Fréttir

Fréttamynd

Bændum bannað að gera ógerilsneyddan ost

Kúabændur furða sig á nýrri reglugerð sem heimilar ferðalöngum að flytja til landsins takmarkað magn af ógerilsneyddum ostum. Samkvæmt reglugerðum er íslenskum kúabændum óheimilt að framleiða ógerilsneyddar mjólkurvörur.

Innlent
Fréttamynd

Jón Kaldal ritstýrir nýju blaði

"Þetta er verkefni sem ég hef lengi haft á bakvið eyrað og talið þörf á að ýta úr höfn. Heimur, útgefandi Iceland Review, var sammála því svo við ákváðum í sameiningu að slá til,“ segir Jón Kaldal ritstjóri Iceland Review Street edition, nýs blaðs sem kemur út í fyrsta skipti 20.júlí næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Segir ráðningar án auglýsinga grafa undan trausti á ríkinu

Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu.

Innlent
Fréttamynd

Vill dýralögreglu sem sérhæfir sig í eftirliti

„Eftirlit með dýravelferð hér á landi er í mjög lágum gæðaflokki,“ segir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti. „Málarekstur tekur langan tíma, valdhafar beita ekki inngripum og hagsmunatengsl eru mjög rík.“

Innlent
Fréttamynd

Lyfjakostnaður lækkar áfram

Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga, vegna lyfja annarra en sjúkrahúslyfja, lækkaði árið 2011 frá árinu á undan þrátt fyrir að lyfjanotkun hefði aukist. Lækkunin er einkum til komin vegna breytinga stjórnvalda á greiðsluþátttöku í þunglyndis- og flogaveikislyfjum.

Innlent
Fréttamynd

Tryggja farsímasamband um allan heim

Íslenska fyrirtækið On Waves, sem er að stærstum hluta í eigu Símans, tryggir áhöfn og farþegum á hátt í 600 stórskipum um allan heim farsímasamband. Í þeim hópi er fjöldi skemmtiferðaskipa en eitt þeirra, Celebrity Eclipse, lagðist að bryggju í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttir þema ljósmyndakeppni

Íþróttir eru þema annarrar ljósmyndakeppni sem Fréttablaðið stendur fyrir í sumar. Vonast er eftir sem fjölbreytilegustu myndum frá þátttakendum en undir íþróttaþema geta fallið myndir frá íþróttamótum barna og fullorðinna, myndir af brennó, badmintonleik úti í garði eða golfi svo fáein dæmi séu tekin. Skilafrestur fyrir íþróttamyndirnar er 18. júlí en myndir skal senda á netfangið [email protected].

Innlent
Fréttamynd

Segir úrbóta þörf eftir laumufarþegaatvik

Öryggisferlar flugfélaga á Keflavíkurflugvelli eru óbeint tengdir almennu öryggiskerfi á flugvallarsvæðinu. Úrbóta er þó þörf í ljósi atviks um síðustu helgi þegar tveir menn komust inn á öryggissvæði flugvallarins og upp í flugvél Icelandair þar sem þeir fundust. Þetta segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um yfirlýsingu Isavia um að öryggiskerfi á flugvellinum „hafi virkað“ þrátt fyrir uppákomuna.

Innlent
Fréttamynd

Frjókorn fleiri í þurrki og hita

Mikil frjódreifing var í Reykjavík í júní enda mánuðurinn óvenjuþurr. Heildarfjöldi frjókorna í júní reyndist 1.841 frjó á rúmmetra. Aðeins í fyrra mældust þau fleiri.

Innlent
Fréttamynd

Fréttablaðið heldur ótvíræðu forskoti

Fréttablaðið er sem fyrr langmest lesna blað landsins samkvæmt mælingum Capacent. Nýjasta lestrarkönnunin, fyrir annan ársfjórðung 2012, sýnir að 68,6 prósent höfuðborgarbúa á aldrinum 18 til 49 ára lesa blaðið, sem er lækkun úr 69,3 prósentum frá fyrsta ársfjórðungi.

Innlent
Fréttamynd

Koma má með hrátt kjöt ef það er frosið

Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Gefa 100 kíló af erlendri mynt

Forsvarsmenn Strætó afhentu Dóru Elínu Atladóttur, forstöðumanni Vildarbarna Icelandair, yfir hundrað kíló af erlendri mynt nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri geitungar en voru í fyrra

Það sem af er sumri hafa meindýraeyðar Reykjavíkurborgar þurft að eyða mun fleiri geitungabúum en síðastliðin ár. Guðmundur Björnsson, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg, segir þó að nú sé geitungatímabilið rétt að hefjast svo að enn sé of snemmt að bera árin saman. "Þetta er þó vísbending um að þeim gæti verið að fjölga,“ segir hann.

Innlent
Fréttamynd

Engin sameining syðra að sinni

Ekkert verður af viðræðum um sameiningu Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis eftir að Sandgerðingar ákváðu að taka ekki þátt. Bæjaryfirvöld í Garði, sem höfðu áður ákveðið að taka þátt í viðræðunum, sjá ekki grundvöll fyrir að halda áfram viðræðum án Sandgerðinga.

Innlent
Fréttamynd

Skolp rennur úr yfirfalli fyrir regnvatn

Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu.

Innlent
Fréttamynd

18.000 íbúinn fær gjafir

Íbúar á Akureyri urðu 18 þúsund talsins 29. maí, þegar Elísabetu Þórunni Jónsdóttur og Sveini Arnarsyni fæddist sonur. Af því tilefni ætla Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, að afhenda drengnum og foreldrum hans gjafir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair flaug oftast frá Íslandi

Icelandair flaug allra flugfélaga mest frá Íslandi í júní. Flugfélagið stóð fyrir tæpum 70 prósentum allra utanlandsfluga frá landinu, eða tæplega tólf hundruð ferðum. Túristi.is hefur tekið saman upplýsingar um ferðir allra flugfélaga sem héðan flugu í júní.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir íbúa búa við hávaða

Hávaði frá umferð fer yfir viðmiðunarmörk við húsveggi þúsunda íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta áfanga kortlagningar hávaða frá stórum vegum í þéttbýli er lokið.

Innlent
Fréttamynd

Björgólfur Thor fær ekki að breyta húsinu

Húsið við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík hefur nú verið friðað að öllu leyti. Mennta- og menningarmálaráðherra friðaði á mánudag innra byrði hússins að tillögu Húsafriðunarnefndar. Ytra byrðið var friðað 25. apríl 1978.

Innlent
Fréttamynd

Efasemdir um McDonald‘s og Coca-Cola

Jacques Rogge, forseti Alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir í viðtali við Financial Times að nefndin hafi íhugað að hætta við að hafa hamborgararisann McDonald's sem styrktaraðila. Segir hann að gagnrýni samtaka sem berjast fyrir bættri heilsu á tengsl skyndibitakeðja við Ólympíuleikana hafi farið vaxandi.

Erlent
Fréttamynd

30 milljarðar til Spánar í júlílok

Þrjátíu milljörðum evra verður dælt inn í spænska bankakerfið í lok júlímánaðar. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján samþykktu þetta á fundi í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Forseti og þing bjóða herforingjum birginn

Hæstiréttur Egyptalands ógilti í gær tilskipun Mohammeds Morsi, forseta landsins, um að egypska þingið verði kallað saman á ný. Rétturinn, sem úrskurðaði nýlega að þingkosningarnar í vetur hefðu verið ólöglegar, sagði Morsi ekki hafa vald til að kalla þingið saman á ný.

Erlent
Fréttamynd

Þarf að fækka fé ef ekki vöknar í bráð

Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé.

Innlent
Fréttamynd

Norðurlöndin í sérflokki

Norðurlöndin eru í sérflokki í Evrópu hvað varðar útbreiðslu háhraðatenginga. Þetta kemur fram á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Ruslið hleðst upp við Frakkastíg

Það er ófögur sjón sem blasir við vegfarendum sem ganga niður Frakkastíginn neðan við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar er autt svæði sem ber merki mikils hirðuleysis.

Innlent
Fréttamynd

Minna þarf að pissa um nætur

Staðfest er að náttúruvaran SagaPro sem unnin er úr íslenskri ætihvönn virki vel við næturþvaglátum. Klínísk rannsókn sem gerð var á vörunni og birt í virtu læknatímariti sýnir fram á að varan eykur blöðrurýmd og dregur úr tíðni næturþvagláta. SagaMedica framleiðir vöruna.

Innlent
Fréttamynd

Magn frjókorna í lofti birt daglega

Á vef Náttúrufræðistofnunar má nú nálgast upplýsingar um magn frjókorna í lofti á hverjum virkum degi. Birtar eru tölur frá mælingastöð í Urriðaholti í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Í fyrra entust kjötbirgðirnar fram í janúar

Hrafnreyður ehf. hefur uppi áform um að auka enn frekar hrefnuveiðar. Í fyrra voru veiddar um fimmtíu hrefnur en að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar framkvæmdastjóra er stefnt að því að veiða um áttatíu dýr í ár. Markmiðið er að neytendum standi hrefnukjöt til boða allan ársins hring.

Innlent