Haukastúlkur lögðu ÍBV Haukastúlkur unnu auðveldan sigur á ÍBV í toppbaráttu DHL-deildar kvenna í handbolta í dag, 36-28 en leikið var á Ásvöllum. Ramune Pekarskyté var markahæst Haukastúlkna með 10 mörk. Sport 21. janúar 2006 15:45
Grótta og Valur í undanúrslit Grótta og Valur eru komin í undanúrslit í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta vann nokkuð óvæntan sigur á Stjörnunni 20-19 eftir framlengdan leik, en þessi lið mættust einmitt í úrslitaleik keppninnar í fyrra þar sem Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari. Valsstúlkur lögðu Fram 31-25. Sport 18. janúar 2006 22:17
Valsstúlkur mæta grísku liði Í morgun var dregið í 16-liða úrslitum áskorendakeppni Evrópu í handbolta og þar varð ljóst að Valsstúlkur mæta gríska liðinu Athinaikos frá Aþenu. Fyrri leikurinn fer fram ytra 10. eða 11. febrúar, en sá síðari hér heima viku síðar. Sport 17. janúar 2006 15:29
Nágrannaslagur í Kaplakrika Fimm leikir fara fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og hófst sá fyrsti kl. 14:00 þar sem topplið ÍBV tekur á móti Fram í Eyjum. Kl. 16:15 mætast í nágrannaslag liðin í öðru og þriðja sæti, FH og Haukar. Sport 14. janúar 2006 14:10
Valur lagði Stjörnuna Valur vann Stjörnuna 23-20 í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld, þar sem Valsstúlkur voru yfir lengst af og unnu verðskuldaðan sigur. Berglind Hansdóttir átti stórleik í marki Vals og varði 20 skot, en Alla Gokorian skoraði 9 mörk. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna. Sport 11. janúar 2006 22:13
Aftur stórtap hjá Haukastúlkum Kvennalið Hauka tapaði stórt í annað sinn á tveimur dögum fyrir króatíska liðinu Podravka Vegeta í EHF keppninni í handbolta, lokatölur í dag 39-23 fyrir Podravka. Ragnhildur Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte skoraði fimm mörk. Sport 8. janúar 2006 18:38
Stjarnan lagði Víking Þrír leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta nú síðdegis. Stjarnan sigraði Víking 24-18 á heimavelli sínum í Ásgarði. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk, en Natasha Damiljanovic skoraði 5 fyrir Víking. Sport 7. janúar 2006 18:32
ÍBV lagði Gróttu DHL-deild kvenna hófst aftur í dag eftir langt vetrarfrí. ÍBV sigraði Gróttu í Eyjum 31-25. Ivana Velkjovic skoraði níu mörk fyrir Eyjastúlkur, en Renata Horvath skoraði mest fyrir Gróttu, átta mörk. Sport 7. janúar 2006 16:10
Tveir leikmenn hættir vegna barneigna Heldur hefur fækkað í leikmannahópi kvennaliðs ÍBV í vikunni, þar sem tvær konur í hópnum eru barnshafandi og spila því ekki meira með liðinu í vetur. Þetta eru þær Eva Björk Hlöðversdóttir og Nokolett Varga. Sport 3. janúar 2006 17:00
Hanna Stefánsdóttir skorað mest Haukastúlkan Hanna G. Stefánsdóttir hefur skoraði langflest mörk allra leikmanna fyrir áramótin í DHL-deild kvenna í vetur, eða 65 mörk í 7 leikjum. Það gera 9,3 mörk að meðaltali í leik, sem er frábær árangur. Sport 15. nóvember 2005 19:00
Afturelding sigraði í Eyjum Enn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í dag. Afturelding gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV 27-20 eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson var maður leiksins og varði vel í marki Mosfellinga. Sport 6. nóvember 2005 20:00
Fram lagði Selfoss Nokkrir leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í kvöld. Í kvennaflokki unnu Valsstúlkur sigur á Fram með 30 mörkum gegn 26. Í karlaflokki fóru fram þrír leikir, Þór og FH skyldu jöfn 25-25, HK lagði Víking/Fjölni 32-28 og Fram sigraði Selfoss á útivelli 28-27. Sport 4. nóvember 2005 22:00
Tveir leikir í kvöld Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar. Sport 23. október 2005 22:05