Þriðja umferðin hefst í kvöld Í kvöld hefst þriðja umferð DHL-deildar kvenna í handknattleik með fjórum leikjum. Í Laugardalshöll mætast Valur og Stjarnan klukkan 20 og á sama tíma eigast við Haukar og Fram að Ásvöllum. Klukkan 19 eigast við Akureyri og FH í KA heimilinu fyrir norðan og Grótta mætir ÍBV á Seltjarnarnesi. Handbolti 3. október 2006 14:49
Haukar unnu grannaslaginn Fjórir leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í dag. Haukastúlkur lögðu granna sína í FH nokkuð örugglega í Kaplakrika 29-22, Stjarnan valtaði yfir HK 39-21, Grótta lagði Fram á útivelli 26-23 og loks vann ÍBV góðan sigur á Val í Eyjum 30-26. Handbolti 30. september 2006 20:32
HK lagði ÍBV Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð DHL deildar kvenna í handknattleik í kvöld. HK lagði ÍBV nokkuð óvænt í Digranesi 27-24, Grótta lagði FH 26-20 og þá gerðu Reykjavíkurliðin Valur og fram jafntefli 25-25. Handbolti 26. september 2006 22:24
Handboltinn byrjar í kvöld Íslandsmótið í handbolta DHL - deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan verður Íslandsmeistari samkvæmt spá forráðamanna liðanna sem birt var í gær og Haukar verða í öðru sæti. Valur, sem spáð er þriðja sæti, tekur á móti Fram klukkan átta í Laugardalshöll. ÍBV, sem lendir í fjórða sæti samkvæmt spánni, mætir HK á útivelli og þá mætast Grótta og FH , en þessir leikir hefjast klukkan sjö. Keppni í karlaflokki hefst annað kvöld , en þar er Valsmönnum spáð titlinum. Handbolti 26. september 2006 13:54
Spá þjálfara og forráðamanna Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í DHL-deild karla, samkvæmt spá þjálfara og forráðamanna. Fram er spáð öðru sætinu, síðan koma Haukar, Stjarnan, HK og Akureyri. Fylkismönnum og ÍR-ingum er spáð falli í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Handbolti 25. september 2006 13:50
Haukar lögðu ÍBV Haukastúlkur fögnuðu í kvöld sigri í meistarakeppni HSÍ þegar þær lögðu Eyjastúlkur örugglega í Eyjum 33-24 eftir að hafa verið yfir 14-11 í hálfleik. Þetta var árlegur leikur Íslands- og bikarmeistaranna í kvennaflokki og annað kvöld fer fram meistarakeppnin í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar Fram tekur á móti Stjörnunni í Safamýrinni. Handbolti 19. september 2006 21:42
Handboltavertíðin hefst á morgun Á morgun hefst handboltavertíð vetrarins með formlegum hætti þegar kvennalið ÍBV og Hauka leiða saman hesta sína í Vestmannaeyjum í meistarakeppni HSÍ. Á miðvikudaginn er svo komið að körlunum þar sem Fram og Stjarnan eigast við í Framhúsinu. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19. Handbolti 18. september 2006 19:15
Valsmenn ætla sér stóra hluti Handknattleiksdeild Vals ætlar sér stóra hluti í karla- og kvennaflokki á næstu leiktíð og nú hefur félagið tilkynnt leikmannahópa sína í báðum flokkum fyrir veturinn. Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson hefur sem kunnugt er ákveðið að snúa aftur á Hlíðarenda og þá hefur félagið gert samning við hinn efnilega Ernir Hrafn Arnarson. Handbolti 23. ágúst 2006 14:17
Einar tekur við ÍBV Einar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara ÍBV í DHL-deild kvenna í handknattleik fyrir næstu leiktíð og tekur hann við af Alfreð Finnssyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin tvö ár. Einar kemur úr röðum Fram, þar sem hann hefur starfað sem leikmaður og þjálfari síðustu ár. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV. Sport 10. maí 2006 15:51
Sigur hjá Stjörnunni og Val Fyrri leikirnir í undanúrslitum deildarbikars kvenna fóru fram í kvöld. Stjarnan lagði ÍBV í Eyjum 24-20 og Valsstúlkur lögðu Hauka 23-22 í æsispennandi leik í Laugardalshöllinni. Sport 25. apríl 2006 21:11
Stórskytta til ÍBV? Kvennalið ÍBV í handboltanum hefur átt í viðræðum við rúmensku stórskyttuna Alinu Petrache um að hún gangi til liðs við Eyjaliðið á næstu leíktíð. Petrache þessi leikur með Constanta og fór mikinn í tveimur leikjum liðsins gegn Valsstúlkum í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Sport 25. apríl 2006 14:15
ÍBV í sterkri stöðu Kvennalið ÍBV stendur með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina í DHL-deild kvenna í handknattleik eftir að liðið sigraði Gróttu 28-24 í Vestmannaeyjum í dag. Á sama tíma töpuðu Íslandsmeistarar Haukar fyrir Val 28-25 og því hefur ÍBV eins stigs forskot á Hauka og Val fyrir lokaumferðina. Sport 25. mars 2006 18:18
Haukastúlkur aftur á toppinn Haukar komust aftur á topp DHL-deildar kvenna í handbolta með 8 marka sigri á næst neðsta liði deildarinnar, Víkingi á Ásvöllum í Hafnarfirði, 31-23. Ramune Pekeskyten var markahæst Hauk með 12 mörk en Hekla Daðadóttir var markahæst Víkinga með 7 mörk. Sport 19. mars 2006 20:35
Eyjastúlkur á toppinn ÍBV tyllti sér á topp DHL-deildar kvenna í handbolta síðdegis með því að leggja FH að velli í Eyjum, 29-23. Eyjastúlkur eru með eins stig forystu á Val og Hauka en Hafnarfjarðarliðið getur endurheimt toppsætið um kvöldmatarleytið þegar Haukar mæta næst neðsta liðinu, Víkingi kl. 18. Sport 19. mars 2006 17:32
Valsstúlkur á toppinn Valur komst í dag á topp DHL-deildar kvenna í handbolta með 8 marka sigri á Fram, 21-29 í Framhúsinu. Valsstúlkur eru efstar ásamt Haukum með 26 stig en Haukar eiga leik til góðar gegn Víkingi á morgun. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag. HK lagði KA/Þór, 31-24 og eru enn í 7. sæti með 11 stig. Að lokum vann Stjarnan fjögurra marka útisigur á Gróttu, 19-23. Sport 18. mars 2006 16:23
Haukar lögðu Selfoss Tveir leikir fóru fram í DHL-deild karla í handknattleik. Haukar lögðu Selfoss 33-28 á heimavelli sínum Ásvöllum og Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og skellti FH 31-26. Þá var einn leikur í DHL-deild kvenna, Grótta marði sigur á FH á útivelli 26-25. Sport 12. mars 2006 21:46
Haukar lögðu Stjörnuna Haukar gerðu í dag góða ferð í Garðabæinn þar sem liðið skellti heimamönnum í Stjörnunni í DHL-deild kvenna í handbolta 29-26. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í liði Hauka með 12 mörk og Ramune Pekarskite skoraði 7 mörk. Hjá Stjörnunni skoraði Rakel Dögg Bragadóttir 7 mörk og Sólveig Kjærnested 6 mörk. Sport 11. mars 2006 17:55
ÍBV lagði KA/Þór Kvennalið ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri í dag þegar það skellti heimamönnum í KA/Þór 25-19. Pavla Plaminkova skoraði 9 mörk fyrir Eyjastúlkur, en Guðrún Helga Tryggvadóttir skoraði 6 mörk fyrir heimaliðið. Sport 11. mars 2006 16:10
Valur vann fyrri leikinn við Bruhl Kvennalið Vals vann sigur á svissneska liðinu Bruhl í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta 25-21. Leikurinn fór fram í Laugardalshöll og sá síðari verður leikinn á morgun á sama stað, þar sem svissneska liðið seldi heimaleik sinn. Sport 10. mars 2006 20:52
Valur á toppinn Valsstúlkur lyftu sér á toppinn í DHL-deild kvenna í kvöld þegar þær burstuðu lið HK 41-26 í Laugardalshöllinni. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Fram í Safamýrinni 31-26. Sport 7. mars 2006 22:20
Toppliðin unnu sína leiki Tveir leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag þar sem toppliðin tvö unnu bæði leiki sína. Topplið Hauka vann Gróttu örugglega á útivelli, 22-32 og ÍBV lagði Valsstúlkur í Eyjum, 22-18. Haukatúlkur eru efstar með 24 stig en ÍBV í 2. sæti með 23 stig. Valsstúlkur eru í 3. sæti með 22 stig í harðri toppbaráttu hjá stúlkunum. Sport 4. mars 2006 17:45
Valur mætir liði frá Sviss Nú er búið að draga í átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu í handbolta kvenna og drógust Valsstúlkur gegn svissneska liðinu LC Bruhl. Liðin eigast við dagana 11.-12. og 18.-19. mars næstkomandi, en fyrri leikurinn er á heimavelli Vals. Sport 21. febrúar 2006 14:39
Haukastúlkur aftur á toppinn Haukastúlkur komust aftur í toppsæti DHL-deildar kvenna með 31-30 sigri á Fram á Ásvöllum í kvöld. Haukar eru því jafnir Val á toppnum með 22 stig en ÍBV er í þriðja sæti með 21 stig. Sport 19. febrúar 2006 20:12
Stjarnan vann HK Stjörnustúlkur lögðu HK í DHL-deild kvenna í handbolta í dag en leikið var í Ásgarði í Garðabæ. Þá vann ÍBV Víking og KA/Þór bar sigurorð af Gróttu. Sport 18. febrúar 2006 17:26
Valur lagði FH Einn leikur fór fram í DHL-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Valsstúlkur gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn og báru sigurorð af FH í Kaplakrika 27-26. Valsstúlkur eru þar með komnar á topp deildarinnar með 22 stig, en FH situr í 5. sætinu með 16 stig. Sport 15. febrúar 2006 20:33
Stórleikur á Ásvöllum Heil umferð er á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld og þá er einn leikur á dagskrá í DHL-deild kvenna. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Hauka og Vals á Ásvöllum, en sá leikur hefst klukkan 20. Sport 15. febrúar 2006 18:51
Grótta lagði Fram Kvennalið Gróttu lagði Fram á heimavelli sínum í kvöld 34-29 í DHL-deild kvenna í handbolta. Það var öðrum fremur Íris Björk Símonardóttir í marki Gróttu sem lagði grunninn að sigri liðsins með því að verja 31 skot í leiknum. Markahæst í liði Gróttu var Ivana Veljkovic með 10 mörk, en hjá Fram var það Annette Köbli sem skoraði mest, 12 mörk. Sport 7. febrúar 2006 20:58
Fimm leikir í kvöld Fimm leikir fara fram í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld þegar keppni hefst á ný eftir langt vetrarfrí. HK tekur á móti Haukum í Digranesi, FH og Víkingur mætast í Kaplakrika, KA/Þór mætir Val fyrir norðan, Grótta tekur á móti Fram á Seltjarnarnesi og þá tekur ÍBV á móti Stjörnunni í Eyjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 7. febrúar 2006 18:17
Vörnin skilaði Stjörnunni góðum sigri Leikurinn Stjörnunnar og FH í Ásgarði í DHL deild kvenna í handbolta var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik. Staðan 7-5, Stjörnunni í vil þegar korter var liðið af leiknum. Leikurinn var nokkuð harður og kom það svolítið niður á gæðum handboltans. Staðan í Hálfleik var 11-10, Stjörnunni í vil. Sport 23. janúar 2006 00:01
Stjarnan vann nágrannaslaginn Stjarnan vann sigur á FH, 25-21 í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og komst með sigrinum upp að hlið ÍBV í 2. sæti deildarinnar með 17 stig. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnustúlkna með 6 mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5. Hjá FH voru Ásdís Sigurðardóttir og Maja Gronbæk markahæstar, báðar með 6 mörk. Sport 22. janúar 2006 19:16