Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Náttúran í fyrsta sæti

Í nýsköpun, hönnun og listum er náttúran æ oftar sett í fyrsta sæti. Rakel Garðarsdóttir, Elín Hrund og Sonja Bent eiga það sameiginlegt að nýta vel efnivið sem fellur til í sinni sköpun og leggja ríka áherslu á einfaldleika, kraft og fegurð náttúrunnar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast

Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á landinu öllu á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest

Innlent
Fréttamynd

Einkaneysla minnkar

Ef marka má gögn frá fjártæknifyrirtækinu Meniga héldu Íslendingar að sér höndum þegar kemur að einkaneyslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum

Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts.

Innlent
Fréttamynd

Landinn er sólginn í ís í sól og veðurblíðunni

Íssalar merkja mikla söluaukningu á ís samanborið við sama tímabil í fyrra. Mannað er á vaktir í ísbúðum eftir veðurspánni og eru hlutastarfsmenn nánast í fullri vinnu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir ísinn hvetja til útivistar.

Innlent
Fréttamynd

Kynntu nýtt þjónustukort fyrir landsmönnum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu nýtt gagnvirkt þjónustukort á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu í dag.

Innlent