Samkeppnismál Rannsókn á dótturfélagi Eimskips lokið Danska samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hætta rannsókn sinni í máli Atlantic Trucking, sem er danskt dótturfélag í eigu Eimskipafélags Íslands. Húsleit var gerð hjá félaginu í júní á síðasta ári. Viðskipti innlent 7.7.2023 15:14 Samkeppniseftirlitið vill ekki fella niður sátt við Símann Samkeppniseftirlitið telur ekki að sala Símans á Mílu og breyttar markaðsaðstæður Símans réttlæti það að sátt, sem gerð var árið 2013 verði felld úr gildi. Sáttin felur meðal annars í sér aðskilnað heild- og smásölu Símans og bann við samkeppnishamlandi samningum. Viðskipti innlent 7.7.2023 08:56 Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka Kvika banki hefur tilkynnt að bankinn hafi slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar. Íslandsbanki segist sammála þeirri ákvörðun. Viðskipti innlent 29.6.2023 16:14 Segir verðbreytingar eðlilegar og til marks um mikla samkeppni Framkvæmdastjóri Krónunnar hafnar því að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð eftir að ný verðgátt fór í loftið. Verðbreytingar séu eðlilegar og til marks um mikla samkeppni. Samkeppniseftirlitið mun fylgjast með framvindu mála. Neytendur 9.6.2023 20:01 Alvarleg staða ríki á fákeppnismarkaði Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni. Neytendur 9.6.2023 13:30 Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Innlent 17.4.2023 13:35 Fyrirtækjakaup sem ekki þarf að tilkynna geta leitt til sekta Nýfallinn dómur Evrópudómstólsins hefur viðurkennt rétt samkeppnisyfirvalda og dómstóla til að véfengja samruna og yfirtökur markaðsráðandi fyrirtækja á grundvelli reglna um misnotkun á markaðsráðandi stöðu, jafnvel þó ekki sé um tilkynningarskylda samruna að ræða á grundvelli samkeppnisreglna ESB réttar eða aðildarríkja. Umræðan 17.4.2023 07:00 Arion viðurkennir brot og greiðir tugi milljóna Arion banki hefur viðurkennt brot sín á banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja. Forsvarsmenn bankans sýndu ríkan samstarfsvilja á meðan rannsókn Samkeppniseftirlitsins á málinu stóð yfir og hafði það verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta. Viðskipti innlent 4.4.2023 16:52 Stilla upp ráðgjöfum fyrir viðræður um stærsta samruna Íslandssögunnar Rúmlega mánuði eftir að stjórn Íslandabanka féllst á beiðni Kviku um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu félaganna, sem yrði þá verðmætasti banki landsins, hafa bankarnir gengið frá ráðningum á helstu lögfræði- og fjármálaráðgjöfum sínum fyrir samrunaferlið. Vænta má þess að viðræðurnar, sem hafa farið nokkuð hægt af stað, verði tímafrekar og krefjandi, meðal annars vegna væntanlegra skilyrða Samkeppniseftirlitsins. Innherji 28.3.2023 17:29 Söfn, ferðaþjónusta og takmörk samkeppnisrekstrar opinberra aðila Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands birti grein í vikunni þar sem farið er hörðum orðum um erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Perlu Norðursins ehf. til Samkeppniseftirlitsins varðandi fyrirhugað sýningarhald safnsins á Seltjarnarnesi. Skoðun 24.3.2023 08:31 Myllan mögulega mætt í mæjónesið Myllan-Ora ehf. hefur undirritað samning um kaup á Gunnars ehf. en samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupin eru gerð í kjölfar þess að kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf. voru gerð ógild í janúar á þessu ári. Viðskipti innlent 22.3.2023 15:12 VÍS og Fossar hefja samrunaviðræður Vátryggingafélag Íslands og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafa ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna. Innherji 15.2.2023 07:39 Samþykkja viðræður um samruna við Kviku Stjórn Íslandsbanka samþykkti í dag að hefja viðræður við Kviku banka um mögulegan samruna félaganna tveggja. Beiðni um viðræðurnar barst frá stjórn Kviku fyrir viku síðan. Viðskipti innlent 9.2.2023 16:34 Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Skoðun 8.2.2023 10:30 Stóru samlegðartækifærin á bankamarkaði liggja í gegnum Kviku Útlit er fyrir frekari samruna á fjármálamarkaði þar sem stjórnendur keppast við að leita leiða til hagræðingar á tímum hækkandi launakostnaðar og erfiðari markaðsaðstæðna. Sum af stærri fjármálafyrirtækjum landsins hafa að undanförnu mátað sig við hvort annað sem hefur nú leitt til þess stjórn að Íslandsbanka, sem fundar á morgun, mun væntanlega samþykkja ósk Kviku banka um að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Óformlegt samtal um að sameina Kviku og Arion banka, sem margir höfðu spáð fyrir um, skiluðu ekki árangri en blessun frá Samkeppniseftirlitinu við slíkum bankasamruna gæti reynst þrautin þyngri. Innherji 8.2.2023 06:00 Ardian: Auðveldara að fjárfesta á Íslandi ef samkeppnislögin eru eins og í Evrópu Fjárfestingarstjóri hjá Ardian, sem stóð að stærstu erlendu fjárfestingunni hér á landi í meira en áratug með kaupunum á Mílu í lok síðasta árs, segir að fyrir erlenda langtímafjárfesta sé mikilvægt að þeir upplifi það að vera meðhöndlaðir af hálfu stjórnvalda með sama hætti og innlendir fjárfestar. Afar erfitt sé hins vegar að eiga við þá áhættu sem tengist vaxtastiginu og flökti í gengi krónunnar. Innherji 5.2.2023 13:56 Yrði stærsti samruni sögunnar en óvissan er um Samkeppniseftirlitið Ritstjóri Innherja áætlar að samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í Íslandssögunni, ef af honum yrði. Hann segir ljóst að Samkeppniseftirlitið muni taka langan tíma í meðferð málsins. Það muni gera athugasemdir við ákveðna samrunans. Viðskipti innlent 2.2.2023 20:37 Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi. Viðskipti innlent 31.1.2023 07:01 Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. Viðskipti innlent 26.1.2023 18:46 Tækifærin bíða Um leið og opinberum starfsmönnum fjölgar nánast stjórnlaust fá þeir kjarabætur sem eru mun ríflegri en á almenna markaðnum. Fyrirtæki verða æ oftar fyrir því að geta ekki keppt við hið opinbera varðandi laun eða starfsaðstæður, sérstaklega þegar um sérfræðinga og millistjórnendur er að ræða. Þetta er öfugþróun, sem verður að sporna gegn á nýju ári þegar hið opinbera sezt á ný að samningaborði með stéttarfélögum opinberra starfsmanna. Ekkert hagkerfi getur staðið undir því að hið opinbera sé leiðandi í launa- og kjaraþróun. Umræðan 28.12.2022 10:01 Fór hörðum orðum um Ríkisútvarpið og hefur lagt fram kæru Arnþrúður Karlsdóttir eigandi Útvarps Sögu hefur lagt fram kæru á hendur íslenska ríkinu vegna hindrana í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Hún segir fjölmiðlastyrki hins opinbera vera orðnir að geðþóttaákvörðun stjórnvalda hverju sinni, eins og sýni sig í því að N4 geti fengið fjárlaganefnd til að bæta við 100 milljóna styrk, en að Útvarp Saga fái engan. Innlent 14.12.2022 19:31 Afurðastöðvar fái ekki undanþágu frá reglum um ólöglegt samráð Samkeppniseftirlitið leggst gegn frumvarpsdrögum um undanþágur frá samkeppnislögum til handa afurðastöðvum í kjötiðnaði og telur drögin alls ekki til þess fallnar að treysta íslenskan landbúnað. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:40 Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa á Gleðipinnum Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum vegna rannsóknar sinnar á fyrirhuguðum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts ehf. á Gleðipinnum hf. Viðskipti innlent 1.12.2022 13:13 Samskip fái úrlausn um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn áfrýjunarnefndar samkeppnismála um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið frá í júní 2021. Viðskipti innlent 21.11.2022 09:53 Samkeppniseftirlitið gefur grænt ljós á samruna Síldarvinnslunnar og Vísis Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á kaupum Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé í útgerðinni Vísi í Grindavík er að ekki séu forsendur fyrir íhlutun í samruna félaganna tveggja. Meðal þess sem rannsakað var voru möguleg sameiginleg yfirráð Samherja og tengdra félaga yfir Síldarvinnslunni. Viðskipti innlent 14.11.2022 19:45 Samkeppni um innlán skilar heimilum yfir tíu milljörðum í auknar vaxtatekjur Það hefur orðið „algjör breyting“ á innlánamarkaði eftir innkomu Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, fyrir meira en þremur árum og núna eru allir bankarnir að bjóða innlánavexti á óbundnum reikningum sem eru nálægt stýrivöxtum Seðlabankans, að sögn bankastjóra Kviku. Auðvelt sé að færa rök fyrir því að þessi umskipti séu að skila heimilum um 10 milljörðum króna eða meira í auknar vaxtatekjur á hverju ári. Innherji 14.11.2022 07:00 Reykjavíkurborg fær rafmagn frá N1 N1 rafmagn ehf. mun sjá Reykjavíkurborg fyrir rafmagni næstu tvö árin, frá og með áramótum. Rafmagnskaup borgarinnar færast frá dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur sem er í meirihlutaeigu borgarinnar. Viðskipti innlent 18.10.2022 15:15 Heimila samruna Haga og Eldum rétt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Haga á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. án íhlutunar. Viðskipti innlent 18.10.2022 07:29 Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu? Tæknirisar nútímans hafa umtalsverðan markaðsstyrk og viðskiptamódel þeirra grundvallast að miklu leyti á söfnun persónuupplýsinga Skoðun 17.10.2022 16:00 Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. Viðskipti innlent 12.10.2022 10:53 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 16 ›
Rannsókn á dótturfélagi Eimskips lokið Danska samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hætta rannsókn sinni í máli Atlantic Trucking, sem er danskt dótturfélag í eigu Eimskipafélags Íslands. Húsleit var gerð hjá félaginu í júní á síðasta ári. Viðskipti innlent 7.7.2023 15:14
Samkeppniseftirlitið vill ekki fella niður sátt við Símann Samkeppniseftirlitið telur ekki að sala Símans á Mílu og breyttar markaðsaðstæður Símans réttlæti það að sátt, sem gerð var árið 2013 verði felld úr gildi. Sáttin felur meðal annars í sér aðskilnað heild- og smásölu Símans og bann við samkeppnishamlandi samningum. Viðskipti innlent 7.7.2023 08:56
Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka Kvika banki hefur tilkynnt að bankinn hafi slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar. Íslandsbanki segist sammála þeirri ákvörðun. Viðskipti innlent 29.6.2023 16:14
Segir verðbreytingar eðlilegar og til marks um mikla samkeppni Framkvæmdastjóri Krónunnar hafnar því að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð eftir að ný verðgátt fór í loftið. Verðbreytingar séu eðlilegar og til marks um mikla samkeppni. Samkeppniseftirlitið mun fylgjast með framvindu mála. Neytendur 9.6.2023 20:01
Alvarleg staða ríki á fákeppnismarkaði Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni. Neytendur 9.6.2023 13:30
Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Innlent 17.4.2023 13:35
Fyrirtækjakaup sem ekki þarf að tilkynna geta leitt til sekta Nýfallinn dómur Evrópudómstólsins hefur viðurkennt rétt samkeppnisyfirvalda og dómstóla til að véfengja samruna og yfirtökur markaðsráðandi fyrirtækja á grundvelli reglna um misnotkun á markaðsráðandi stöðu, jafnvel þó ekki sé um tilkynningarskylda samruna að ræða á grundvelli samkeppnisreglna ESB réttar eða aðildarríkja. Umræðan 17.4.2023 07:00
Arion viðurkennir brot og greiðir tugi milljóna Arion banki hefur viðurkennt brot sín á banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja. Forsvarsmenn bankans sýndu ríkan samstarfsvilja á meðan rannsókn Samkeppniseftirlitsins á málinu stóð yfir og hafði það verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta. Viðskipti innlent 4.4.2023 16:52
Stilla upp ráðgjöfum fyrir viðræður um stærsta samruna Íslandssögunnar Rúmlega mánuði eftir að stjórn Íslandabanka féllst á beiðni Kviku um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu félaganna, sem yrði þá verðmætasti banki landsins, hafa bankarnir gengið frá ráðningum á helstu lögfræði- og fjármálaráðgjöfum sínum fyrir samrunaferlið. Vænta má þess að viðræðurnar, sem hafa farið nokkuð hægt af stað, verði tímafrekar og krefjandi, meðal annars vegna væntanlegra skilyrða Samkeppniseftirlitsins. Innherji 28.3.2023 17:29
Söfn, ferðaþjónusta og takmörk samkeppnisrekstrar opinberra aðila Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands birti grein í vikunni þar sem farið er hörðum orðum um erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Perlu Norðursins ehf. til Samkeppniseftirlitsins varðandi fyrirhugað sýningarhald safnsins á Seltjarnarnesi. Skoðun 24.3.2023 08:31
Myllan mögulega mætt í mæjónesið Myllan-Ora ehf. hefur undirritað samning um kaup á Gunnars ehf. en samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupin eru gerð í kjölfar þess að kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf. voru gerð ógild í janúar á þessu ári. Viðskipti innlent 22.3.2023 15:12
VÍS og Fossar hefja samrunaviðræður Vátryggingafélag Íslands og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafa ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna. Innherji 15.2.2023 07:39
Samþykkja viðræður um samruna við Kviku Stjórn Íslandsbanka samþykkti í dag að hefja viðræður við Kviku banka um mögulegan samruna félaganna tveggja. Beiðni um viðræðurnar barst frá stjórn Kviku fyrir viku síðan. Viðskipti innlent 9.2.2023 16:34
Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Skoðun 8.2.2023 10:30
Stóru samlegðartækifærin á bankamarkaði liggja í gegnum Kviku Útlit er fyrir frekari samruna á fjármálamarkaði þar sem stjórnendur keppast við að leita leiða til hagræðingar á tímum hækkandi launakostnaðar og erfiðari markaðsaðstæðna. Sum af stærri fjármálafyrirtækjum landsins hafa að undanförnu mátað sig við hvort annað sem hefur nú leitt til þess stjórn að Íslandsbanka, sem fundar á morgun, mun væntanlega samþykkja ósk Kviku banka um að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Óformlegt samtal um að sameina Kviku og Arion banka, sem margir höfðu spáð fyrir um, skiluðu ekki árangri en blessun frá Samkeppniseftirlitinu við slíkum bankasamruna gæti reynst þrautin þyngri. Innherji 8.2.2023 06:00
Ardian: Auðveldara að fjárfesta á Íslandi ef samkeppnislögin eru eins og í Evrópu Fjárfestingarstjóri hjá Ardian, sem stóð að stærstu erlendu fjárfestingunni hér á landi í meira en áratug með kaupunum á Mílu í lok síðasta árs, segir að fyrir erlenda langtímafjárfesta sé mikilvægt að þeir upplifi það að vera meðhöndlaðir af hálfu stjórnvalda með sama hætti og innlendir fjárfestar. Afar erfitt sé hins vegar að eiga við þá áhættu sem tengist vaxtastiginu og flökti í gengi krónunnar. Innherji 5.2.2023 13:56
Yrði stærsti samruni sögunnar en óvissan er um Samkeppniseftirlitið Ritstjóri Innherja áætlar að samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í Íslandssögunni, ef af honum yrði. Hann segir ljóst að Samkeppniseftirlitið muni taka langan tíma í meðferð málsins. Það muni gera athugasemdir við ákveðna samrunans. Viðskipti innlent 2.2.2023 20:37
Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi. Viðskipti innlent 31.1.2023 07:01
Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. Viðskipti innlent 26.1.2023 18:46
Tækifærin bíða Um leið og opinberum starfsmönnum fjölgar nánast stjórnlaust fá þeir kjarabætur sem eru mun ríflegri en á almenna markaðnum. Fyrirtæki verða æ oftar fyrir því að geta ekki keppt við hið opinbera varðandi laun eða starfsaðstæður, sérstaklega þegar um sérfræðinga og millistjórnendur er að ræða. Þetta er öfugþróun, sem verður að sporna gegn á nýju ári þegar hið opinbera sezt á ný að samningaborði með stéttarfélögum opinberra starfsmanna. Ekkert hagkerfi getur staðið undir því að hið opinbera sé leiðandi í launa- og kjaraþróun. Umræðan 28.12.2022 10:01
Fór hörðum orðum um Ríkisútvarpið og hefur lagt fram kæru Arnþrúður Karlsdóttir eigandi Útvarps Sögu hefur lagt fram kæru á hendur íslenska ríkinu vegna hindrana í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Hún segir fjölmiðlastyrki hins opinbera vera orðnir að geðþóttaákvörðun stjórnvalda hverju sinni, eins og sýni sig í því að N4 geti fengið fjárlaganefnd til að bæta við 100 milljóna styrk, en að Útvarp Saga fái engan. Innlent 14.12.2022 19:31
Afurðastöðvar fái ekki undanþágu frá reglum um ólöglegt samráð Samkeppniseftirlitið leggst gegn frumvarpsdrögum um undanþágur frá samkeppnislögum til handa afurðastöðvum í kjötiðnaði og telur drögin alls ekki til þess fallnar að treysta íslenskan landbúnað. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:40
Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa á Gleðipinnum Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum vegna rannsóknar sinnar á fyrirhuguðum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts ehf. á Gleðipinnum hf. Viðskipti innlent 1.12.2022 13:13
Samskip fái úrlausn um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn áfrýjunarnefndar samkeppnismála um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið frá í júní 2021. Viðskipti innlent 21.11.2022 09:53
Samkeppniseftirlitið gefur grænt ljós á samruna Síldarvinnslunnar og Vísis Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á kaupum Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé í útgerðinni Vísi í Grindavík er að ekki séu forsendur fyrir íhlutun í samruna félaganna tveggja. Meðal þess sem rannsakað var voru möguleg sameiginleg yfirráð Samherja og tengdra félaga yfir Síldarvinnslunni. Viðskipti innlent 14.11.2022 19:45
Samkeppni um innlán skilar heimilum yfir tíu milljörðum í auknar vaxtatekjur Það hefur orðið „algjör breyting“ á innlánamarkaði eftir innkomu Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, fyrir meira en þremur árum og núna eru allir bankarnir að bjóða innlánavexti á óbundnum reikningum sem eru nálægt stýrivöxtum Seðlabankans, að sögn bankastjóra Kviku. Auðvelt sé að færa rök fyrir því að þessi umskipti séu að skila heimilum um 10 milljörðum króna eða meira í auknar vaxtatekjur á hverju ári. Innherji 14.11.2022 07:00
Reykjavíkurborg fær rafmagn frá N1 N1 rafmagn ehf. mun sjá Reykjavíkurborg fyrir rafmagni næstu tvö árin, frá og með áramótum. Rafmagnskaup borgarinnar færast frá dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur sem er í meirihlutaeigu borgarinnar. Viðskipti innlent 18.10.2022 15:15
Heimila samruna Haga og Eldum rétt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Haga á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. án íhlutunar. Viðskipti innlent 18.10.2022 07:29
Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu? Tæknirisar nútímans hafa umtalsverðan markaðsstyrk og viðskiptamódel þeirra grundvallast að miklu leyti á söfnun persónuupplýsinga Skoðun 17.10.2022 16:00
Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. Viðskipti innlent 12.10.2022 10:53