Ofbeldi gegn börnum „Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“ Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði. Innlent 14.8.2023 19:00 Upprættu „tæknilega fágaðan“ barnaníðshring eftir morð á fulltrúum FBI Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu handtóku 98 einstaklinga og 45 hafa þegar verið dæmdir í tengslum við umfangsmikinn barnaníðshring. Einstaklingarnir notuðu djúpvefinn til að skiptast á efni en meðal þeirra voru þó nokkrir sérfræðingar í forritun og upplýsingatækni. Erlent 10.8.2023 08:43 Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 6.8.2023 09:27 Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil. Innlent 4.8.2023 14:26 Grunaður um barnaníð á Íslandi og mörgum öðrum löndum Hjúkrunarfræðingurinn og presturinn Bradley Earl Reger hefur verið handtekinn í Kaliforníu og er grunaður um áratugalanga misnotkun á drengjum. Hann er grunaður um að hafa flutt drengi úr landi og misnotað þá þar, meðal annars á Íslandi. Innlent 19.7.2023 19:18 Mikilvægt að færa fókus á gerendur ofbeldis Stöðug ásókn er í þjónustu Stígamóta. Talskona segir áríðandi að ná sem fyrst til bæði þolenda og gerenda. Samtökin skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Innlent 12.7.2023 13:01 Tugir leitað sér aðstoðar vegna kynferðislegra hugsana eða hegðunar gagnvart börnum Fjörtíu og einn einstaklingur, þar af ein kona, sóttu meðferð í gegnum úrræðið Taktu skrefið árið 2022. Um er að ræða úrræði fyrir þá sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum sínum eða hegðun, eða hafa þegar beitt kynferðisofbeldi. Innlent 11.7.2023 06:29 Þrjú börn meðal látinna eftir árás á leikskóla í Kína Sex eru látnir eftir árás á leikskóla í borginni Lianjiang í Guangdong-héraði í Kína. Meðal látnu eru þrjú börn, tveir foreldrar og einn kennari. Erlent 10.7.2023 08:34 Maðurinn muni ekki koma nálægt reiðskólanum framar Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, mun ekki koma nálægt starfsemi Reiðskóla Reykjavíkur lengur. Hann var aldrei starfsmaður skólans en aðstoðaði við umhirðu hrossa eftir hádegi og segir skólinn hann aldrei hafa verið einan með nemendum. Innlent 29.6.2023 13:01 Maður sem er sagður hafa brotið á stúlku vinnur enn í kringum börn Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, vinnur í dag í reiðskóla þar sem börn sækja námskeið. Innlent 28.6.2023 23:28 Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. Áskorun 25.6.2023 09:06 Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti. Innlent 19.6.2023 15:24 Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? Áskorun 18.6.2023 08:01 Kynferðislegur lágmarksaldur færður úr 13 árum í 16 Stjórnvöld í Japan hafa gert breytingar á lögum er varða kynferðisbrot, sem fela meðal annars í sér að kynferðislegur lágmarksaldur hefur nú verið færður úr 13 árum í 16 ár. Þá hafa skilyrði „nauðgunar“ verið skýrð og gægjuhneigð gerð refsiverð. Erlent 16.6.2023 08:17 Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. Erlent 16.6.2023 07:02 Koma börnum í erfiðri stöðu til aðstoðar Starfsmaður félagsmiðstöðvar einu færanlegu félagsmiðstöðvar landsins segir að hægt sé að taka á ofbeldi meðal barna með því að vera þeim innan handar þegar bjátar á. Félagsmiðstöðin sé öryggisnet fyrir þá sem eru á leið af réttri braut. Innlent 13.6.2023 20:31 Ungmenni viti oft ekki hvað megi ekki segja Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk. Innlent 13.6.2023 11:47 Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi. Innlent 10.6.2023 16:40 Dómur yfir Snapchat-perranum staðfestur Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisvist yfir Herði Sigurjónssyni fyrir kynferðisbrot gegn sextán ólögráða stúlkum. Í ágúst 2022 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Hörð í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn en sá ákærði áfrýjaði málinu. Innlent 8.6.2023 16:32 Manni og barni haldið í Leifsstöð í þrjátíu tíma Albanskur maður og ólögráða frænka hans hafa þurft að hírast í Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma. Lögreglan hótar að vísa honum úr landi en lögmaður mannsins segir hana ekki hafa heimild til þess. Dvalarleyfisumsókn sé enn þá í vinnslu. Innlent 7.6.2023 19:58 Mátti ekki þyngja dóm föður sem káfaði á dóttur sinni Hæstiréttur hefur mildað dóm Landsréttar yfir manni sem sakfelldur var fyrir að káfa á dóttur sinni í tvö skipti. Málið er eitt þeirra sem fór fyrir Endurupptökudóm í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. Innlent 7.6.2023 17:14 „Drengir eru þögull hópur þolenda“ Forsvarsmaður ráðstefnu sem fjallaði um kynferðisofbeldi gegn drengjum segir drengi ólíklegri til að stíga fram og segja frá en stúlkur. Afbrotafræðingur segir að til séu úrræði til að koma í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér, og að þeim verði að beita. Innlent 1.6.2023 20:30 Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. Innlent 1.6.2023 14:33 Fagna réttlæti fyrir dóttur sem kennari sló Magnea Rún Magnúsdóttir, móðir unglingsstúlku sem var löðrunguð af kennara í Dalvíkurskóla árið 2021, segir viðsnúning Landsréttar í máli kennarans létti. Málið sé búið að liggja eins og mara á fjölskyldunni í langan tíma. Innlent 27.5.2023 12:14 Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. Innlent 26.5.2023 17:54 Sterabolti breytti lífi sambýliskonunnar í algjöra martröð Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa með áralöngu ofbeldi og hótunum breytt lífi sambýliskonu sinnar í algjöra martröð. Hann fylgdist með ferðum hennar í gegnum síma, talaði um hana sem hóru og hótaði að hringja inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvelli mætti hún til vinnu. Var hann einnig dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum og líkamsárás á frænda konunnar. Karlmaðurinn var gripinn með nokkuð magn stera á sér við heimsókn lögreglu. Innlent 25.5.2023 10:42 Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. Erlent 24.5.2023 10:14 Sífellt hrædd og grátandi en tóku gleði sína á ný þegar starfsmaðurinn hætti Búið var að grípa til ráðstafana til að tryggja að leikskólastarfsmaður væri ekki einn með börnum á leikskólanum áður en hann var staðinn að því að taka um háls á einu barnanna og klóra annað. Innlent 12.5.2023 08:54 Leikskólastarfsmaður dæmdur fyrir að taka börn hálstaki og klóra Kona sem starfaði á Sólborg, leikskóla Hjallastefnunnar í Sandgerði, hefur verið dæmd fyrir að hafa beitt börn á aldrinum átján mánaða til þriggja ára ofbeldi. Var hún meðal annars ákærð fyrir að beita börn andlegum og líkamlegum refsingum. Innlent 6.5.2023 21:12 Ákærður fyrir að beita stúlku kynferðisofbeldi í tólf ár Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn áfengislögum gegn stúlku yfir tólf ára tímabil. Stúlkan hefur farið fram á að maðurinn greiði sér sjö milljónir króna í miskabætur. Innlent 3.5.2023 14:26 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 27 ›
„Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“ Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði. Innlent 14.8.2023 19:00
Upprættu „tæknilega fágaðan“ barnaníðshring eftir morð á fulltrúum FBI Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu handtóku 98 einstaklinga og 45 hafa þegar verið dæmdir í tengslum við umfangsmikinn barnaníðshring. Einstaklingarnir notuðu djúpvefinn til að skiptast á efni en meðal þeirra voru þó nokkrir sérfræðingar í forritun og upplýsingatækni. Erlent 10.8.2023 08:43
Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 6.8.2023 09:27
Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil. Innlent 4.8.2023 14:26
Grunaður um barnaníð á Íslandi og mörgum öðrum löndum Hjúkrunarfræðingurinn og presturinn Bradley Earl Reger hefur verið handtekinn í Kaliforníu og er grunaður um áratugalanga misnotkun á drengjum. Hann er grunaður um að hafa flutt drengi úr landi og misnotað þá þar, meðal annars á Íslandi. Innlent 19.7.2023 19:18
Mikilvægt að færa fókus á gerendur ofbeldis Stöðug ásókn er í þjónustu Stígamóta. Talskona segir áríðandi að ná sem fyrst til bæði þolenda og gerenda. Samtökin skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Innlent 12.7.2023 13:01
Tugir leitað sér aðstoðar vegna kynferðislegra hugsana eða hegðunar gagnvart börnum Fjörtíu og einn einstaklingur, þar af ein kona, sóttu meðferð í gegnum úrræðið Taktu skrefið árið 2022. Um er að ræða úrræði fyrir þá sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum sínum eða hegðun, eða hafa þegar beitt kynferðisofbeldi. Innlent 11.7.2023 06:29
Þrjú börn meðal látinna eftir árás á leikskóla í Kína Sex eru látnir eftir árás á leikskóla í borginni Lianjiang í Guangdong-héraði í Kína. Meðal látnu eru þrjú börn, tveir foreldrar og einn kennari. Erlent 10.7.2023 08:34
Maðurinn muni ekki koma nálægt reiðskólanum framar Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, mun ekki koma nálægt starfsemi Reiðskóla Reykjavíkur lengur. Hann var aldrei starfsmaður skólans en aðstoðaði við umhirðu hrossa eftir hádegi og segir skólinn hann aldrei hafa verið einan með nemendum. Innlent 29.6.2023 13:01
Maður sem er sagður hafa brotið á stúlku vinnur enn í kringum börn Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, vinnur í dag í reiðskóla þar sem börn sækja námskeið. Innlent 28.6.2023 23:28
Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. Áskorun 25.6.2023 09:06
Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti. Innlent 19.6.2023 15:24
Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? Áskorun 18.6.2023 08:01
Kynferðislegur lágmarksaldur færður úr 13 árum í 16 Stjórnvöld í Japan hafa gert breytingar á lögum er varða kynferðisbrot, sem fela meðal annars í sér að kynferðislegur lágmarksaldur hefur nú verið færður úr 13 árum í 16 ár. Þá hafa skilyrði „nauðgunar“ verið skýrð og gægjuhneigð gerð refsiverð. Erlent 16.6.2023 08:17
Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. Erlent 16.6.2023 07:02
Koma börnum í erfiðri stöðu til aðstoðar Starfsmaður félagsmiðstöðvar einu færanlegu félagsmiðstöðvar landsins segir að hægt sé að taka á ofbeldi meðal barna með því að vera þeim innan handar þegar bjátar á. Félagsmiðstöðin sé öryggisnet fyrir þá sem eru á leið af réttri braut. Innlent 13.6.2023 20:31
Ungmenni viti oft ekki hvað megi ekki segja Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk. Innlent 13.6.2023 11:47
Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi. Innlent 10.6.2023 16:40
Dómur yfir Snapchat-perranum staðfestur Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisvist yfir Herði Sigurjónssyni fyrir kynferðisbrot gegn sextán ólögráða stúlkum. Í ágúst 2022 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Hörð í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn en sá ákærði áfrýjaði málinu. Innlent 8.6.2023 16:32
Manni og barni haldið í Leifsstöð í þrjátíu tíma Albanskur maður og ólögráða frænka hans hafa þurft að hírast í Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma. Lögreglan hótar að vísa honum úr landi en lögmaður mannsins segir hana ekki hafa heimild til þess. Dvalarleyfisumsókn sé enn þá í vinnslu. Innlent 7.6.2023 19:58
Mátti ekki þyngja dóm föður sem káfaði á dóttur sinni Hæstiréttur hefur mildað dóm Landsréttar yfir manni sem sakfelldur var fyrir að káfa á dóttur sinni í tvö skipti. Málið er eitt þeirra sem fór fyrir Endurupptökudóm í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. Innlent 7.6.2023 17:14
„Drengir eru þögull hópur þolenda“ Forsvarsmaður ráðstefnu sem fjallaði um kynferðisofbeldi gegn drengjum segir drengi ólíklegri til að stíga fram og segja frá en stúlkur. Afbrotafræðingur segir að til séu úrræði til að koma í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér, og að þeim verði að beita. Innlent 1.6.2023 20:30
Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. Innlent 1.6.2023 14:33
Fagna réttlæti fyrir dóttur sem kennari sló Magnea Rún Magnúsdóttir, móðir unglingsstúlku sem var löðrunguð af kennara í Dalvíkurskóla árið 2021, segir viðsnúning Landsréttar í máli kennarans létti. Málið sé búið að liggja eins og mara á fjölskyldunni í langan tíma. Innlent 27.5.2023 12:14
Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. Innlent 26.5.2023 17:54
Sterabolti breytti lífi sambýliskonunnar í algjöra martröð Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa með áralöngu ofbeldi og hótunum breytt lífi sambýliskonu sinnar í algjöra martröð. Hann fylgdist með ferðum hennar í gegnum síma, talaði um hana sem hóru og hótaði að hringja inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvelli mætti hún til vinnu. Var hann einnig dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum og líkamsárás á frænda konunnar. Karlmaðurinn var gripinn með nokkuð magn stera á sér við heimsókn lögreglu. Innlent 25.5.2023 10:42
Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. Erlent 24.5.2023 10:14
Sífellt hrædd og grátandi en tóku gleði sína á ný þegar starfsmaðurinn hætti Búið var að grípa til ráðstafana til að tryggja að leikskólastarfsmaður væri ekki einn með börnum á leikskólanum áður en hann var staðinn að því að taka um háls á einu barnanna og klóra annað. Innlent 12.5.2023 08:54
Leikskólastarfsmaður dæmdur fyrir að taka börn hálstaki og klóra Kona sem starfaði á Sólborg, leikskóla Hjallastefnunnar í Sandgerði, hefur verið dæmd fyrir að hafa beitt börn á aldrinum átján mánaða til þriggja ára ofbeldi. Var hún meðal annars ákærð fyrir að beita börn andlegum og líkamlegum refsingum. Innlent 6.5.2023 21:12
Ákærður fyrir að beita stúlku kynferðisofbeldi í tólf ár Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn áfengislögum gegn stúlku yfir tólf ára tímabil. Stúlkan hefur farið fram á að maðurinn greiði sér sjö milljónir króna í miskabætur. Innlent 3.5.2023 14:26