Kjaramál

Fréttamynd

Nýr kjarasamningur samþykktur

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og launanefnd sveitarfélaga náðu samkomulagi um nýjan kjarasamning í dag. Samningurinn og bókanir eru á sömu nótum og samningur sem gerður var við Samflot bæjarstarfsmanna í lok maí.

Innlent
Fréttamynd

69% samþykktu kjarasamninginn

Starfsmenn sveitarfélaga í Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, samþykktu kjarasamning við launanefnd sveitarfélaganna með miklum meirihluta. 69 prósent þeirra samþykktu samninginn en 23 prósent vildu fella hann. Auðir og ógildir seðlar voru átta prósent.

Innlent
Fréttamynd

Samningaviðræðum slitið

Starfsmannafélög Hafnarfjarðar, Kópavogs og Akraness hafa slitið samningaviðræðum við launanefnd sveitarfélaganna. Launanefndin hafði gert félögunum tilboð sem félögin töldu of lágt og í engu samræmi við hækkanir sem aðrar stéttir hafa fengið, eins og kennarar. Næstu skref í kjaradeilunni verða ákveðin á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki launaskrið

Ekki er um launaskrið að ræða, þótt laun hafi hækkað um 6,7 prósent síðastliðna tólf mánuði og kaupmáttur vaxið um 2,3 prósent, segir Alþýðusamband Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Nefnd um framkvæmd kjarasamninga

Impregilo og fulltrúar verkalýðsfélaga, sem aðild eiga að svo kölluðum virkjunarsamningi, hafa komið á fót nefnd með þátttöku fulltrúa ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Er nefndinni ætlað að verða vettvangur til ákvarðana um framkvæmd kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Ekki má halla á einstaka hópa

Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir að kostnaður ríkisins vegna samninga Bandalags háskólamanna sé töluvert meiri en samið hafi verið um á almennum vinnumarkaði. Hann segir að tryggja verði að ekki halli á einstaka hópa. 

Innlent
Fréttamynd

Rafiðnaðarmenn skrifuðu undir

Rafiðnaðarmenn skrifuðu í gærkvöldi undir viðauka við kjarasamning við álver Alcan í Straumsvík sem felldur var í atkvæðagreiðslu fyrir nokkru. Í viðaukanum er komið til móts við þau atriði sem starfsmenn gagnrýndu í nýjum kjarasamningi. Samningurinn gildir til 30 nóvember 2008.

Innlent
Fréttamynd

Enginn kennari sagði upp störfum

Allir grunnskólakennarar utan tveggja þeirra sem sögðu upp í hópum í Mosfellsbæ, Fáskrúðsfirði og Hólmavík í verkfallinu drógu uppsagnir sínar til baka að því loknu.

Innlent
Fréttamynd

Allir yfir 200 þúsund krónur

Laun hjúkrunarfræðinga hækka að minnsta kosti um sautján prósent á einu ári með nýjum kjarasamningi Bandalags háskólamanna.

Innlent
Fréttamynd

Samningstilboðið skref aftur á bak

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar telja að tilboð samninganefndar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis feli í sér stórt skref aftur á bak fyrir stéttina og skjólstæðinga þeirra. Þeir telja að í tilboðinu felist ávísun á þá löngu biðlista og skertu þjónustu sem þegar einkenni heilbrigðiskerfið.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn Járnblendisins semja

Samninganefndir starfsmanna og eigenda Íslenska járnblendifélagins á Grundartanga undirrituðu kjarasamning í húsi ríkissáttasemjara í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ótímabært að meta sérsamninginn

Algerlega ótímabært er fyrir samninganefndir kennara og sveitarfélaga að tjá sig um hvernig þeim lítist á sérkjarasamning í Sjálandsskóla fyrr en þeir hafi hann í höndunum, segir Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Garðabær getur ekki ákveðið launin

Sérsamningur við kennara í Sjálandsskóla, nýjum grunnskóla Garðabæjar, getur ekki orðið að veruleika nema launanefnd sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands samþykki hann.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólakennarar samþykktu

Nýr kjarasamningur Félags leikskólakennara var samþykktur með allsherjaratkvæðagreiðslu í dag. Atkvæði greiddu 1.365; 880 sögðu „já“, eða 64,5%, en 443 sögðu „nei“, eða 32,5%. Auðir seðlar og ógildir voru 42, eða 3,0%. 1.491 var á kjörskrá og þátttaka því 91,5%.

Innlent
Fréttamynd

Úrslitin kunn á morgun

Úrslit í atkvæðagreiðslu um kjarasamning leikskólakennara verða kunn á morgun. Launanefnd sveitarfélaga samþykkti samninginn, sem var undirritaður tveimur dögum fyrir jól, í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Tímamótajafnréttisdómur

Nýjasti dómur Hæstaréttar í máli gegn Akureyrarbæ er varðar mismunun vegna kynbundins launamunar markar tímamót. Þetta segir Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður.

Innlent
Fréttamynd

Impregilo vildi ekki funda með ASÍ

Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Alþingis í morgun til þess m.a. að fjalla um ágreining ASÍ og Impregilo. Gert var ráð fyrir að fulltrúar ASÍ og Impregilo yrðu samtímis á fundinum en þegar til kastanna kom neituðu fulltrúar Impregilo með öllu að sá háttur yrði hafður á og fengu það í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Impregilo skuldar hundruð milljóna

Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ krefjist endurskoðunar

Margt bendir nú til þess að Alþýðusamband Íslands muni í haust krefjast endurskoðunar á kjarasamningnum sem sambandið gerði við Samtök atvinnulífsins í fyrra þar sem forsendur hans viðrast brostnar.

Innlent
Fréttamynd

Eins og vænn starfslokasamningur

Umfram lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna á launafólk á almennum markaði jafnast á við tíu milljóna króna starfslokasamning, miðað við ákveðnar forsendur. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að jafna þurfi kjörin en það verði að gerast með því að draga úr réttindum opinberra starfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að kæra Impregilo

Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningur við LÍÚ samþykktur

Félagsmenn í Sjómannasambandi Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandinu samþykktu kjarasamning við Landssamband Útvegsmanna með tæplega 58% greiddra atkvæða. Lítil þátttaka var í atkvæðagreiðslunni því einungis 43% félagsmanna tóku þátt.

Innlent
Fréttamynd

Samningum við SA sagt upp?

Alþýðusambandið telur sig hafa forsendur fyrir því að segja upp samningum við Samtök atvinnulífsins í haust, ef verðbólga lækkar ekki frá því sem nú er. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Umdeildur samningur samþykktur

Sjómenn hafa samþykkt kjarasamning við Landssamband Íslenskra útvegsmanna. Alls 57,6 prósent sjómanna samþykktu samninginn en 42,4 prósent þeirra höfnuðu honum. "Það fer ekkert milli mála að þessi samningur er umdeildur," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

Impregilo neitar öllum ásökunum

Ásakanir Alþýðusambands Íslands um að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo greiði erlendum verkamönnum ekki laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, segir í yfirlýsingu frá Impregilo.

Innlent
Fréttamynd

Talningu sjómanna frestað

Ekki tókst að telja atkvæði sjómanna um kjarasamning þeirra við útgerðarmenn, sem undirritaður var 30. október, í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Nýr kjarasamningur undirritaður

Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna og Launanefnd sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan ellefu í gærkvöldi. Kjarasamningurinn hefur gildistíma til 30. september 2006.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólakennarar skrifuðu undir

Samningamenn leikskólakennara og sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi hjá Ríkissáttasemjara en leikskólakennarar voru búnir að vera með lausa samninga síðan í sumar. Samningurinn gildir til 30. september árið 2006 eða nokkuð skemur en samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Ánægð með kjarasamningi leikskóla

Enn vantar upp á að jafna laun leikskólakennara að kjörum grunnskólakennara, segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. Á það verði stefnt með næstu samningum árið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag ekki í augnsýn

Samninganefndir leikskólakennara og sveitarfélaga áttu klukkustundarlangan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun og hefur annar fundur verið boðaður klukkan tvö. Lítið þokaðist í samkomulagsátt í morgun. Engar tillögur til lausnar kjaradeilu leikskólakennara hafa enn verið kynntar en deilendur hafa rætt saman um ýmis atriði sem snerta helstu kröfur.

Innlent