Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

VR hættir viðskiptum við Hörpu

Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR.

Innlent
Fréttamynd

Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum

Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka.

Innlent
Fréttamynd

Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi

Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innkalla bjór vegna gleragna

Vínnes ehf. hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum vegna þess að hann getur innihaldið gleragnir.

Innlent
Fréttamynd

Matarkarfan hækkar í verði

Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kostur tekinn til gjald­þrota­skipta

Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku.

Viðskipti innlent