að ávaxtasafi eigi þátt í stórfelldum tannskemmdum og offitu meðal ungra barna.

Menning
Fréttamynd

Kolbrún Pálína með lítinn gullmola

"Ég er enn heima og nýt þess," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fyrrverandi fegurðardrottning sem eignaðist soninn Sigurð Viðar þann 27. ágúst. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Menning
Fréttamynd

Margra daga bolluhátíð

>Bolludagurinn er á morgun, en bolluát er ekki bundið við þann eina dag, heldur er þetta orðið margra daga hátíð.

Menning