Sektar Fiskikónginn fyrir að fara ekki að fyrirmælum Neytendastofa hefur sektað Fiskikónginn um 50 þúsund krónur fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar á síðunni heitirpottar.is með fullnægjandi hætti. Neytendur 9. desember 2022 14:24
Banna auglýsingar Verna um „erkitýpurnar“ Teit, Hebu og Svölu Neytendastofa hefur bannað tryggingafélaginu Verna að birta auglýsingar sínar þar sem fólk er sagt hafa stórlækkað reikninga sína með því að hafa fært viðskipti sín til félagsins. Auglýsingarnar eru taldar villandi, ósannaðar og brjóta gegn lögum. Neytendur 9. desember 2022 13:56
Spá 9,6 prósent verðbólgu í desember Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan hækki um þrjú prósentu stig í desember og verði 9,6 prósent. Þá er því spáð að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,55 prósent milli mánaða. Þrír undirliðir hafa hvað mest áhrif á spáða hækkun. Viðskipti innlent 8. desember 2022 15:40
Gluggasmið sem sagði verkið í „algjörum forgangi“ gert að endurgreiða innborgun að fullu Fyrirtæki sem smíðar glugga hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini staðfestingargjald pöntunar að fullu eftir að viðskiptavinur ákvað að rifta samningi, þrettán mánuðum eftir að hann hafði samþykkt tilboð fyrirtækisins í smíði þriggja glugga og hurðar vegna lekavandamála í fasteign. Framkvæmdir voru þá ekki hafnar og ekki vitað til þess að fyrirtækið hefði hafið smíði glugganna. Neytendur 7. desember 2022 15:29
Sumir hækka úr fimm og hálfri í sjö milljónir Ragnar Þór Ægisson, bílasali og meðeigandi Bílamiðstöðvarinnar, segir að reikna megi með því að rafbílar sem nú eru niðurgreiddir að hluta af hinu opinbera muni í sumum tilvikum hækka í verði úr til dæmis eins og 5,5 milljónum í sjö milljónir. Neytendur 7. desember 2022 09:10
Tvær til þrjár ruslatunnur við sérbýli Tvær til þrjár tunnur verða við sérbýli á höfuðborgarsvæðinu með lögum um hringrásarkerfi sem taka gildi um áramótin. Íbúum verður skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili; pappír, plastumbúðir, matarleifar og blandaður úrgangur. Neytendur 6. desember 2022 17:13
Engin jóladagatöl frá Lions í ár Hin sívinsælu jóladagatöl frá Lionsklúbbnum hafa ekki verið í sölu fyrir þessi jól. Ástæðan er sú að verksmiðjan sem framleiðir dagatölin fékk ekki þau hráefni sem þarf í framleiðsluna. Neytendur 5. desember 2022 15:50
Úrelt fyrirkomulag á bílasölu sem bjóði hættunni heim Hægt er að selja ökutæki með áhvílandi veði án þess að láta kaupanda vita af gjöldunum. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir ábyrgðina liggja hjá kaupanda að kanna áhvílandi gjöld. Framkvæmdastjóri FÍB segir fyrirkomulagið vera úrelt og að þarna sé verið að bjóða hættunni heim. Neytendur 2. desember 2022 17:01
Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. Neytendur 2. desember 2022 16:35
Íslenskar bækur og spil jólagjöf ársins Jólagjöf ársins árið 2022 er samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarseturs verslunarinnar íslenskar bækur og spil. Þetta staðfestir Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir forstöðumaður RSV í samtali við fréttastofu, en greint var frá niðurstöðunni á Rás 2 í morgun. Neytendur 1. desember 2022 10:40
Landsréttur staðfestir lögmæti smálánastarfsemi ,,Það sem við vissum allan tímann og fullyrtum var rétt. Smálán veitt af dönsku fyrirtæki heyrðu undir dönsk lög og voru lögleg allan tímann á Íslandi eins og annarsstaðar í Evrópu,“ segir Haukur Örn Birgisson lögmaður smálánafyrirtækisins eCommerce. Þann 18. nóvember síðastliðinn staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í ágúst síðastliðnum þar sem úrskurður Neytendastofu um meint ólögmæti smálána var felldur úr gildi. Innlent 30. nóvember 2022 11:07
Áframhaldandi kröftugur hagvöxtur Vöxtur vergrar landsframleiðslu (VLF) á föstu verðlagi er 7,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist raunvirði VLF um 7,4 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur er helsti drifkraftur hagvaxtar. Neytendur 30. nóvember 2022 09:48
Innkalla Salt Skum sælgæti vegna aðskotahlutar Matvælastofnun varar við neyslu á S-marke Salt Skum vegna aðskotahlutar (plastþráðar). Fyrirtækið Core heildsala hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs , Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna af markaði. Neytendur 29. nóvember 2022 13:25
Fjölmenn tekk-sölusíða með óvænt nýtt hlutverk Nokkuð fjölmenn sölusíða á Facebook, sem hingað til hefur gegnt hlutverki sölumarkaðs fyrir tekk-húsgögn á Íslandi, hefur skipt um hlutverk. Síðan er nú, nokkuð óvænt, orðin að sölusíðu fyrir tölvuleikinn Clash of Clans. Innlent 28. nóvember 2022 11:06
Afsláttardagar færa til jólaverslun Miklir afsláttardagar standa nú yfir í verslunum að erlendri fyrirmynd. Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir landsmenn duglega að nýta sér afslættina, sem séu kærkomnir svona rétt fyrir jól. Neytendur 27. nóvember 2022 18:36
Bensínverð „ekkert nema græðgi og ofurálagning“ Bensínlítrinn er nú fimmtíu krónum dýrari en hann var í byrjun árs, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé svipað og þá. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgi stjórna ferð hjá íslenskum olíufyrirtækjum. Neytendur 27. nóvember 2022 17:29
Nóvember undirlagður afsláttargylliboðum og neyslufylleríi Mikil tilboðshelgi er gengin í garð og segja verslunarmenn nóvembermánuð nánast undirlagðan tilboðsdögum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun telur tilboðsdagana óþarfaneyslufyllerí. Neytendur 26. nóvember 2022 09:00
Tímapressa tilboðsdaganna til þess fallin að skapa gerviþörf „Þarf ég þetta virkilega?“ er spurning sem landsmenn ættu að velta vandlega fyrir sér áður en þeir taka ákvarðanir um kaup að mati forsvarsmanna Sorpu. Í dag er einn af stóru tilboðsdögum ársins sem hefur fest sig í sessi á síðustu árum og er annar slíkur á dagskrá eftir helgi. Meðalfjölskylda hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum af sorpi í óflokkuðu tunnuna á ári hverju. Innlent 25. nóvember 2022 15:22
Vefurinn bilaður og kaupglaðir Íslendingar fylla búðir Elko Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko segir fyrirliggjandi að landsmenn skipuleggi heildarkaup ársins í kringum afsláttardaga. Afsláttardagar á borð við Svartan föstudag hafi klárlega gerbreytt kauphegðun landsmanna. Neytendur 25. nóvember 2022 13:01
Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. Lífið 25. nóvember 2022 10:47
Teneferðir seðlabankastjóra og hamsturinn ég Heildarskuldir mínar og litla fyrirtækisins míns sem ég rek voru 24 milljónir árið 2007. Ég væri skuldlaus maður í dag ef ekki hefði komið til hrunsins árið 2008 og enduðu skuldir mínar í 45 milljónum haustið 2008. En skítt með það. Skoðun 24. nóvember 2022 18:00
Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jóladagatöl koma í öllum stærðum og gerðum. Eitt eiga þau öll sameiginlegt og það er að þau veita unað á einn hátt eða annan. Hér að neðan má sjá nokkrar vinsælar hugmyndir af dagatölum fyrir fullorðna sem fást á Íslandi til þess að auðvelda biðina í desember fram að jólum. Jól 23. nóvember 2022 20:01
Fella ákvörðun úr gildi og segja ekkert að kynningu Costco á endurnýjun aðildar Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem kvað á um að kynning Costco á endurnýjun aðildar væri villandi. Neytendur 21. nóvember 2022 08:35
Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. Neytendur 17. nóvember 2022 13:59
Leita að jólagjöf ársins RSV (Rannsóknasetur Verslunarinnar) leitar eftir tillögum að jólagjöf ársins. Jogginggalli var valin gjöf ársins í fyrra. Þá verður fróðlegt að sjá hvort neytendur og verslanaeigendur séu sammála viðskiptavinum Elko sem völdu loftsteikingapott sem vinsælustu gjöfina í ár. Jól 16. nóvember 2022 16:06
Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. Neytendur 16. nóvember 2022 08:51
Samkeppni um innlán skilar heimilum yfir tíu milljörðum í auknar vaxtatekjur Það hefur orðið „algjör breyting“ á innlánamarkaði eftir innkomu Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, fyrir meira en þremur árum og núna eru allir bankarnir að bjóða innlánavexti á óbundnum reikningum sem eru nálægt stýrivöxtum Seðlabankans, að sögn bankastjóra Kviku. Auðvelt sé að færa rök fyrir því að þessi umskipti séu að skila heimilum um 10 milljörðum króna eða meira í auknar vaxtatekjur á hverju ári. Innherji 14. nóvember 2022 07:00
„Skjálftamælar okkar hagfræðinga eru byrjaðir að blikka“ Þorvaldur Gylfason hagfræðingur varaði í viðtali við Ísland í dag við því að ný fjármálakreppa kynni að vofa yfir bæði í útlöndum og hér heima. Í ljósi fjárhagsaðstæðna sagði hann að fólk ætti að halda að sér höndum og hemja jólaneysluna. Neytendur 12. nóvember 2022 09:01
Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. Viðskipti innlent 11. nóvember 2022 21:31
Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. Neytendur 11. nóvember 2022 12:46