Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Hlutverk hönnunar í grænu byltingunni

Það er sannarlega jákvætt að sjá fjárfesta og fyrirtæki uppgvöta nauðsyn þess að hrinda verði af stað tafarlaust svokallaðri grænni umbyltingu. Nú nýverið spáði Larry Fink, forstjóri BlackRock eignastýringar því að einhyrningar (vaxtarmestu sprotafyrirtækin) næsta áratugar muni vera á sviði tækni í þágu loftslagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Euphoria æði á samfélagsmiðlum

Þættirnir Euphoria hafa vakið mikla athygli frá því að fyrsta serían kom út en eftir að önnur serían kom virðast þættirnir vera að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum. Áhorf þáttanna tvöfaldaðist frá fyrstu til annarrar seríu og förðunin og tískan í þáttunum hefur farið eins og stormsveipur um netheimana.

Lífið
Fréttamynd

Vest gefur heimsfræga hönnun

Hönnunarbúðin Vest fagnar eins árs afmæli nú í janúar en Vest kom inn í flóru hönnunarverslana á Íslandi með hvelli í byrjun árs í fyrra. Rúmgóður sýningarsalur Vest í Ármúla 17 sker sig sannarlega úr og minnir helst á listgallerý þar sem hágæða tímalausa hönnun frá Ítalíu, Noregi og Svíþjóð fær að njóta sín. Andrúmsloftið er rólegt og þægilegt og kaffið frábært.

Samstarf
Fréttamynd

Dásamlegu kósýfötin sem fólk fæst ekki úr

Kósýfötin frá Boody eru dásamlega létt og mjúk, rafmagnast ekki og anda vel. Jónína Birna Björnsdóttir, vörumerkjastjóri hjá OJK-ÍSAM segir Boody línuna hafa slegið í gegn enda enginn venjulegur fatnaður hér á ferð. Boody línan er framleidd úr lífrænum bambus við bestu aðstæður.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kardashian opnar sig um skilnaðinn: „Ég valdi sjálfa mig“

„Ég eyddi svo mörgum árum í það að reyna þóknast öðrum, en fyrir um tveimur árum síðan ákvað ég setja mína eigin hamingju í forgang. Þó svo að sú ákvörðun hafi kallað fram breytingar og orðið valdur að skilnaði, þá er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian í einlægu viðtali við bandaríska tískutímaritið Vogue.

Lífið
Fréttamynd

Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri

Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London.

Innlent
Fréttamynd

Paranafnið „Juliye“ varð fyrir valinu

Ye og Julia Fox mættu á fyrsta rauða dregilinn sinn saman, klædd gallaefni frá toppi til táar í stíl og greindu formlega frá paranfninu Juliye á samfélagsmiðlum. Parið mætti saman á tískusýningu hjá KENZO í París og virtist njóta þess að vera saman. Ye og Julia eru búin að vera að hittast síðan um áramótin og hafa verið dugleg að láta sjá sig á hinum ýmsu stöðum en aldrei á formlegum rauðum dregli áður.

Lífið