Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heimsókn Úkraínuforseta og kennaraverkföll Volodimír Selenskí forseti Úkraínu fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Þingvöllum síðdegis. Þakklæti var honum efst í huga og sagðist hann þakklátur íslensku þjóðinni. Farið verður yfir daginn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 28.10.2024 17:59 Undirbúningur fyrir Norðurlandaráðsþing og úrslitaleikur í Bestu deildinni Undirbúningur fyrir Norðurlandaráðsþing er í fullum gangi og verða til að mynda víðtækar götulokanir í miðborg Reykjavíkur frá morgundeginum og fram á miðvikudag. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. Innlent 27.10.2024 18:00 Einkaskilaboð formanns Samfylkingarinnar í dreifingu Forseti Alþingis gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Við förum yfir kurr vegna veru Dags á lista Samfylkingarinnar, en einkaskilaboð frá formanni flokksins eru í dreifingu á netinu þar sem hún segir Dag einungis í aukahlutverki á lista þrátt fyrir að verma annað sætið. Innlent 26.10.2024 18:23 Metfjöldi manndrápsmála, æsispennandi kosningar og tónlist í beinni Maður sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát móður sinnar hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn foreldrum sínum. Aldrei hafa fleiri manndrápsmál komið upp á einu ári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við afbrotafræðing sem segir þróunina uggvænlega og tilefni til að styðja betur við fólk sem stendur höllum fæti í samfélaginu. Þá mætir formaður Afstöðu í sett en hann viðrað áhyggjur af stöðu gerandans og gagnrýnir úrræðaleysi. Innlent 25.10.2024 18:00 Starfsfólk í áfalli vegna hópsýkingar, gjald á nikótínvörur og hjónarúm á sviði Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. Coli-sýkingar og á þriðja tug hafa greinst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við leikskólastjóra sem segir alla starfsmenn skólans í áfalli vegna málsins. Innlent 24.10.2024 18:01 Barn á gjörgæslu, offframboð miðaldra karla og hjartnæmir endurfundir Eitt barn er á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar sem rakin er til leikskólans Mánagarðs. Alls liggja sex börn inni á Barnaspítala Hringsins og talið er að tólf séu með sýkinguna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við sérfræðilækni sem segir flest börnin mjög ung. Innlent 23.10.2024 18:01 Sviptingar hjá Pírötum, sárir kennarar og óvenjuleg verðhækkun Línur eru farnar að skýrast í framboðsmálum flokkanna fyrir kosningar og brátt fer að verða ljóst hverjir munu berjast um sæti á Alþingi Íslendinga. Sviptingar eru á lista Pírata sem kynntu niðurstöður prófkjörs síðdegis í dag. Við verðum í beinni frá prófkjörsfögnuði Pírata og heyrum frambjóðendum. Innlent 22.10.2024 18:03 Ný könnun, frægir á þing og Íslandsmet í augsýn Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vill þjóðin sjá formenn flokka sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn leiða þá næstu. Við förum yfir glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þau sem flestir vilja sjá í embættinu – og fæstir. Innlent 21.10.2024 18:03 Ásmundur og Ólöf ræða stöðuna á Stuðlum og framboðslistar Sjálfstæðisflokksins Ekkert fæst gefið upp um eldsupptök í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést í gær. Barnamálaráðherra og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu koma í myndver til að ræða stöðuna í málaflokknum. Innlent 20.10.2024 18:10 Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 19.10.2024 18:09 Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit og öll auglýsingapláss uppbókuð Fylgi Samfylkingarinnar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnum við í fyrstu skoðanakannanirnar sem gerðar voru eftir að tilkynnt var um stjórnarslit. Innlent 18.10.2024 18:09 Sögulegur fundur á Bessastöðum og átakanleg saga af Stuðlum Ríkisráðsfundur hófst á Bessastöðum klukkan sex, þar sem ráðherrar Vinstri grænna biðjast formlega lausnar úr embætti. Við verðum í beinni útsendingu frá sögulegum fundi á Bessastöðum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 17.10.2024 18:02 Hinsti fundur ríkisstjórnar og uppstokkun hjá Play Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna fundaði í síðasta skipti nú síðdegis, þar sem tilkynnt var að forsætisráðherra og fjármálaráðherra taki við ráðuneytum fráfarandi ráðherra Vinstri grænna. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 16.10.2024 18:26 Þingkosningar í nóvember, viðbrögð VG og nýr íslenskur söngleikur Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur fallist á þingrofs- og lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Gengið verður til þingkosninga 30. nóvember. Fjallað verður um nýjustu vendingar í pólitíkinni í kvöldfréttum. Innlent 15.10.2024 18:01 Viðbrögð stjórnarandstöðunnar, rödd almennings og landsleikur Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti Íslands ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Innlent 14.10.2024 18:01 Viðbrögð VG við stjórnarslitum og stjórnarandstaða í kosningagír Ríkisstjórnin er sprungin. Þetta varð ljóst á blaðamannafundi sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Hann gengur á fund forseta á Bessastöðum á morgun, og leggur til þingrof og kosningar í lok nóvember. Innlent 13.10.2024 17:43 Óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar og milljarðasamningur í Kína Framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins er ekki ljós, en forystumenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast tilbúnir í kosningar. Þeir útiloka ekki að mynda ríkisstjórn hvor með öðrum, fái þeir til þess umboð kjósenda. Innlent 12.10.2024 18:09 Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Engin niðurstaða fékkst á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í skyndi í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir nýjustu vendingar í beinni útsendingu og spáum í stöðu og framtíð ríkisstjórnarinnar, sem er þrungin óvissu. Við ræðum við formann Sjálfstæðisflokksins og fáum Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í myndver. Innlent 11.10.2024 17:59 Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. Innlent 10.10.2024 18:02 Kvíðin í aðdraganda hamfara og spenna í þingheimi Óttast er að fellibylurinn Milton, sem skellur á Flórída af fullum þunga í nótt, verði mannskæður og hafi katastrófískar afleiðingar víða í ríkinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Íslending á hættusvæði sem segir biðina eftir hamförum kvíðvænlega. Innlent 9.10.2024 18:02 Leynd yfir aðgerðum kennara og í beinni frá höllinni Skæruverkföll eru fram undan í átta skólum samþykki kennarar verkfall í atkvæðagreiðslu sem er hafin. Ekki hefur verið gefið upp í hvaða skólum kennarar hyggjast leggja niður störf en formaður Kennarasambands Íslands mætir í myndver og segir frá fyrirhuguðum aðgerðum og stöðu deilunnar í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.10.2024 17:39 Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Sala á lyfinu Ozempic, sem oft er notað til að stuðla að þyngdartapi, hefur meira en tuttugufaldast á einungis fimm árum. Sölutölur það sem af er ári gefa til kynna að notkun þyngdarstjórnunarlyfja sé enn að stóraukast. Læknir óttast of auðvelt aðgengi fólks að lyfjunum. Innlent 7.10.2024 18:02 Heppni að ekki fór verr þegar tveggja ára drengur féll niður nokkra metra Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. Innlent 6.10.2024 18:03 Átök í miðausturlöndum, ný forysta VG og mállýska unga fólksins Beirút, höfuðborg Líbanon, er líkt við stríðssvæði. Ísraelsmenn og Hezbollah samtökin hafa gert árásir á báða bóga á landamærunum í dag á sama tíma og fólk á Gasasvæðinu er hvatt til að flýja. Lögregla þurfti að hafa afskipti af mótmælendum í Reykjavík á samstöðufundi fyrir Palestínu. Innlent 5.10.2024 18:06 Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. Innlent 4.10.2024 18:02 Heilsugæslan til rannsóknar og síðasta farþegaflug júmbóþotu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rifti samningi sínum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ um aðgang að sjúkraskrám eftir nýlegan úrskurð Persónuverndar. Rætt verður við forstjóra Persónuverndar í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.10.2024 18:02 Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í fjögur ár í morgun. Við ræðum við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna í beinni í kvöldfréttum. Innlent 2.10.2024 18:02 Nýjustu vendingar í Ísrael og bróðir í sárum Íran skaut nú síðdegis eldflaugum að Ísrael. Neyðarástandi var lýst yfir í Ísrael og loftvarnarlúðrar ómuðu í helstu borgum. Svo virðist sem hættan sé liðin hjá í bili. Við förum yfir nýjustu vendingar fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum Stöðvar 2, sýnum myndir frá loftárás Írana og rýnum í stöðuna með Samúel Karli Ólasyni, fréttamanni. Innlent 1.10.2024 18:03 Bylting í skólakerfinu og flugfreyja sem eyddi húsnæðissparnaðinum í flugnám Menntamálaráðherra boðar nýtt og gríðarumfangsmikið matskerfi, sem taka á upp í grunnskólum á næsta skólaári. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. Viðskiptaráð segir einfalt að gera breytingar á kerfinu, það þurfi að taka upp samræmd próf á ný. Innlent 30.9.2024 18:00 Íbúar kalla eftir úrbótum á hættulegum gatnamótum við Sæbraut Íbúar í Vogabyggð lýsa yfir miklum áhyggjum af gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar, þar sem banaslys varð í nótt er ekið var á gangandi vegfaranda, og krefjast úrbóta. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt verður við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Innlent 29.9.2024 18:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 63 ›
Heimsókn Úkraínuforseta og kennaraverkföll Volodimír Selenskí forseti Úkraínu fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Þingvöllum síðdegis. Þakklæti var honum efst í huga og sagðist hann þakklátur íslensku þjóðinni. Farið verður yfir daginn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 28.10.2024 17:59
Undirbúningur fyrir Norðurlandaráðsþing og úrslitaleikur í Bestu deildinni Undirbúningur fyrir Norðurlandaráðsþing er í fullum gangi og verða til að mynda víðtækar götulokanir í miðborg Reykjavíkur frá morgundeginum og fram á miðvikudag. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. Innlent 27.10.2024 18:00
Einkaskilaboð formanns Samfylkingarinnar í dreifingu Forseti Alþingis gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Við förum yfir kurr vegna veru Dags á lista Samfylkingarinnar, en einkaskilaboð frá formanni flokksins eru í dreifingu á netinu þar sem hún segir Dag einungis í aukahlutverki á lista þrátt fyrir að verma annað sætið. Innlent 26.10.2024 18:23
Metfjöldi manndrápsmála, æsispennandi kosningar og tónlist í beinni Maður sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát móður sinnar hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn foreldrum sínum. Aldrei hafa fleiri manndrápsmál komið upp á einu ári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við afbrotafræðing sem segir þróunina uggvænlega og tilefni til að styðja betur við fólk sem stendur höllum fæti í samfélaginu. Þá mætir formaður Afstöðu í sett en hann viðrað áhyggjur af stöðu gerandans og gagnrýnir úrræðaleysi. Innlent 25.10.2024 18:00
Starfsfólk í áfalli vegna hópsýkingar, gjald á nikótínvörur og hjónarúm á sviði Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. Coli-sýkingar og á þriðja tug hafa greinst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við leikskólastjóra sem segir alla starfsmenn skólans í áfalli vegna málsins. Innlent 24.10.2024 18:01
Barn á gjörgæslu, offframboð miðaldra karla og hjartnæmir endurfundir Eitt barn er á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar sem rakin er til leikskólans Mánagarðs. Alls liggja sex börn inni á Barnaspítala Hringsins og talið er að tólf séu með sýkinguna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við sérfræðilækni sem segir flest börnin mjög ung. Innlent 23.10.2024 18:01
Sviptingar hjá Pírötum, sárir kennarar og óvenjuleg verðhækkun Línur eru farnar að skýrast í framboðsmálum flokkanna fyrir kosningar og brátt fer að verða ljóst hverjir munu berjast um sæti á Alþingi Íslendinga. Sviptingar eru á lista Pírata sem kynntu niðurstöður prófkjörs síðdegis í dag. Við verðum í beinni frá prófkjörsfögnuði Pírata og heyrum frambjóðendum. Innlent 22.10.2024 18:03
Ný könnun, frægir á þing og Íslandsmet í augsýn Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vill þjóðin sjá formenn flokka sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn leiða þá næstu. Við förum yfir glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þau sem flestir vilja sjá í embættinu – og fæstir. Innlent 21.10.2024 18:03
Ásmundur og Ólöf ræða stöðuna á Stuðlum og framboðslistar Sjálfstæðisflokksins Ekkert fæst gefið upp um eldsupptök í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést í gær. Barnamálaráðherra og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu koma í myndver til að ræða stöðuna í málaflokknum. Innlent 20.10.2024 18:10
Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 19.10.2024 18:09
Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit og öll auglýsingapláss uppbókuð Fylgi Samfylkingarinnar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnum við í fyrstu skoðanakannanirnar sem gerðar voru eftir að tilkynnt var um stjórnarslit. Innlent 18.10.2024 18:09
Sögulegur fundur á Bessastöðum og átakanleg saga af Stuðlum Ríkisráðsfundur hófst á Bessastöðum klukkan sex, þar sem ráðherrar Vinstri grænna biðjast formlega lausnar úr embætti. Við verðum í beinni útsendingu frá sögulegum fundi á Bessastöðum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 17.10.2024 18:02
Hinsti fundur ríkisstjórnar og uppstokkun hjá Play Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna fundaði í síðasta skipti nú síðdegis, þar sem tilkynnt var að forsætisráðherra og fjármálaráðherra taki við ráðuneytum fráfarandi ráðherra Vinstri grænna. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 16.10.2024 18:26
Þingkosningar í nóvember, viðbrögð VG og nýr íslenskur söngleikur Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur fallist á þingrofs- og lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Gengið verður til þingkosninga 30. nóvember. Fjallað verður um nýjustu vendingar í pólitíkinni í kvöldfréttum. Innlent 15.10.2024 18:01
Viðbrögð stjórnarandstöðunnar, rödd almennings og landsleikur Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti Íslands ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Innlent 14.10.2024 18:01
Viðbrögð VG við stjórnarslitum og stjórnarandstaða í kosningagír Ríkisstjórnin er sprungin. Þetta varð ljóst á blaðamannafundi sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Hann gengur á fund forseta á Bessastöðum á morgun, og leggur til þingrof og kosningar í lok nóvember. Innlent 13.10.2024 17:43
Óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar og milljarðasamningur í Kína Framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins er ekki ljós, en forystumenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast tilbúnir í kosningar. Þeir útiloka ekki að mynda ríkisstjórn hvor með öðrum, fái þeir til þess umboð kjósenda. Innlent 12.10.2024 18:09
Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Engin niðurstaða fékkst á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í skyndi í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir nýjustu vendingar í beinni útsendingu og spáum í stöðu og framtíð ríkisstjórnarinnar, sem er þrungin óvissu. Við ræðum við formann Sjálfstæðisflokksins og fáum Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í myndver. Innlent 11.10.2024 17:59
Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. Innlent 10.10.2024 18:02
Kvíðin í aðdraganda hamfara og spenna í þingheimi Óttast er að fellibylurinn Milton, sem skellur á Flórída af fullum þunga í nótt, verði mannskæður og hafi katastrófískar afleiðingar víða í ríkinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Íslending á hættusvæði sem segir biðina eftir hamförum kvíðvænlega. Innlent 9.10.2024 18:02
Leynd yfir aðgerðum kennara og í beinni frá höllinni Skæruverkföll eru fram undan í átta skólum samþykki kennarar verkfall í atkvæðagreiðslu sem er hafin. Ekki hefur verið gefið upp í hvaða skólum kennarar hyggjast leggja niður störf en formaður Kennarasambands Íslands mætir í myndver og segir frá fyrirhuguðum aðgerðum og stöðu deilunnar í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.10.2024 17:39
Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Sala á lyfinu Ozempic, sem oft er notað til að stuðla að þyngdartapi, hefur meira en tuttugufaldast á einungis fimm árum. Sölutölur það sem af er ári gefa til kynna að notkun þyngdarstjórnunarlyfja sé enn að stóraukast. Læknir óttast of auðvelt aðgengi fólks að lyfjunum. Innlent 7.10.2024 18:02
Heppni að ekki fór verr þegar tveggja ára drengur féll niður nokkra metra Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. Innlent 6.10.2024 18:03
Átök í miðausturlöndum, ný forysta VG og mállýska unga fólksins Beirút, höfuðborg Líbanon, er líkt við stríðssvæði. Ísraelsmenn og Hezbollah samtökin hafa gert árásir á báða bóga á landamærunum í dag á sama tíma og fólk á Gasasvæðinu er hvatt til að flýja. Lögregla þurfti að hafa afskipti af mótmælendum í Reykjavík á samstöðufundi fyrir Palestínu. Innlent 5.10.2024 18:06
Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. Innlent 4.10.2024 18:02
Heilsugæslan til rannsóknar og síðasta farþegaflug júmbóþotu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rifti samningi sínum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ um aðgang að sjúkraskrám eftir nýlegan úrskurð Persónuverndar. Rætt verður við forstjóra Persónuverndar í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.10.2024 18:02
Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í fjögur ár í morgun. Við ræðum við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna í beinni í kvöldfréttum. Innlent 2.10.2024 18:02
Nýjustu vendingar í Ísrael og bróðir í sárum Íran skaut nú síðdegis eldflaugum að Ísrael. Neyðarástandi var lýst yfir í Ísrael og loftvarnarlúðrar ómuðu í helstu borgum. Svo virðist sem hættan sé liðin hjá í bili. Við förum yfir nýjustu vendingar fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum Stöðvar 2, sýnum myndir frá loftárás Írana og rýnum í stöðuna með Samúel Karli Ólasyni, fréttamanni. Innlent 1.10.2024 18:03
Bylting í skólakerfinu og flugfreyja sem eyddi húsnæðissparnaðinum í flugnám Menntamálaráðherra boðar nýtt og gríðarumfangsmikið matskerfi, sem taka á upp í grunnskólum á næsta skólaári. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. Viðskiptaráð segir einfalt að gera breytingar á kerfinu, það þurfi að taka upp samræmd próf á ný. Innlent 30.9.2024 18:00
Íbúar kalla eftir úrbótum á hættulegum gatnamótum við Sæbraut Íbúar í Vogabyggð lýsa yfir miklum áhyggjum af gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar, þar sem banaslys varð í nótt er ekið var á gangandi vegfaranda, og krefjast úrbóta. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt verður við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Innlent 29.9.2024 18:02