Kjaramál

Fréttamynd

Sjö deilumál hjá sáttasemjara

Búist er við því að um 80 kjarasamningar verði lausir í desember. Í upphafi árs eru sjö mál hjá sáttasemjara en enn fleiri gætu verið á leiðinni. Náttúrufræðingar krefjast 400 þúsund króna í lágmarkslaun.

Innlent
Fréttamynd

Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu

Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Fá kynningu á samningi

Samningurinn verður kynntur á félagsfundi þar sem jafnframt verður útskýrt hvernig staðið verður að atkvæðagreiðslu um samninginn.

Innlent
Fréttamynd

Flugvirkjar óttast lagasetningu

Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið.

Innlent
Fréttamynd

Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst

Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.

Innlent