Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Jónatan um brott­hvarf sitt frá KA: „Engin dramatík í þessu“

    Jónatan Magnússon mun hætta sem þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta að tímabilinu loknu. Jónatan segir ástæðuna einfalda, hann hafi verið lengi með liðið og tími til kominn að fá inn ferskt blóð. Að sama skapi segir hann að arftaki sinn muni taka við góðu búi enda sé vel staðið að öllu hjá KA.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bene­dikt Gunnar ó­brotinn

    Benedikt Gunnar Óskarsson meiddist í blálokin á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi, þriðjudag. Óttast var að leikmaðurinn gæti verið ristarbrotinn en svo er ekki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þetta er bara eitt­hvað eitt at­riði“

    Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var skiljanlega svekktur eftir tap liðsins gegn Gróttu í Olís deild karla. Leikurinn stál í stál allt þangað til undir lokin þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og vann í kjölfarið þriggja marka sigur í Breiðholti, 25-28.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Mér finnst Patti vera í einskis­manns­landi“

    Karlalið Stjörnunnar í Olís deildinni tapaði á móti Aftureldingu í síðasta leik sínum og strákarnir í Seinni bylgjunni höfðu áhyggjur af því að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, fái ekki nógu mikla aðstoð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Mal­mquist og Sigurður slíðra sverðin

    Fyrr í dag var greint frá því að Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær, sunnudag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Um­fjöllun og við­töl ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tap­­leiki í röð komst Fram loks á sigur­braut

    Það voru Frammarar sem sóttu tvö stig í Breiðholtið þegar þeir unnu heimamenn í ÍR, 27-31, í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð á heimavelli en sneri við blaðinu og sótti loks sigur. ÍR-ingar hafa verið gríðarlega sterkir á heimavelli í vetur en slæmur kafli í upphafi leiks varð þeim að falli.

    Handbolti