Vinnumarkaður

Fréttamynd

Krefjast 13 milljóna í ógreidd laun

Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, segir rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag.

Innlent
Fréttamynd

Læknar harma á­huga­leysi stjórn­valda

Læknafélag Reykjavíkur harmar áhugaleysi stjórnvalda á sjúkratryggðum íbúum landsins. Síðasti samningur ríkisins og sjálfstætt starfandi lækna var gerður árið 2013 og rann út í lok árs 2018.

Innlent
Fréttamynd

Seinagangur ósiður á íslenskum vinnumarkaði

Friðriki Jónssyni, formanni BHM, hefur verið falið af öllum 27 formönnum aðildarfélaga BHM viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna en síðustu ár hafa aðildarfélögin sjálf farið með sitt umboð. Hann vill setjast að samningaborðinu sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Eig­endur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launa­þjófnaðar

Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta veikinda­leyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“

Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. 

Innlent
Fréttamynd

Vinnuaflið sjálft eigi að leiða Alþýðusambandið

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að með sigri nýfrjálshyggju frá níunda áratug 20. aldar hafi farið að fjara undan markvissri stéttabaráttu. Í kjölfarið hafi innleiðing og yfirtaka „sérfræðingastétta“ átt sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hafa til­kynnt þrjú mögu­leg mansals­mál til lög­reglu í ágúst

Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Taka þurfi á launa­þjófnaði af meiri festu en hingað til

Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 

Innlent
Fréttamynd

Sykur­púða snillingurinn hann Ragnar

VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi.

Skoðun
Fréttamynd

Tveggja ára til­raun um sveigjan­leg starfs­lok vegna aldurs

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni.  Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Segir það lé­legt að spila með lífs­viður­væri for­eldra

Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Swapp Agen­cy nú með starf­semi á öllum Norður­löndum

Íslenska fyrirtækið Swapp Agency, sem býður fyrirtækjum lausn við að halda utan um starfsfólk í fjarvinnu í öðrum löndum og greiða því sem launþegum, hefur nú hafið starfsemi í Noregi. Fyrirtækið er því komið með starfsemi á öllum Norðurlöndunum, en fyrirtækið hafði áður hafið starfsemi í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku auk Íslands og Færeyja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hæg­fara dauði leik­skóla­kennarans

Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar.

Skoðun