Landbúnaður Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. Innlent 11.5.2024 15:33 Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. Erlent 9.5.2024 21:51 Dýrin séu dauð, veik, horuð og í miklum vanhöldum Dýraverndunarsamband Íslands sakar MAST um að tryggja ekki velferð dýra á bæ í Borgarfirði. Forsvarsmenn samtakana segja sauðfé í vanhöldum og nýborin lömb finnist dauð úti á túni. Innlent 9.5.2024 19:46 Stóra Svört bar fimm svörtum lömbum Ærin Stóra Svört á bænum Bjarnanesi í Hornafirði gerði sér lítið fyrir og bar fimm hraustlegum lömbum í gær, sem öll eru svört eins og foreldrar sínir. Ærin er sex vetra en hún var geld þegar hún var gemlingur en hefur fjórum sinnum verið fjórlemd og svo fimmlemd núna. Innlent 9.5.2024 12:01 Ósáttur með tal eftirlitsmannsins í kaupfélaginu en sektin stendur Nautgripabóndi á Vesturlandi þarf að greiða 350 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um útivist nautgripa eftir að matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar. Bóndinn kærði málið til ráðuneytisins þar sem hann setti meðal annars út á eftirlit stofunarinnar og sér í lagi hegðun eftirlitsmanns Matvælastofnunar í Kaupfélagi Borgfirðinga. Innlent 6.5.2024 14:54 Áslaug Arna mjólkar vel í fjósinu á Hvanneyri Kúanöfn í íslenskum fjósum eru fjölbreytt og mörg þeirra mjög skemmtileg. Algeng nöfn eru eins og Skjalda, Branda, Skrauta og Blíða en í fjósinu á Hvanneyri eru ráðherranöfn vinsæl og þar stendur Áslaug Arna sig einstaklega vel í mjöltum. Innlent 5.5.2024 20:07 Guðný og Sigurður Helgi til SI Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson hafa verið ráðin viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Guðný ber ábyrgð á framleiðsluiðnaði og Sigurður Helgi landbúnaði og matvælaiðnaði. Viðskipti innlent 3.5.2024 09:46 Útimarkaðurinn í Mosó hættir Ákveðið hefur verið að útimarkaði Mosskóga í Mosfellsdal, þar sem hægt hefur verið að kaupa varning frá ræktendum og framleiðendum í nágrenninu, verði hætt nú í sumar. Innlent 2.5.2024 14:20 Bóndi hvað! Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þessu orð ,,bóndi“ – sem fólk virðist skilja með mjög mismunandi hætti eftir því við hverja er rætt. Kveikjan var eiginlega sú að ég sá orðið „reiðhjólabændur“ einhversstaðar og fór að hugsa um það hverskonar bændur væri þarna verið að tala um. Skoðun 30.4.2024 09:00 Guðrún á Glitstöðum segir vaðið yfir vilja almennings Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði tók sig til og skrifaði grein þar sem hún furðar sig á stjórnsýslu landsins. Hún fari sínu fram hverju sem tautar og raular. Innlent 29.4.2024 13:13 Kýr ropa á 40 til 60 sekúndna fresti Kýr losa mikið metan en til að vita nákvæmlega hvað það er mikið er tilraun í gangi í fjósinu á Hvanneyri þar sem metanlosun þeirra er mæld í sérstökum bás, á meðan þær éta fóður með sérstöku íblöndunarefni, sem á að minnka metanlosun þeirra. Og það sem meira er, kýr eru ropandi meira og minna allan daginn, eða á 40 til 60 sekúndna fresti. Innlent 20.4.2024 20:05 Fé, fæða og fjármálaáætlun Málefni matvælaráðuneytisins bera oft á góma í samtölum fólks. Það er eðlilegt, á könnu ráðuneytisins eru fjöldi málaflokka sem varða okkar daglega líf, matinn sem við borðum, stórar atvinnugreinar og umhverfið í kringum okkur. Skoðun 20.4.2024 08:00 Kæra bónda eftir að 29 naut fundust dauð Matvælastofnun hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á nautgripum á lögbýli á Norðurlandi vestra eftir að 29 dauðir nautgripir fundust í gripahúsi við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu. Innlent 19.4.2024 08:57 Farsæl hagræðing í kjötiðnaði innan ramma samkeppnislaga Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Skoðun 18.4.2024 11:00 Bændur eru líka neytendur Allnokkur stormur hefur verið í fjölmiðlum um þessa lagasetningu og margir sjálfskipaðir sérfræðingar um málefni landbúnaðar tjáð sig um málið. Í umræðum um málið á Alþingi er athyglisvert að sjá afstöðumun einstakra þingmanna til málsins milli annarra og þriðju umræðu. Skoðun 17.4.2024 13:01 Sauðburður hafinn á Stokkseyri Eitt og eitt lamb er farið að koma í heiminn hjá sauðfjárbændum þó sauðburður hefjist ekki á fullum krafti fyrir en í maí hjá flestum. Á sauðfjárbúi við Stokkseyri eru nokkur nýfædd lömb. Innlent 15.4.2024 20:16 Mikill kálfadauði veldur kúabændum áhyggjum Ráðunautar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafa síðustu mánuði unnið að innleiðingu nýs kynbótamats sem vonir standa til að muni hjálpa íslenskum bændum í baráttunni við of mikinn kálfadauða, en um 17% af þeim 26 til 27 þúsund kálfum, sem fæðast árlega koma dauðir í heiminn, sem þýðir 4.500 til 4.600 kálfar á ári. Innlent 15.4.2024 16:05 Að óbreyttu endi málið með lögsóknum Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin. Innlent 12.4.2024 19:57 Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. Innlent 12.4.2024 11:54 Ríkisstjórnin leyfir verðsamráð í Öskjuhlíð Er frelsi og heilbrigð samkeppni bara eitthvað skraut hjá Sjálfstæðisflokknum en ekki raunveruleg stefna? Er það orðið að sjálfstæðu markmiði hans að stuðla að hærra matarverði og þar með hærri verðbólgu og vöxtum? Skoðun 12.4.2024 08:30 Til hamingju, verðsamráð er núna löglegt Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Skoðun 12.4.2024 08:01 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. Innlent 11.4.2024 19:10 Heitt hagkerfi heldur innlendu matvælaverði upp en það lækkar erlendis Verðbólga alþjóðlega í matvælum hefur farið lækkandi og er á svipuðum slóðum og áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Minni verðhækkanir á matvælum í Evrópu hefur verið fleytt áfram til íslenskra neytenda en innlend matvæli hafa hækkað umtalsvert. Hérlendis er nefnilega enn eftirspurnarþrýstingur, segja hagfræðingar. Innherji 11.4.2024 14:32 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. Innlent 11.4.2024 12:11 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. Innlent 10.4.2024 16:44 Lítið opið „bónbréf“ til forseta Alþingis Kæri Birgir. Það er ekki einfalt að halda uppi skipulagi í mannlegu samfélagi, enda flóran fjölbreytt. Meðan sumir eru eigingjarnir hugsa aðrir um almannahag; meðan sumir eru góðviljaðir ræður hatur för hjá öðrum. Skoðun 10.4.2024 14:31 Samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar bætt Á undanförnum vikum hefur margt verið sagt og ritað um nýlega breytingu á búvörulögum þar sem íslenskar kjötafurðastöðvar fengu loks undanþágu frá samkeppnislögum, líkt og hefur þekkst í nágrannalöndum okkar í áratugi. Skoðun 9.4.2024 14:31 Vigdís Häsler hætt hjá Bændasamtökunum Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Vigdís hefur sinnt starfinu síðastliðin þrjú ár en hún segist skilja stolt við starfið. Innlent 8.4.2024 10:28 Athafnaleysi Katrínar geti skaðað hagsmuni landsmanna VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi. Neytendur 2.4.2024 14:33 Ófært víða um land: Bændur að „drukkna í mjólk“ sem hefur ekki verið sótt síðan fyrir helgi Mjólk hefur ekki verið sótt í Engihlíð í Vopnafirði frá því fyrir helgi vegna ófærðar. Bændurnir hafa boðið fólki að sækja mjólk til að þurfa ekki að hella henni. Verði mjólkin ekki sótt á morgun þarf að hella sex daga birgðum sem yrði mikið tjón. Ófært er víða um Austurland og gular viðvaranir um allt norðanvert landið. Innlent 31.3.2024 18:26 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 42 ›
Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. Innlent 11.5.2024 15:33
Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. Erlent 9.5.2024 21:51
Dýrin séu dauð, veik, horuð og í miklum vanhöldum Dýraverndunarsamband Íslands sakar MAST um að tryggja ekki velferð dýra á bæ í Borgarfirði. Forsvarsmenn samtakana segja sauðfé í vanhöldum og nýborin lömb finnist dauð úti á túni. Innlent 9.5.2024 19:46
Stóra Svört bar fimm svörtum lömbum Ærin Stóra Svört á bænum Bjarnanesi í Hornafirði gerði sér lítið fyrir og bar fimm hraustlegum lömbum í gær, sem öll eru svört eins og foreldrar sínir. Ærin er sex vetra en hún var geld þegar hún var gemlingur en hefur fjórum sinnum verið fjórlemd og svo fimmlemd núna. Innlent 9.5.2024 12:01
Ósáttur með tal eftirlitsmannsins í kaupfélaginu en sektin stendur Nautgripabóndi á Vesturlandi þarf að greiða 350 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um útivist nautgripa eftir að matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar. Bóndinn kærði málið til ráðuneytisins þar sem hann setti meðal annars út á eftirlit stofunarinnar og sér í lagi hegðun eftirlitsmanns Matvælastofnunar í Kaupfélagi Borgfirðinga. Innlent 6.5.2024 14:54
Áslaug Arna mjólkar vel í fjósinu á Hvanneyri Kúanöfn í íslenskum fjósum eru fjölbreytt og mörg þeirra mjög skemmtileg. Algeng nöfn eru eins og Skjalda, Branda, Skrauta og Blíða en í fjósinu á Hvanneyri eru ráðherranöfn vinsæl og þar stendur Áslaug Arna sig einstaklega vel í mjöltum. Innlent 5.5.2024 20:07
Guðný og Sigurður Helgi til SI Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson hafa verið ráðin viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Guðný ber ábyrgð á framleiðsluiðnaði og Sigurður Helgi landbúnaði og matvælaiðnaði. Viðskipti innlent 3.5.2024 09:46
Útimarkaðurinn í Mosó hættir Ákveðið hefur verið að útimarkaði Mosskóga í Mosfellsdal, þar sem hægt hefur verið að kaupa varning frá ræktendum og framleiðendum í nágrenninu, verði hætt nú í sumar. Innlent 2.5.2024 14:20
Bóndi hvað! Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þessu orð ,,bóndi“ – sem fólk virðist skilja með mjög mismunandi hætti eftir því við hverja er rætt. Kveikjan var eiginlega sú að ég sá orðið „reiðhjólabændur“ einhversstaðar og fór að hugsa um það hverskonar bændur væri þarna verið að tala um. Skoðun 30.4.2024 09:00
Guðrún á Glitstöðum segir vaðið yfir vilja almennings Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði tók sig til og skrifaði grein þar sem hún furðar sig á stjórnsýslu landsins. Hún fari sínu fram hverju sem tautar og raular. Innlent 29.4.2024 13:13
Kýr ropa á 40 til 60 sekúndna fresti Kýr losa mikið metan en til að vita nákvæmlega hvað það er mikið er tilraun í gangi í fjósinu á Hvanneyri þar sem metanlosun þeirra er mæld í sérstökum bás, á meðan þær éta fóður með sérstöku íblöndunarefni, sem á að minnka metanlosun þeirra. Og það sem meira er, kýr eru ropandi meira og minna allan daginn, eða á 40 til 60 sekúndna fresti. Innlent 20.4.2024 20:05
Fé, fæða og fjármálaáætlun Málefni matvælaráðuneytisins bera oft á góma í samtölum fólks. Það er eðlilegt, á könnu ráðuneytisins eru fjöldi málaflokka sem varða okkar daglega líf, matinn sem við borðum, stórar atvinnugreinar og umhverfið í kringum okkur. Skoðun 20.4.2024 08:00
Kæra bónda eftir að 29 naut fundust dauð Matvælastofnun hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á nautgripum á lögbýli á Norðurlandi vestra eftir að 29 dauðir nautgripir fundust í gripahúsi við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu. Innlent 19.4.2024 08:57
Farsæl hagræðing í kjötiðnaði innan ramma samkeppnislaga Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Skoðun 18.4.2024 11:00
Bændur eru líka neytendur Allnokkur stormur hefur verið í fjölmiðlum um þessa lagasetningu og margir sjálfskipaðir sérfræðingar um málefni landbúnaðar tjáð sig um málið. Í umræðum um málið á Alþingi er athyglisvert að sjá afstöðumun einstakra þingmanna til málsins milli annarra og þriðju umræðu. Skoðun 17.4.2024 13:01
Sauðburður hafinn á Stokkseyri Eitt og eitt lamb er farið að koma í heiminn hjá sauðfjárbændum þó sauðburður hefjist ekki á fullum krafti fyrir en í maí hjá flestum. Á sauðfjárbúi við Stokkseyri eru nokkur nýfædd lömb. Innlent 15.4.2024 20:16
Mikill kálfadauði veldur kúabændum áhyggjum Ráðunautar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafa síðustu mánuði unnið að innleiðingu nýs kynbótamats sem vonir standa til að muni hjálpa íslenskum bændum í baráttunni við of mikinn kálfadauða, en um 17% af þeim 26 til 27 þúsund kálfum, sem fæðast árlega koma dauðir í heiminn, sem þýðir 4.500 til 4.600 kálfar á ári. Innlent 15.4.2024 16:05
Að óbreyttu endi málið með lögsóknum Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin. Innlent 12.4.2024 19:57
Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. Innlent 12.4.2024 11:54
Ríkisstjórnin leyfir verðsamráð í Öskjuhlíð Er frelsi og heilbrigð samkeppni bara eitthvað skraut hjá Sjálfstæðisflokknum en ekki raunveruleg stefna? Er það orðið að sjálfstæðu markmiði hans að stuðla að hærra matarverði og þar með hærri verðbólgu og vöxtum? Skoðun 12.4.2024 08:30
Til hamingju, verðsamráð er núna löglegt Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Skoðun 12.4.2024 08:01
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. Innlent 11.4.2024 19:10
Heitt hagkerfi heldur innlendu matvælaverði upp en það lækkar erlendis Verðbólga alþjóðlega í matvælum hefur farið lækkandi og er á svipuðum slóðum og áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Minni verðhækkanir á matvælum í Evrópu hefur verið fleytt áfram til íslenskra neytenda en innlend matvæli hafa hækkað umtalsvert. Hérlendis er nefnilega enn eftirspurnarþrýstingur, segja hagfræðingar. Innherji 11.4.2024 14:32
„Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. Innlent 11.4.2024 12:11
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. Innlent 10.4.2024 16:44
Lítið opið „bónbréf“ til forseta Alþingis Kæri Birgir. Það er ekki einfalt að halda uppi skipulagi í mannlegu samfélagi, enda flóran fjölbreytt. Meðan sumir eru eigingjarnir hugsa aðrir um almannahag; meðan sumir eru góðviljaðir ræður hatur för hjá öðrum. Skoðun 10.4.2024 14:31
Samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar bætt Á undanförnum vikum hefur margt verið sagt og ritað um nýlega breytingu á búvörulögum þar sem íslenskar kjötafurðastöðvar fengu loks undanþágu frá samkeppnislögum, líkt og hefur þekkst í nágrannalöndum okkar í áratugi. Skoðun 9.4.2024 14:31
Vigdís Häsler hætt hjá Bændasamtökunum Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Vigdís hefur sinnt starfinu síðastliðin þrjú ár en hún segist skilja stolt við starfið. Innlent 8.4.2024 10:28
Athafnaleysi Katrínar geti skaðað hagsmuni landsmanna VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi. Neytendur 2.4.2024 14:33
Ófært víða um land: Bændur að „drukkna í mjólk“ sem hefur ekki verið sótt síðan fyrir helgi Mjólk hefur ekki verið sótt í Engihlíð í Vopnafirði frá því fyrir helgi vegna ófærðar. Bændurnir hafa boðið fólki að sækja mjólk til að þurfa ekki að hella henni. Verði mjólkin ekki sótt á morgun þarf að hella sex daga birgðum sem yrði mikið tjón. Ófært er víða um Austurland og gular viðvaranir um allt norðanvert landið. Innlent 31.3.2024 18:26