Rússland

Fréttamynd

Rann­saka af­töku á minnst sjö stríðs­föngum

Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka

Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs.

Erlent
Fréttamynd

Lík Navalní af­hent móður hans

Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Vaknaðu núna

Svokallaðir sérfræðingar í varnarmálum flykkjast nú hver af öðrum í fjölmiðla með áróður hergagnaiðnaðirns að þjóðir Evrópu verði að setja stóraukin fjáraustur í hermangið.

Skoðun
Fréttamynd

Hótuðu að van­helga lík Navalní

Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr.

Erlent
Fréttamynd

Bjarni lét full­trúa Rússa heyra það vegna Navalnís

Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Felldu tugi her­manna með HIMARS

Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif.

Erlent
Fréttamynd

Saka Rússa um að myrða særða stríðs­fanga í Avdívka

Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að taka særða úkraínska hermenn af lífi í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Mennirnir voru skildir eftir þegar úkraínski herinn yfirgaf borgina en forsvarsmenn hersins segja að samið hafi verið við Rússa um að hlúa að mönnunum, þar sem ekki var hægt að flytja þá á brott vegna meiðsla þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Heiðraði fangelsismálastjóra Rúss­lands

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heiðraði í gær Valerí Bojarínev, fangelsismálastjóra Rússlands, með því að hækka hann í tign. Bojarínev er nú undirherforingi en Pútín skrifaði undir stöðuhækkunina þann 19. febrúar, þremur dögum eftir að Alexei Navalní dó í fanganýlendu í Síberíu.

Erlent
Fréttamynd

Rúss­neskur „svikari“ myrtur á Spáni

Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann.

Erlent
Fréttamynd

Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 

Erlent
Fréttamynd

Rússar náðu yfir­ráðum í lofti yfir Avdívka

Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022.

Erlent
Fréttamynd

Avdívka al­farið í höndum Rússa

Oleksandr Sirskí, nýr yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði skipað úkraínskum hermönnum að hörfa alfarið frá borginni Avdívka og koma ætti upp nýjum og betri varnarlínum vestur af borginni.

Erlent
Fréttamynd

Minnis­varðar um Navalní fjar­lægðir og hundrað hand­teknir

Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínu­menn að hörfa frá Avdívka

Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá borginni Avdívka eða hluta hennar, í austurhluta Úkraínu, eftir umfangsmiklar árásir Rússa á borgina frá því í október. Skotfæraleysi hefur leikið úkraínska hermenn grátt á undanförnum vikum en Úkraínumenn eru sömuleiðis sagðir glíma við skort á hermönnum.

Erlent
Fréttamynd

Navalní sagður hafa dáið í fangelsi

Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda.

Erlent
Fréttamynd

Yfir­maður Svartahafsflotans rekinn

Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr embætti. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga.

Erlent