Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ

Þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru taldir hvað líklegastir til að taka við karlalandsliði Íslands í fótbolta eftir brotthvarf Åge Hareide. Hvorugur hefur heyrt frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór

Fyrrum landsliðsmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að Åge Hareide lyki störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Hann kallar eftir Arnari Gunnlaugssyni sem eftirmanni Hareide.

Kveðst frekar vilja ís­lenskan þjálfara

Þorvaldur Örlygsson kveðst fremur vilja íslenskan landsliðsþjálfara fremur en erlendan sem arftaka Åge Hareide. Fyrst og fremst verði þó valinn besti maðurinn í starfi.

Geir fer aftur í Vestur­bæinn

Geir Þorsteinsson mun taka við starfi hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur um áramótin. Hann er ráðinn af knattspyrnudeild félagsins sem rekstrarstjóri.

Tíma­bært að breyta til

„Þetta var ekkert auðvelt,“ segir Ágúst Jóhannsson sem mun hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta í sumar til að taka við karlaliði félagsins.

Ekki haft tíma til að spá í EM

Rut Arnfjörð Jónsdóttir er á leið á stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn í tólf ár. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur og hún varla haft tíma til að huga að mótinu.

Sjá meira