Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Fjögur ráðin í stjórn­endastöður hjá Ís­lands­banka

Íslandsbanki hefur ráðið í fjórar stöður stjórnenda hjá bankanum. Árdís Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður daglegra bankaviðskipta, Freyr Guðmundsson forstöðumaður stafrænnar þróunar, Guðmundur Böðvar Guðjónsson deildarstjóri vörumerkis og Petra Björk Mogensen forstöðumaður viðskiptaumsjónar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytt skipu­rit og nýir stjórn­endur hjá Sýn

Nýtt skipurit Sýnar tekur við á morgun og taka tveir nýir stjórnendur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Guðmundur H. Björnsson mun leiða nýtt svið upplifunar viðskiptavina og Gunnar Sigurjónsson mun taka við sviði upplýsingatækni af Gunnari Guðjónssyni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðnir for­stöðu­menn hjá OK

Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á svið skýja- og rekstrarþjónustu. Þetta eru þeir Karl Óskar Kristbjarnarson, Kristján Aðalsteinsson og Þorvaldur Finnbogason.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halla sinnir störfum for­manns VR

Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, mun sinna störfum formanns VR, á meðan Ragnar Þór Ingólfsson formaður verður í leyfi frá störfum næstu vikurnar.

Innlent
Fréttamynd

Hákon og Oddur Þorri skipaðir héraðs­dómarar

Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða.

Innlent
Fréttamynd

Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við

Trausti Árnason tekur um mánaðamótin við starfi framkvæmdastjóra hjá Vélfagi ehf. Trausti lætur af störfum hjá Controlant sem forstöðumaður vörusviðs. Bjarmi Sigurgarðarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og tekur sæti í stjórn Vélfags.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólöf til liðs við At­hygli

Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og síðar samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli. Þar mun hún sinna eigin ráðgjöf og verkefnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Helgi hættur á Heimildinni

Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs.

Innlent
Fréttamynd

Nýr að­stoðar­maður rétt fyrir ríkisstjórnarslit

Lilja Hrund Lúðvíksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún hóf störf í síðustu viku einungis nokkrum dögum áður en ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar baðst lausnar.

Innlent
Fréttamynd

Rúnar ráðinn að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri

Ræstingafyrirtækið Hreint hefur ráðið Rúnar Ágúst Svavarsson sem aðstoðarframkvæmdastjóra. Um er að ræða nýja stöðu innan félagsins, en Rúnar hefur verið lykilmaður í rekstri Hreint undanfarin tólf ár og stýrt fjölmörgum mikilvægum verkefnum innanhúss, ásamt því að hafa starfað þvert á svið hjá Hreint, síðast sem sviðsstjóri þróunar- og markaðssviðs.

Viðskipti
Fréttamynd

Þórarinn víkur sem for­maður Sameykis

Þórarinn Eyfjörð hefur vikið sem formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu frá og með deginum í dag. Mikið hefur gustað um Þórarin undanfarna mánuði og hann hefur verið sakaður um hafa gengið of hart fram gagnvart starfsfólki félagsins. Þá var hann felldur í kjöri um varaformann BSRB á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi frétta­stjóri og fleiri til Betri sam­gangna

Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast.

Viðskipti innlent