Kópavogur

Fréttamynd

Tara Sif og Elfar selja í­búðina

Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, hafa sett íbúð sína við Álalind í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 96,8 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt veitingasvæði rís í Smára­lind

Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­skylda komst lífs af fyrir ó­trú­lega til­viljun

Tveggja barna móðir átti fótum sínum fjör að launa þegar að hún og fjölskylda hennar komust heil á húfi undan eldsvoða sem kom upp í íbúð þeirra um miðja nótt. Hún segir ótrúlega tilviljun hafa orðið til þess að þau komust öll lífs af.

Innlent
Fréttamynd

Líf í skugga flug­vallar – upp­lifun í­búa

Í hjarta Reykjavíkur, þar sem ævintýri borgarlífsins og náttúrunnar mætast, búa íbúar við lífsgæðaskerðingu vegna stóraukinnar starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Þetta á sérstaklega við um íbúa í hverfum sem liggja í nágrenni flugvallarins, svo sem við Hlíðar, Miðbæ, Vesturbæ og Kópavog en einnig þau hverfi sem liggja undir fluglínum.

Skoðun
Fréttamynd

Kópa­vogur lækkar skatta á í­búa

Há verðbólga og háir vextir hafa haft áhrif á okkur öll. Þó svo að efnahagshorfur til framtíðar séu jákvæðar þá hafa síðustu mánuðir og ár verið erfiðir og haft mikil áhrif á heimili landsins, sem mörg hver berjast í bökkum við að stranda straum af hefðbundnum kostnaði.

Skoðun
Fréttamynd

Vinur læknisins líka með stöðu sak­bornings

Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi.

Innlent
Fréttamynd

Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“

Þrítugur karlmaður sem er ákærður fyrir að reyna að bana lækni í Lundi í Kópavogi í sumar, segist ekki hafa haft neinn ásetning til þess að stinga lækninn. Hann hafi gripið til hnífs og sveiflað í átt að lækninum í sjálfsvörn. Hann hafi verið með hníf sem hann keypti í Kolaportinu í vasanum af því að honum þætti hann „töff“.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­mál Kópa­vogs­bæjar - hin hliðin

Kópavogsbær hefur verið rekinn með halla síðustu ár og lánsfjárþörf verið mikil. Kópavogsbær fær ítrekað bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga af því að Kópavogsbær uppfyllir ekki fjárhagsleg lágmarksviðmið. Um þetta fjallar bæjarstjóri Kópavogs ekki í fréttatilkynningum, greinaskrifum og glærukynningum.

Skoðun
Fréttamynd

7.500 í­búðir á Reykja­víkur­flug­velli?

Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna.

Skoðun
Fréttamynd

Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna

Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða út gerð land­fyllinga við Foss­vogs­brú

Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræða á Bylgjunni ekki í­gildi stjórnvaldsákvörðunar

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir fokið í flest skjól ef orð hennar um víkkun vaxtarmarka í viðtali í Bítinu teljist sem stjórnvaldsákvörðun. Beiðni um færslu vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið formlega inn á borð borgarstjórnar. 

Innlent
Fréttamynd

Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál

Pawel Bartoszek segir Bjarna Benediktsson hafa ruglast þegar hann sagði ágreining milli Kópavogs og Reykjavíkur um vaxtamörk. Ágreiningurinn væri í raun milli Kópavogs og Garðabæjar. Hildur Björnsdóttir andmælir Pawel og segir fulltrúa meirihlutans víst hafa skotið niður áform utan vaxtarmarka.

Innlent
Fréttamynd

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliða­ár opin um­ferð

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Sárnar um­ræðan síðustu daga

Formanni Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs sárnar málflutning síðustu daga og umræða um úttektir Viðskiptaráðs og sveitarfélaganna. Mennta og barnamálaráðherra segir tímabært að meta störf kennara að verðleikum.

Innlent