Snæfellsbær

Fréttamynd

„Við eigum að bera virðingu fyrir list­rænu frelsi fólks“

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra.

Innlent
Fréttamynd

Settu stolnu styttuna í geim­flaug og segja hana rasískt verk

Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim.

Innlent
Fréttamynd

Björn Haraldur leiðir Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ

Björn Haraldur Hilmarsson mun leiða lista sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslisti flokksins í Snæfellsbæ var samþykktur samhljóða á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í bænum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

54 kílóa þorskur til sýnis á Hellissandi

Sjóminjasafnið á Hellissandi er með uppstoppaðan þorsk til sýnis sem vó 54 kíló og mældist 164 sentímetrar á lengd. Þorskurinn þeirra Snæfellinga, sem veiddist í utanverðum Breiðafirði árið 1990, virðist því toppa þorskinn sem skipverjarnir á Bergey VE veiddu við Vestmannaeyjar um helgina, að minnsta kosti í þyngd en kannski ekki í lengd.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga

Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Ítrekaðar nauðganir hafi drepið drauminn: Lögregla hafi algjörlega klúðrað málinu

Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu.

Innlent
Fréttamynd

Þak fauk af skúr í Ólafs­vík

Björgunarsveitarmenn í Ólafsvík á Snæfellsnesi voru kallaðir út á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar tilkynnt var um að þakplötur væru að fjúka af skúr í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Einkaþotan laus úr slitlaginu og farin burt

Einkaþotan sem festist í slitlagi á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi á dögunum var dregin upp á flugbraut í gær. Var henni flogið á brott eftir að flugvirkjar frá Þýskalandi fóru yfir hana.

Innlent
Fréttamynd

Segir upp eftir 7-0 tap

Gunnar Einarsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari Víkings frá Ólafsvík í Lengjudeild karla eftir strembið gengi liðsins í sumar. Ólsarar sendu frá sér tilkynningu þess efnis í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Björguðu skipverjum á smábát sem var farinn að leka

Björgunarskipið Björg á Rifi var kallað út á hæsta forgangi til aðstoðar við smábát hvers áhöfn varð vör við leka um borð. Báturinn var staddur rétt utan við höfnina á Rifi. Björgunaraðgerðir gengu vel og skjótt fyrir sig.

Innlent