NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

NFL-karlarnir duglegir að kaupa hlut í kvennaliðum

Leikstjórnandinn Matthew Stafford hefur nú bæst í hóp margra NFL-stjarna sem hafa fjárfest í kvennaliðum í Bandaríkjunum. Það er gott dæmi um sýnileika og framtíðarhorfur kvennaíþróttanna í landinu að bestu íþróttakarlarnir sjá þar tækifæri.

Sport
Fréttamynd

Orðinn launa­hæsti tæklari sögunnar

Hinn 28 ára gamli Laremy Tunsil ætti að eiga fyrir salti í grautinn næstu misseri. Þriggja ára samningur hans við Houston Texans í NFL-deildinni gerir hann að launahæsta tæklara í sögu deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Hjálpaði til við að bjarga manni úr bíl sem var í ljósum logum

Það var lukkulegt að K.J. Osborn, 25 ára gamall útherji Minnesota Vikings í NFL-deildinni, hafi farið til Austin, Texas í frí. Hann bjargaði á dögunum karlmanni úr alelda bifreið en lögreglan hefur staðfest að maðurinn hefði látist hefðu Osborn og aðrir vegfarendur ekki komið til bjargar.

Sport
Fréttamynd

Rod­gers hefur lokið hug­leiðslunni varðandi fram­tíð sína

Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, í NFL-deildinni var á báðum áttum með hvort hann vildi halda áfram að spila eða hvort það væri tími til kominn að setja skóna á hilluna. Hann lokaði sig inni á hálfgerðu hugleiðslusetri og hefur nú tekið ákvörðun.

Sport
Fréttamynd

Úrslitastund sem undirstrikar allt það sem er að

Ég er eiginlega enn pirraður eftir aðfaranótt mánudags. Ekkert annað orð en anti-climax kemur í hugann til að lýsa lokastundum Ofurskálarinnar. Hvernig svo sturlaður úrslitaleikur á einum stærsta íþróttaviðburði ársins getur endað með þessum hætti er átakanlegt.

Sport
Fréttamynd

Þriðja mesta áhorfið í sögu Super Bowl

Kansas City Chiefs varð NFL-meistari eftir 38-35 sigur á Philadelphia Eagles í Super Bowl á sunnudagskvöldið en leikurinn var enn ein sönnun á vinsældum stærsta íþróttakappleiksins í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Goedert: Súrrealísk tilhugsun að spila í Super Bowl

Innherjinn öflugi Dallas Goedert hjá Philadelphia Eagles segir að hann hafi dreymt um það í langan tíma að fá að spila í Super Bowl. Það sé nú súrrealísk upplifun að nú sé stóra stundin að renna upp - eitthvað sem hann hafði áður aðeins upplifað í gegnum Madden-tölvuleikinn.

Sport