Vinnumarkaður

Fréttamynd

Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum.

Innlent
Fréttamynd

Vont veður ömurlegt nema fyrir vinnuveitendur

Veður hefur áhrif á okkur. Við erum í sólskinsskapi á sumrin þegar veðrið er gott og sólin skín. En finnst kannski erfiðara að bretta upp ermar og gera hlutina þegar veðrið er vont, myrkur, snjór og kuldi eins og einkennt hefur veðrið síðustu daga.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það er ekki í lagi að vera með kyn­ferðis­legar at­huga­semdir“

„Með þessari aðgerðavakningu erum við að reyna að fá vinnustaði til að senda skýr skilaboð út í vinnuumhverfið og skapa umræður um hvað kynferðisleg áreitni er og hvernig hún birtist,“ segir Sara Hlín Hálfdanardóttir sérfræðingur og verkefnastjóri um nýtt átak Vinnueftirlitsins, #TökumHöndumSaman.

Innlent
Fréttamynd

Segja verk­falls­brot framin á Grand Hótel

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 

Innlent
Fréttamynd

Munu ekki semja nema laun milli markaða verði jöfnuð

Kennarasamband Íslands, BSRB og BHM hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna um ákveðna meginþætti en kjarasamningar renna út í mars. Helsta verkefnið er að jafna laun á milli markaða að sögn formanns BSRB og verður ekki samið án þess að það náist. Formaður Kennarasambandsins tekur undir og reiknar með að viðræðurnar hefjist af krafti fljótlega. 

Innlent
Fréttamynd

Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn

Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Ganga saman til kjaraviðræðna

Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 

Innlent
Fréttamynd

Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin

Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 

Innlent
Fréttamynd

Verk­fall er hafið á Ís­lands­hótelum

Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn  hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó.

Innlent
Fréttamynd

Segir kjörskrána ekki vera til

Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara

Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni

Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög.

Innlent
Fréttamynd

Fé­lags­dómur úr­skurðar í dag

Félagsdómur mun klukkan 14:30 í dag úrskurða um lögmæti verkfallsboðunar Eflingarfólks sem starfar hjá Íslandshótelum. Að öllu óbreyttu hefst verkfallið á hádegi á morgun, þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Skjóti skökku við að tefla fram „karla­stétt með frekar há laun“

Tíðinda er að vænta í vikunni í kjaradeilu Eflingar en að óbreyttu hefjast verkföll á þriðjudag. Sömuleiðis hefur verkfall verið boðað meðal flutningabílstjóra, sem Samtök atvinnulífsins hafa kallað hálaunastétt. Efnahagsráðgjafi SA stendur við það og segir það skjóta skökku við að hálaunaðri karlastétt sé teflt fram í baráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrar „sturlaðar“ stað­reyndir um ís­lenskan vinnu­markað

Mikil og vaxanda ólga einkennir íslenskan vinnumarkað. Átök fara harðnandi og enn eina ferðina stöndum við frammi fyrir hættu á verkföllum. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar íslenskrar verkalýðsforystu einkennist íslenskt samfélag af græðgi, ójöfnuði og almennri láglaunastefnu. Verðbólga er Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna. Atvinnulífið er gráðugt og svíkur og prettir starfsfólk sitt ítrekað og kerfisbundið. Fátt gott virðist hér að finna.

Skoðun
Fréttamynd

SA segja stöðuna í kjaradeilunni skelfilega

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir skelfilegt að verið sé að boða til enn frekari verkfalla á sama tíma og málaferli standi yfir bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi. Hann og formaður Eflingar eru hins vegar bæði viss um sigur fyrir Félagsdómi þar sem málflutningur fór fram síðdegis.

Innlent