Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttamynd

Munu kynna verk­efnin á fjár­festa­degi StartUp SuperN­ova

Tíu teymi sem þátt hafa tekið í viðskiptahraðli Startup SuperNova munu kynna verkefni sín á sérstökum fjárfestadegi næstkomandi föstudag. Viðskiptahraðalinn stendur yfir í fimm vikur og er markmiðið að hraða framgangi þeirra fyrirtækja sem taka þátt og gera þau fjárfestingarhæf að hraðlinum loknum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nennum Nýsköpun

Nýsköpun er nauðsynleg, annars stöndum við í stað. Oft er talað um að krísa sé móðir tækifæranna og ýti undir að nýjar hugmyndir og aðferðir líti dagsins ljós, þá af nauðsyn. Í velmegun og stöðugleika eru vandamálin og áskoranirnar ekki alveg jafn aðkallandi. En við lifum svo sannarlega ekki á tímum stöðugleika þó svo við búum við öll heimsins gæði. Jörðin skelfur og brennur og átök geisa. Við erum mitt í stórri krísu og yfir okkur vofir loftslagsváin. Við þurfum nýjar lausnir, sem leysa af hólmi núverandi aðferðir, ferla og samfélagssýn sem eru á góðri leið að tortíma veruleikanum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE).

Innherji
Fréttamynd

Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kemur inn í stjórn CRI

Stokkað hefur verið upp í stjórn íslenska tæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) og þá hefur Sigurlína Ingvarsdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og fjárfestir, tekið við sem stjórnarformaður en hún hefur setið í stjórn CRI frá því vorið 2021 þegar félagið Eyrir Invest kom inn í hluthafahóp CRI sem leiðandi fjárfestir.

Innherji
Fréttamynd

Eina eintakið fauk út í logandi hraunið

Spilahöfundarnir Guðmundur Egilsson og Ásgeir Frímannsson lentu heldur betur í óhappi þegar þeim datt í hug að nýta eldgosið í markaðsefni: „Við vorum að vera sniðugir að taka upp markaðsefni fyrir spilið þegar spilakassinn okkar fauk út í logandi hraunið og brann til kaldra kola.“

Lífið
Fréttamynd

Hætti sem stjórnarformaður Kerecis að kröfu nýja danska fjárfestisins

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, gegnir ekki lengur stjórnarformennsku í hinu ört vaxandi íslenska fyrirtæki í kjölfar aðalfundar þess í liðnum mánuði en þar var fulltrúi Kirkbi, fjárfestingafélag LEGO-fjölskyldunnar, kjörinn nýr í stjórnina eftir að danska félagið keypti rúmlega sex prósenta hlut í Kerecis fyrir jafnvirði um 5,5 milljarða króna.

Klinkið
Fréttamynd

Látum okkur detta snjall­ræði í hug!

Við búum við þau forréttindi að hafa öflugt stuðningsumhverfi á sviði nýsköpunar þar sem einstaklingum og sprotafyrirtækjum stendur til boða að afla sér hagnýtrar þekkingar með þátttöku í hröðlum og hugmyndasamkeppnum.

Skoðun
Fréttamynd

Controlant fengið 24 milljarða greidda fyrirfram frá lyfjarisanum Pfizer

Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant, sem hefur gegnt lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir Pfizer, er með samkomulag við bandaríska lyfjarisann sem hefur tryggt félaginu verulegar fyrirfram innheimtar tekjur. Í árslok 2021 námu slíkar tekjur tengdar samningum við Pfizer um 174 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 24 milljarða íslenskra króna, og koma þær að mestu inn í reksturinn á þessu ári og því næsta.

Innherji
Fréttamynd

Eigandi LEGO setur 5 milljarða króna í Kerecis

Danska fyrirtækið KIRKBI A/S, eigandi LEGO vörumerkisins, mun fjárfesta 40 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 5,3 milljörðum króna, í Kerecis og er íslenska fyrirtækið verðmetið á 73 milljarða króna í viðskiptunum. Þetta kemur fram í bréfi sem stjórn Kerecis sendi á hluthafa í gær og Innherji hefur undir höndum.

Innherji
Fréttamynd

Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn

Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Á­fram­haldandi stuðningur við ný­sköpun

Hlutverk stjórnvalda er að finna leiðir til að byggja traustan grunn fyrir nýsköpun hér á landi. Stuðningur við nýsköpun hefur sjaldan verið mikilvægari en einmitt nú og ljóst er að hugvit og nýsköpun eru að verða að styrkri stoð í hagkerfi Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Sigyn til Empower

Sigyn Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower þar sem hún mun leiða þróun jafnréttishugbúnaðarins Empower Now.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Setti Seðlabankinn nýjar reglur til höfuðs indó?

Sparisjóðurinn indó hefur vakið þónokkra athygli upp á síðkastið og ekki síst þau metnaðarfullu áform um að bjóða mun betri kjör á veltureikningum einstaklinga heldur en rótgrónu viðskiptabankarnir bjóða í dag.

Klinkið
Fréttamynd

Stofn­endur indó vilja bæta banka­kjör heimila um tíu milljarða

Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, stofnendur indó, fengu að heyra fjölmargar ástæður fyrir því hvers vegna ómögulegt væri að stofna nýjan banka. Fjórum árum síðar er sparisjóðurinn kominn með starfsleyfi, aðgang að greiðslukerfi bankanna og stefnir að því að bjóða alla velkomna í viðskipti á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa einsett sér að umbylta verðlagningu á bankamarkaðinum og telja að aukin samkeppni geti skilað heimilum landsins allt að 10 milljarða króna ábata.

Innherji
Fréttamynd

Ný­sköpun og mennta­rann­sóknir

Hvaða máli skipta grunnrannsóknir og nýsköpun í menntavísundum? Stutta svarið er að grunnrannsóknir og nýsköpun eru og hafa lengi verið eins mikilvægar fyrir menntavísindi og þau eru fyrir öll önnur vísindi og fræði.

Skoðun
Fréttamynd

Birna Ósk í stjórn vísisjóðsins Eyris Vaxtar

Birna Ósk Einarsdóttir, sem tók í ársbyrjun við starfi í framkvæmdastjórn hjá APM í Hollandi, dótturfélagi flutningafyrirtækisins Maersk, hefur verið kjörin ný í stjórn Eyris Vaxtar sem er sex milljarða vísisjóður sem var komið á fót í fyrra.

Klinkið
Fréttamynd

„Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“

Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt.

Innherji