Goedert: Súrrealísk tilhugsun að spila í Super Bowl Innherjinn öflugi Dallas Goedert hjá Philadelphia Eagles segir að hann hafi dreymt um það í langan tíma að fá að spila í Super Bowl. Það sé nú súrrealísk upplifun að nú sé stóra stundin að renna upp - eitthvað sem hann hafði áður aðeins upplifað í gegnum Madden-tölvuleikinn. Sport 11. febrúar 2023 09:31
Mahomes valinn sá mikilvægasti með miklum yfirburðum Patrick Mahomes var í gær útnefndur mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili en framundan er stórleikur hjá honum á sunnudagskvöldið þegar hann spilar með liði sínu Kansas City Chiefs í sjálfum Super Bowl. Sport 10. febrúar 2023 13:00
Hurts geislar af sjálfsöryggi og stutt í grínið hjá þjálfaranum Þetta var bara einn af óteljandi fjölmiðlaviðburðum hjá þeim Nick Sirianni, þjálfara Philadelphia Eagles, og leikstjórnendanum Jalen Hurts þegar þeir sátu fyrir svörum fjölmiðlamanna á hóteli rétt utan Phoenix í gær. En þetta var sá síðasti fyrir stærsta leik tímabilsins og það mátti sjá á báðum þeirra að þeir nutu augnabliksins. Sport 10. febrúar 2023 12:15
NFL goðsögn segir óskynsamlegt að veðja gegn Mahomes - en gerir það samt Shaun Alexander, fyrrum hlaupari Seattle Seahawks í NFL-deildinni og einn besti leikmaður deildarinnar á fyrsta áratug aldarinnar, telur að Philadelphia Eagles muni bera sigur úr býtum í Super Bowl leiknum á sunnudag. Sport 10. febrúar 2023 09:30
150 þúsund undirskriftir og mamman er klár í slaginn Donna Kelce getur fagnað sigri í Super Bowl hvernig sem fer. Hún á nefnilega son í báðum liðum. Sport 7. febrúar 2023 14:31
Leikmaður sem á að spila í Super Bowl kærður fyrir mannrán og nauðgun Joshua Sills, leikmaður Philadelphia Eagles, hefur verið kærður fyrir mannrán og nauðgun, innan við tveimur vikum áður en hann á að spila í Super Bowl. Sport 2. febrúar 2023 08:30
Tom Brady tilkynnir að hann sé hættur Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar og að flestra mati besti leikmaður sögunnar, tilkynnti í dag að hann sé hættur að spila. Sport 1. febrúar 2023 13:37
Haltrandi tengdasonur leiddi Höfðingjana í Super Bowl Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles spila í Super Bowl í NFL deildinni í ár en það var ljóst eftir að liðin unnu úrslitaleiki deildanna í gær og nótt. Sport 30. janúar 2023 09:01
Alvöru kynding hjá Bengals mönnum: Við hittum ykkur öll á Burrowhead NFL-liðin Cincinnati Bengals og Kansas City Chiefs spila á sunnudaginn um sæti í Super Bowl leiknum í ár. Sport 27. janúar 2023 12:00
Gætu orðið fyrstu bræðurnir til að mætast í Super Bowl Fjögur lið eru eftir í úrslitakeppni NFL og um helgina kemur í ljós hvaða lið mætast í Super Bowl leiknum í ár. Þar gætu tveir bræður frá Ohio fylki skrifað söguna. Sport 26. janúar 2023 13:30
Handtekinn í miðri úrslitakeppni grunaður um heimilisofbeldi NFL-leikmaðurinn Charles Omenihu hjá San Francisco 49ers var handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Sport 25. janúar 2023 16:31
Sjónvarpið fékk heldur betur að kenna á því eftir tap Kúrekanna frá Dallas Það er oft erfitt að vera stuðningsmaður liða þegar lítið gengur en það er sérstaklega erfitt að vera stuðningsmaður NFL-liðsins Dallas Cowboys. Sport 24. janúar 2023 14:00
Laus úr öndunarvél og af sjúkrahúsi eftir að hafa bjargað börnum sínum Fyrrum NFL-leikmaður sýndi mikla hetjudáð á dögunum og lagði líf sitt í mikla hættu en allt endaði vel sem betur fer. Sport 23. janúar 2023 09:30
Snjóenglar, haltrandi Mahomes, herra óviðkomandi og sjóðheitir Ernir Cincinnati Bengals og San Francisco 49ers tryggðu sér sæti í úrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL í gær og þau mæta þar liðum Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles. Sport 23. janúar 2023 07:31
Búið spil hjá Brady sem gaf engar vísbendingar NFL-goðsögnin Tom Brady gæti hafa spilað sinn allra síðasta leik í gærkvöld en hafi svo verið rímaði frammistaðan engan veginn við einstakan feril þessa magnaða íþróttamanns. Sport 17. janúar 2023 09:30
Enda Kúrekarnir feril Tom Brady í kvöld? Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst á laugardaginn og lýkur í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys á Flórída. Sport 16. janúar 2023 15:30
Buffalo Bills áfram í næstu umferð eftir nauman sigur á Miami Dolphins Buffalo Bills eru komnir áfram í næstu umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir 34-31 sigur á Miami Dolphins í kvöld. Bills tapaði aðeins þremur leikjum í deildarkeppninni og eru líklegir til afreka. Sport 15. janúar 2023 22:30
„Finnst Seattle vera versta liðið í úrslitakeppninni í ár“ Liðurinn „Stórar spurningar“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NFL deildinni en nú nýverið lauk deildarkeppninni og fer úrslitakeppnin af stað um helgina. Sport 13. janúar 2023 23:31
Lokasóknin: Hvað voruð þið að gera? Lokasóknin á Stöð 2 Sport 2 fór í vikunni yfir síðustu umferð deildarkeppni NFL-deildarinnar á þessu tímabili en þar réð endanlega hvaða lið komust í úrslitakeppnina sem hefst um helgina. Sport 13. janúar 2023 15:31
Sjónvarpsmaðurinn gekk gjörsamlega af göflunum eftir tap Kúrekanna Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Stephen A. Smith er þekktur fyrir látalæti sín og æsing í settinu en sjaldan hefur hann boðið upp á annað eins og eftir tap Dallas Cowboys liðsins um helgina. Sport 10. janúar 2023 15:31
Baðst afsökunar á heimsku sinni Green Bay Packers missti af úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir óvænt tap á heimavelli á móti Detroit Lions í lokaumferðinni en tímabil eins leikmanns liðsins endaði þó nokkru fyrr. Sport 10. janúar 2023 13:30
Hamlin útskrifaður af sjúkrahúsi Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinatti Bengals á mánudagskvöldið 2. janúar. Sport 10. janúar 2023 07:00
Rekinn klukkutímum eftir að hafa unnið leikinn sem hann „mátti ekki“ vinna Houston Texans vann dramatískan 32-31 sigur á Indianapolis Colts í lokaleik NFL tímabilsins í gær en þjálfarinn var engu að síður rekinn aðeins nokkrum klukkutímum eftir leikinn. Sport 9. janúar 2023 16:30
Aaron Rodgers og félagar klúðruðu þessu: Svona lítur úrslitakeppni NFL út Lokaumferð deildarkeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina og nú er því endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina, hvaða lið eru á leið í sumarfrí og hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem byrjar strax um næstu helgi. Sport 9. janúar 2023 10:00
Segir Denny vera hetjuna sem átti svo mikinn þátt í því að bjarga lífi Hamlin NFL-leikmaðurinn Damar Hamlin var lífgaður við á vellinum í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals á mánudagskvöldið og er á batavegi. Sport 6. janúar 2023 18:00
Laus við öndunargrímuna og hitti liðsfélaga gegnum Facetime Góðar fregnir bárust af Damar Hamlin, varnarmanni Buffalo Bills, sem fór í hjartastopp í leik liðsins við Cincinnati Bengals í NFL-deildinni í vikunni. Hann er farinn að anda sjálfur og því laus við búnað sem aðstoðaði hann við öndun. Sport 6. janúar 2023 15:24
Leikur Buffalo og Cincinnati verður aldrei kláraður NFL-deildin hefur tekið þá ákvörðun að leikur Buffalo Bills og Cincinnati Bengals verði ekki kláraður. Það gæti haft áhrif á úrslitakeppnina. Sport 6. janúar 2023 10:30
Fær baráttukveðjur frá krökkum úr fjörutíu skólum í Cincinnati Buffalo Bills leikmaðurinn Damar Hamlin er kominn til meðvitundar og braggast vel eftir að hafa lent í hjartastoppi í miðjum NFL-leik á mánudagskvöldið. Sport 6. janúar 2023 07:30
Hamlin vaknaður og spurði strax hvort liðið hefði unnið Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er vaknaður eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinnati Bengals á aðfaranótt þriðjudags. Hann getur tjáð sig með skrifum og spurði strax hvort sínir menn hefðu klárað leikinn með sigri. Sport 5. janúar 2023 19:21
Allt bendir til þess að leikur Bills og Bengals verði aldrei kláraður NFL-deildin stöðvaði leik Cincinnati Bengals og Buffalo Bills á mánudagskvöldið eftir að leikmaður Bills hné niður á vellinum. Sport 5. janúar 2023 10:30