Miðflokkurinn

Fréttamynd

Hver bjó til ehf-gat?

Samfylkingin heldur því fram að svonefnt „ehf-gat“ sé verulegt vandamál í skattkerfinu. Dæmin sem Samfylkingin hefur áhyggjur af eru sjálfstæðum atvinnurekanda (t.d. iðnaðarmanni) sem á tvo kosti í rekstri fyrirtækis þegar auknar tekjur koma í kassann.

Skoðun
Fréttamynd

Að standa vörð um þjóðina

Stjórnmálin standa á krossgötum á Íslandi og það eru viðbrögðin við stöðunni sem ráða framtíðinni. Komandi kosningar snúast um það hvert Ísland vilji stefna. Á öllum helstu mælikvörðum standa lífskjör hér á landi mjög framalega.

Skoðun
Fréttamynd

Er þetta gott plan í heil­brigðis­málum?

Samfylkingin segist vera með „plan“ í heilbrigðismálum. Þegar rýnt er í planið er ýmislegt sem stingur í augun, en eitt af því er að samfylkingin stefnir að aukinni miðstýringu þegar kemur að veitingu heilbrigðisþjónustu, eða eins og þau orða það „veitum sjúkrahúsum aukið svigrúm til að ákveða hvernig þau vinna með einkarekstri“.

Skoðun
Fréttamynd

Gal(in) keppni þing­manna flokks fólksins

Í fyrri pistli minntist greinarhöfundur á stefnu flokks fólksins um að hirða níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju ári inn í framtíðina og rýra með því lífeyri fólks um alla framtíð með því að rýra fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna.

Skoðun
Fréttamynd

Úr öskunni í eldinn á laugar­daginn?

Fráfarandi ríkisstjórn var að eigin sögn óhamingjusöm og sundurlynd. Í stað hinnar breiðu samstöðu sem átti að vera söguleg og einstök varð ríkistjórnin verklítil og sú óvinsælasta í sögu landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara

Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur.

Skoðun
Fréttamynd

Svarar Kára fullum hálsi

Snorri Másson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík suður, telur það boða gott að Stefán heitinn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, hafi vitjað sonar síns Kára Stefánssonar í draumi vegna þingframboðs Snorra.

Innlent
Fréttamynd

Hug­sjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára

Kári, til mín rignir skilaboðum um að fleira þurfi ég ekki að aðhafast í kosningabaráttunni, því að verðmætasta stuðningsyfirlýsingin sé komin, umvöndunarpistill frá Kára Stefánssyni. Hver þarf óvini þegar maður á vini eins og þig?

Skoðun
Fréttamynd

Segir Mið­flokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“

Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins, sem gekkst við því í gær að hafa kostað færslu á Facebook-síðu flokksins í Suðurkjördæmi í óþökk fyrrum samherja sinna, stendur fast á sínu og sér lítið athugavert við það sem hann gerði. Hann segist eiga tilkall til síðunnar sem stofnandi hennar. 

Innlent
Fréttamynd

Ferða­frelsið er dýr­mætt

Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál.

Skoðun
Fréttamynd

Kostaði um­deilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í

Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna.

Innlent
Fréttamynd

Upp­eldi, færni til fram­tíðar - fór í skúffu stjórn­valda!

Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi.

Skoðun
Fréttamynd

Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Más­sonar

Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Rjúfum kyrr­stöðu í vegaframkvæmdum um allt land

Suðurkjördæmi er með víðfemari kjördæmum landsins og það býr við hvað mestu umferðina. Við í Miðflokknum sjáum að staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og aukningar á umferð. Það er augljóst að mikilvægt er að verja raunverulegum skatttekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og rjúfa kyrrstöðuna á landsbyggðinni þegar kemur að vegamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­vanda­mál heil­brigðis­kerfisins

Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar enda skatta­hækkanir?

Í aðdraganda kosninga hafa margir stjórnmálaflokkar boðað skattahækkanir af því þeir ætla að leysa öll vandamál samfélagsins með auknum útgjöldum ríkissjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Mis­skilin mann­úð í hælisleitendamálum

Árum saman hafa þingmenn Miðflokksins bent á mikilvægi þess að afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur er varða hælisleitendur og meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þessar séríslensku reglur hafa virkað eins og seglar og orsakað gríðarlegan fjölda umsókna hér á landi. Hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir en í nágrannalöndum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­bjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu

Frambjóðendur ýmissa flokka stóðu fyrir kosningaveislu eða gleðskap í gærkvöldi í tilefni þess að vika er til alþingiskosninga. Ungir sjálfstæðismenn stóðu fyrir Project XD í Valhöll, Samfylkingin hélt fögnuð fyrir ungt jafnaðarfólk á skemmtistaðnum Hax á meðan Framsókn var í stuði á Bankastræti 5.

Lífið
Fréttamynd

Sig­mundur fjar­verandi allar at­kvæða­greiðslur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var ekki viðstaddur eina atkvæðagreiðslu á nýliðnu þingi sem var sett í september og slitið á mánudaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var aðeins viðstödd eina atkvæðagreiðslu þar sem hún greiddi atkvæði með beiðni um skýrslu í tengslum við aðgerðir fyrir Grindvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er í gangi í Reykja­vík?

Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins virðist ekki ætla að ná flugi. Athygli vekur að staðan er hvergi verri í landsmálunum en í höfuðborginni sjálfri þar sem flokkurinn mælist með ríflega 12% fylgi.

Innherji