Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Skoðun 20.11.2024 16:31
Sérhagsmunafúsk á Alþingi Samþykkt Alþingis á víðtækum undanþágum kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum síðastliðið vor hefur verið í brennidepli undanfarinn sólarhring, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að breyting þingsins á búvörulögum hefði verið í andstöðu við stjórnarskrá og hefði því ekkert gildi. Sú niðurstaða dómsins byggðist á því að þingmálið, sem var samþykkt, hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og 44. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Á niðurstöðu dómsins hafa margir haft skoðanir, en alveg óháð henni er full ástæða að beina sjónum að ýmsum upplýsingum og sjónarmiðum um vinnubrögð Alþingis í málinu, sem fram hafa komið undanfarna daga, raunar bæði fyrir og eftir uppkvaðningu dómsins. Skoðun 19.11.2024 15:31
Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Félag atvinnurekenda lýsir yfir stuðningi við frumvarp Diljár Mistar Einarsdóttur og fleiri þingmanna um að jafnlaunavottun verði ekki lagaskylda fyrir fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn, heldur valkvæð. Skoðun 31.10.2024 11:30
Samkeppni í sjóflutningum – hvað gerist næst? Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa síðastliðið haust og háar sektir, sem lagðar hafa verið á Samskip og Eimskip fyrir ólögmætt samráð, vöktu mikla athygli. Sama má segja um úttekt, sem Analytica vann fyrir Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin um samfélagslegt tjón af samráðinu. Niðurstaðan var að það væri samtals 62 milljarðar króna á verðlagi síðasta árs. Skoðun 9. apríl 2024 12:31
Að vera eða vera ekki í samkeppni við sjálfa sig Ein réttlæting ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi fyrir því að keyra í gegn breytingar á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, er að tollfrjáls innflutningur á kjöti hafi aukizt umtalsvert. Skoðun 27. mars 2024 10:00
Kaldar kveðjur til bænda? Ég sé að sá ágæti þingmaður, Ásmundur Friðriksson, víkur að greinarhöfundi nokkrum orðum á Facebook-síðu sinni. Ásmundur er í stjórnarmeirihlutanum í atvinnuveganefnd Alþingis, sem samdi hið nýja frumvarp um undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum, sem undirritaður og Félag atvinnurekenda hafa eindregið gagnrýnt, en varð að lögum í vikunni. Skoðun 23. mars 2024 17:31
Taka Bændasamtökin þátt í baráttunni fyrir stöðugleika? Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Skoðun 13. mars 2024 09:00
Óverjandi staða á heilbrigðistæknimarkaði Greinarhöfundur skrifaði grein hér á Vísi 19. desember síðastliðinn, undir fyrirsögninni „Þögn landlæknis um stöðu Origo“. Þar var farið yfir það hvernig Embætti landlæknis hefur komið Origo hf. í þá stöðu að vera beggja megin borðsins á heilbrigðistæknimarkaðnum. Skoðun 29. febrúar 2024 11:31
Afhúðun EES-reglna – spurning um pólitíska forystu Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Skoðun 25. janúar 2024 17:00
Þegar fátt er um boðleg svör Það þætti líklega stórfrétt og mikið hneyksli ef læknir á Landspítalanum fengi persónulega greitt frá lyfjafyrirtæki í hvert sinn sem hann léti spítalann kaupa ákveðið lyf. Það sama ætti við ef starfsmaður Vegagerðarinnar fengi persónulega greitt frá umboðsaðila fyrir að velja ákveðna vinnuvélategund fyrir Vegagerðina. Skoðun 12. janúar 2024 14:30
Glæpur að gera mistök – nema þú vinnir hjá Skattinum Innflytjendur grænmetis ráku upp stór augu á fyrstu vinnudögum ársins þegar þeir sáu að samkvæmt kerfum Skattsins var kominn nýr tollur á rauðrófur, 30% tollur ofan á innflutningsverðið og 136 kr. magntollur á hvert kíló að auki. Skoðun 9. janúar 2024 14:31
Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum? Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Skoðun 6. desember 2023 12:31
Gott frelsisskref – svo þarf að stíga fleiri Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Skoðun 14. júní 2023 17:31
Erum við svona smá? Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og tilverurétti. Daglega berast fréttir af hörðum bardögum og mannfalli í stríðinu við Rússland, árásum Rússa á íbúðahverfi í borgum landsins og nú síðast af því að þúsundir manna hafi þurft að flýja heimili sín eftir að Rússar sprengdu stíflu í austurhluta landsins. Skoðun 6. júní 2023 15:00
Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi? Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. Skoðun 25. maí 2023 16:31
Verður reisn yfir stuðningi gestgjafans? Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu. Skoðun 5. maí 2023 14:30
Opið bréf til ráðherra og alþingismanna Í framhaldi af umræðu um stöðu birgja við gjaldþrot fyrirtækja og lög um samningsveð. Við undirrituð skorum á háttvirt Alþingi að endurskoða 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Skoðun 25. apríl 2023 15:31
Að kannast við klúðrið – um pitsuost og ábyrgð ráðherra Félag atvinnurekenda hefur undanfarið vakið athygli á málsmeðferð yfirvalda, einkum og sér í lagi Skattsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í máli sem varðar tollflokkun pitsuosts sem blandaður er með jurtaolíu. Málið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og fulltrúar FA röktu það fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sl. miðvikudag. Skoðun 22. apríl 2023 10:00
Verður einhver rekinn hjá ríkinu? Á forsíðum dagblaðanna í morgun er fjallað um glímu ríkisstjórnarinnar við ríkisútgjöldin, sem hún verður að hemja til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Morgunblaðið segir aukið aðhald í ríkisrekstri blasa við í fjármálaáætlun, sem lögð verður fram á Alþingi á morgun. Fréttablaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að aukið aðhald geti þýtt fækkun ríkisstarfsmanna og fækkun verkefna ríkisins. Skoðun 28. mars 2023 13:00
Tollkvótaútboð og hagur neytenda Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, (SAFL) hefur undanfarið reynt að gera lítið úr þeim búsifjum, sem hækkanir á útboðsgjaldi, sem matvælainnflytjendur þurfa að greiða fyrir tollkvóta, valda neytendum. Skoðun 2. febrúar 2023 12:30
Áfengislögin og réttarvitund almennings Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform sín um að afnema hið fortakslausa bann sem áfengislög leggja við framleiðslu áfengis til einkaneyzlu og leyfa þannig heimabrugg áfengis með gerjun (framleiðslu bjórs og víns). Skoðun 31. janúar 2023 22:00
Ósmekklegar ábendingar um hræsni og siðferðisbrest Hilmar Þór Hilmarsson skrifar grein á Vísi í tilefni af færslu sem ég setti á Facebook-síðu mína í gær, en þar vakti ég athygli á því að forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga gegnir enn stöðu heiðurskonsúls eða kjörræðismanns hryðjuverkaríkisins Rússlands. Skoðun 18. janúar 2023 10:00
Tækifærin bíða Um leið og opinberum starfsmönnum fjölgar nánast stjórnlaust fá þeir kjarabætur sem eru mun ríflegri en á almenna markaðnum. Fyrirtæki verða æ oftar fyrir því að geta ekki keppt við hið opinbera varðandi laun eða starfsaðstæður, sérstaklega þegar um sérfræðinga og millistjórnendur er að ræða. Þetta er öfugþróun, sem verður að sporna gegn á nýju ári þegar hið opinbera sezt á ný að samningaborði með stéttarfélögum opinberra starfsmanna. Ekkert hagkerfi getur staðið undir því að hið opinbera sé leiðandi í launa- og kjaraþróun. Umræðan 28. desember 2022 10:01
Blómstrið er dýrt eða ekki til – á ábyrgð stjórnvalda „... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember. Skoðun 15. desember 2022 15:01
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun