Veður

Veður


Fréttamynd

Slær sums staðar í storm norð­vestan­til

Veðurstofan spáir hvassri suðvestanátt og að sums staðar slái í storm þar sem hvassast verður á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á norðanvestanverðu og norðanverðu landinu fram á kvöld.

Veður
Fréttamynd

Eitt versta sumar aldarinnar

Sumarið 2024 var óvenju kalt og blautt, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum gefur sumrinu slaka einkunn - það hafi verið með þeim verri á þessari öld. Þá fara fyrstu dagar septembermánaðar ekki heldur mjúkum höndum um íbúa víða á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Svalasta sumarið í þrjá­tíu ár

Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Lægð yfir landinu og gul við­vörun á Breiða­firði

Lægð stödd fyrir vestan okkur og úrkomusvæði frá henni fer yfir landið í dag með sunnan strekkingi. Í hugleiðingum veðurfræðings spáir mjög hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og hefur verið gefin út gul viðvörun vegna þess. Viðvörunin er í gildi frá klukkan átta til 15 í dag. Hiti verður líklega á bilinu 8 til 16 stig og verður hlýjast norðaustantil.

Veður
Fréttamynd

Bjartur dagur sunnan­til og hiti að sex­tán stigum

Útlit er fyrir norðvestanátt á landinu í dag með vindhraða víða á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu. Norðantil má búast við dálítilli vætu fram eftir degi en sunnan Heiða ætti að létta til og því bjartur dagur í vændum á þeim slóðum með allt að sextán stiga hita þegar best lætur syðst á landinu.

Veður
Fréttamynd

Sunnan­átt með rigningu en nokkuð hlýtt

Víðáttumikil lægð á Grænlandshafi beinir hlýju og röku lofti úr suðri til landsins. Í dag verður ákveðin sunnanátt með rigningu en það dregur úr úrkomu með morgninum. 

Veður
Fréttamynd

Veður­stofan varar veg­far­endur við vatnsflaumi

Veðurfræðingur Veðurstofunnar varar við talsverðri eða mikilli rigningu í dag og á morgun um sunnan- og vestanvert landið. Gera megi gera ráð fyrir talsverðum vatnsflaum á köflum, og að vöð á sunnanverðu hálendinu verði torfær.

Veður
Fréttamynd

Marg­földuð á­hrif þegar gasmengun og svif­ryk blandast

Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár skriður féllu á Barða­strönd

Þrjár skriður féllu í hlíð milli bæjanna Miðhlíðar Ytri og Innri-Múla á Barðaströnd í nótt. Skriðusérfræðingur væntir þess að frekari fregnir af skriðuföllum berist þegar líður á morguninn, þegar er orðið almennilega bjart.

Innlent
Fréttamynd

Lægð suð­vestur af landinu og á leið austur

Minniháttar hæðarhryggur er nú yfir landinu og eru því víða hægir vindar og verður bjart með köflum. Suðvestur af landinu er hins vegar dálítil lægð á hreyfingu austur sem mun valda austanstrekkingi og smá rigningu við suðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Óvissustigi af­létt á Trölla­skaga

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna sem sett var á 23. ágúst síðastliðinn vegna mikillar rigningar og skriðuhættu á Tröllaskaga.

Innlent
Fréttamynd

Veður með ró­legasta móti

Hæðarhryggur þokast nú norðaustur yfir landið og er gert ráð fyrir að veður verði með rólegasta móti í dag. Spáð er fremur hægri breytilegri átt og víða þurrt og björtu, en dálítilli vætu norðaustanlands fram undir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Þegar borgar­búar kröfðu veður­fræðinga um betra veður: „Hvað borgar Jöklarannsóknafélagið ykkur?“

Sú gula og hlýja hefur ekki leikið við Reykvíkinga þetta sumarið líkt og oft áður og hafa margir höfuðborgarbúa lagt á flótta suður með höfum til að láta sólina aðeins sleikja sig áður en veturinn kemur í garð. Á degi sem þessum, þegar kaldur norðanvindur næðir borgarbúa um miðjan ágúst og fönn leggst í hlíðar norður á landi, er tilefni til að rifja upp annað kalt og grátt sumar borginni.

Lífið
Fréttamynd

Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum

Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Skriður fallið við báða enda Stráka­ganga

Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga.

Innlent
Fréttamynd

Flæðir inn á hús á Eyrinni í úr­hellis­rigningu

Dæla í fráveitukerfinu á Siglufirði bilaði í nótt. Úrhellisrigning er á svæðinu og gul viðvörun í gildi. Í tilkynningu frá Fjallabyggð kemur fram að unnið sé að viðgerðum á dælunni en vegna mikillar úrkomu hafi flætt inn í nokkur hús á Eyrinni. Í morgun hafði mælst 92 millimetra úrkoma. Eigendur húsa á Eyrinni eru beðnir að huga að kjöllurum í húsum sínum

Innlent