Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Mótmæla hækkun skráningargjalda

Nemendafélög ríkisháskólanna hafa sent frá sér ályktanir og verið með heilsíðuauglýsingar í dagblöðum til þess að mótmæla því að skráningargjöld í skólunum verði hækkuð um 13.500 krónur. Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis og verður það tekið til atkvæðagreiðslu klukkan hálftvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

50% fleiri strákar mjög slakir

Helmingi fleiri strákar en stúlkur í tíunda bekk eru mjög slakir í stærðfræði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum PISA-könnunarinnar. Um 6% drengja hafa litla sem enga kunnáttu í stærðfræði en aðeins tæp 3% stúlkna.

Innlent
Fréttamynd

Andakílsskóli verði lagður niður

Samkvæmt skýrslu Háskólans á Akureyri, sem unnin var fyrir sameiningarnefnd sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar um skólamál, er hagkvæmast að leggja Andakílsskóla niður. Nemendum af svæðinu verði þess í stað ekið í skóla í Borgarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Styrkja íslenskukennslu erlendis

Nú styrkja íslensk stjórnvöld kennslu í íslensku við 17 erlenda háskóla, að því er fram kemur í Stiklum, vefriti um menningar- og landkynningarmál.

Innlent
Fréttamynd

Breytt dagsetning samræmdra prófa

Dagsetningum samræmdra lokaprófa í 10. bekk næstkomandi vor hefur verið breytt vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á skólahaldi í grunnskólum í haust. Röð prófanna hefur einnig að nokkru leyti verið breytt frá því sem áður var tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Sitja ekki við sama borð?

Um 200 nemendur, nýútskrifaðir úr grunnskóla, höfðu samband við menntamálaráðuneytið í haust vegna þess að þeir fengu ekki inngöngu í framhaldsskóla. Aðstoðaði ráðuneytið þá við að fá inngöngu í skóla og fengu þeir allir inni. Það sama gildir ekki um þá sem voru aftur að hefja framhaldsskólanám eftir hlé.

Innlent
Fréttamynd

HÍ tekur við nýnemum

Háskóli Íslands hefur ákveðið að taka við umsóknum um skólavist á vormisseri 2005. Síðastliðið vor var gripið til sparnaðaraðgerða og meðal þeirra var að taka ekki nýja nemendur inn í skólann á miðju háskólaári, þ.e. um áramót.

Innlent
Fréttamynd

Formaður SHÍ fagnar lækkuninni

Formaður Stúdentaráðs fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka endurgreiðslubyrði námslána um eitt prósentustig. Fyrir nýútskrifaðan háskólastúdent með 250 þúsund krónur á mánuði samsvarar þetta þrjátíu þúsund krónum á ári. 

Innlent
Fréttamynd

Endurgreiðslubyrði námslána lækkuð

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá því í ávarpi sínu til kjördæmisþings Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi að sátt hefði náðst milli stjórnarflokkanna um að lækka endurgreiðsluhlutfall námslána úr 4,75 prósentum af tekjum í 3,75 prósent. Þetta á við um ný lán og greiðslur af gömlum lánum eftir að frumvarp þessa efnis tekur gildi.

Innlent
Fréttamynd

BHM gagnrýnir upptöku skólagjalda

Bandalag háskólamanna, BHM, telur að skólagjöld í ríkisreknum háskólum gangi þvert gegn þeirri stefnu að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag. Bandalagið telur einu lausnina á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna þá að stórauka framlög til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BHM sendi frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Brautskráning 119 kandídata

Alls 119 kandídatar voru brautskráðir frá Kennaraháskóla Íslands um helgina. Úr grunndeild brautskráðust 32 en úr framhaldsdeild 87, þar af átta með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði.

Innlent
Fréttamynd

Undirskriftir vegna Þjóðarbókhlöðu

Á þriðja þúsund manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun stúdentaráðs þar sem háskólaráð er hvatt til að samþykkja tillögu stúdenta um að veita 8 milljónir til kvöldopnunar Þjóðarbókhlöðunnar, að því er segir í frétt frá stúdentaráði.

Innlent
Fréttamynd

Tímasetning samræmdra prófa

Samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla verða haldin fimmtudaginn 25. nóvember og föstudaginn 26. nóvember samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Um 350 börn án kennslu

Um 350 börn í Ingunnarskóla í Grafarholti eru án kennslu og verða það alla vikuna.  Ástæðan er sú að skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, kennari og starfsmenn eru í kynnisferð í Minneapolis.

Innlent
Fréttamynd

Rétt að innheimta skólagjöld

Ungir Sjálfstæðismenn segja rétt að veita ríkisháskólum rétt til innheimtu skólagjalda, enda verði þau lánshæf. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti heiðursdoktorinn

Brautskráningar verða bæði hjá Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands í dag. Meðal annars útskrifast fyrsti meistaraneminn úr heilsuhagfræði og tilkynnt verður um kjör fyrsta heiðusdoktorsins í viðskipta- og hagfræðideild, sem og kjöri heiðursdoktors í heimspekideild.

Innlent
Fréttamynd

Skólagjöld leyfð í ríkisháskólum?

Ríkisstjórnin skoðar að leggja fram frumvarp sem heimilar skólagjöld í framhaldsnámi í íslenskum ríkisháskólum. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld haldi innreið sína í ríkisháskólana. Þeir geti ekki keppt við einkaskóla að óbreyttu. 

Innlent
Fréttamynd

HR og THÍ sameinaðir

Samþykkt hefur verið að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands með stofnun einkahlutafélags sem taka mun yfir starfsemi beggja skólanna. Við sameininguna verður til næststærsti háskóli landsins.

Innlent
Fréttamynd

Slæmt upplýsingastreymi hjá FB

Þess sjást engin merki, hvorki í námsvísi né á heimasíðu Fjölbrautaskólans í Breiðholti, að skólinn veki athygli nemenda á því að sum stúdentspróf skólans veita ekki aðgang að Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Nóbelsverðlaunahafi til Akureyrar

Íranski mannréttindafrömuðurinn Shirin Ebadi, núverandi handhafi friðarverðlauna Nóbels, verður í næsta mánuði sæmd heiðursdoktorsnafnbót við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Nóbelsverðlaunahafi til Akureyrar

Íranski mannréttindafrömuðurinn Shirin Ebadi, núverandi handhafi friðarverðlauna Nóbels, verður í næsta mánuði sæmd heiðursdoktorsnafnbót við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Kærkomin búbót fyrir Háskólann

Fyrirtæki og stofnanir styrkja starfsemi Háskóla Íslands í æ ríkari mæli, bæði með launagreiðslum kennara og beinum fjárframlögum til deilda. Ljóst er að um talsverða fjármuni er að ræða þótt heildarupphæðin sé ekki ljós.

Innlent
Fréttamynd

Réttindakennurum fjölgar

Alls hafa 408 menntaðir grunnskólakennarar sótt um leyfisbréf til menntamálaráðuneytisins til kennslu það sem af er árinu. Það er þegar 60 leyfum meira en allt árið í fyrra. Frá árinu 2000 hefur aukningin numið 158 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið leysi kennaradeilu

Stjórnarandstæðingar hvöttu til þess að ríkið greiddi fyrir lausn kennaradeilunnar í umræðum um stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Kennurum fjölgar um tæp 30 prósent

Frá árinu 1998 hefur stöðugildum grunnskólakennara fjölgað um tæplega þrjátíu prósent á sama tíma og nemendum fjölgaði einungis um 5,6 prósent, að því er fram kemur í frétt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Innlent