Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi „Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum. Tónlist 11. september 2023 13:30
Lítill drengur, stór listamaður Hæfileikinn til að semja grípandi laglínu er ekki allra. Sennilega myndu mörg nútímatónskáld gefa annan handlegginn, eða kannski bara ömmu sína, til að geta skapað viðlíka lög og Magnús Kjartansson, eða Maggi Kjartans, hefur gert á löngum ferli. Gagnrýni 11. september 2023 09:48
Sérvitringur að sunnan leysir flókinn glæp Í dag, mánudaginn 11. september, kemur út bókin Bannhelgi eftir Emil Hjörvar Petersen hjá Storytel Original, í mögnuðum lestri Hjartar Jóhanns Jónssonar. Þetta er tíunda skáldsaga Emils og sú fjórða sem kemur út hjá Storytel Original. Lífið samstarf 11. september 2023 09:01
Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Lífið 10. september 2023 22:32
Vonlaus barátta gegn símum í bíó Snjallsímar og kvikmyndahús fara illa saman. Sá sem þetta skrifar upplifir mikla aukningu í símanotkun bíógesta á meðan á sýningu stendur. Kvikmyndagagnrýnandinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir segist hafa orðið vör við þessa aukningu. Blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson segist hins vegar ekki upplifa að vandamálið sé í mikilli aukningu, en þó mögulega einhverri. Að minnsta kosti sé ástandið ekki að skána. Menning 10. september 2023 11:00
Selma sýnir á sér skuggahliðar Kvikmyndin Kuldi var frumsýnd um mánaðamótin en hún er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Selma Björnsdóttir fer með eitt af lykilhlutverkunum myndarinnar og sýnir vægast sagt á sér nýjar og hrollvekjandi hliðar. Hún segist þakklát að hafa getað skilið persónuna eftir á tökustaðnum. Lífið 10. september 2023 07:00
„Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“ „Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Tónlist 9. september 2023 17:00
Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti. Innlent 9. september 2023 13:05
Myndaveisla: Stúdentar skemmta sér á Októberfest Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fer fram um helgina. Fjöldi stúdenta á öllum aldri hefur lagt leið sína í Vatnsmýrina þar sem ógrynni tónlistarfólks leikur listir sínar auk þess sem aðrar afþreyingar og matar- og drykkjarvistir eru ekki af skornum skammti. Lífið 9. september 2023 11:32
Margrét Vilhjálms stígur aftur á svið Leikkonan Margrét Vilhjálmsdóttir stígur aftur á svið í Þjóðleikhúsinu eftir tæplega tíu ára fjarveru. Verkið, Ást Fedru, verður frumsýnt í Kassanum í kvöld en þar fer Margrét með titilhlutverkið. Hún segir það draumi líkast að stíga aftur á svið hér á landi. Menning 9. september 2023 07:00
Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan. Innlent 8. september 2023 10:16
Tefldi í símanum frekar en að fylgjast með tónleikum Drake Körfuboltamaðurinn Derrick Rose virðist nægilega mikill aðdáandi tónlistarmannsins Drake til þess að gera sér ferð að sjá rapparann sem ættaður er frá Kanada en þó ekki nægilega mikill aðdáandi til að fylgjast með tónleikunum sjálfum. Körfubolti 8. september 2023 09:30
Forréttindi að fá að vera rotta af og til Þórey Birgisdóttir, leikkona sló nýverið í gegn fyrir frammistöðu sína í leikverkinu Sund sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói. Á sama tíma leikur hún rottuna Pílu í Draumaþjófinum og stendur í framkvæmdum á íbúð sem hún fékk vægast sagt á heilann. Lífið 8. september 2023 07:00
Köld Reykjavík, sætar stelpur og svefnleysi innblástur Fyrsta plata hljómsveitarinnar Spacestation hefur hlotið góðar viðtökur. Ætlunin er að endurvekja rokkhljóm sjöunda áratugarins og skapa „tónlist fyrir fallegt fólk“. Tónlist 7. september 2023 23:19
Jimmy Fallon biðst afsökunar: „Mér líður svo illa“ Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon hefur beðið núverandi og fyrrverandi starfsmenn sína afsökunar á því að hafa stuðlað að „baneitraðri“ vinnustaðamenningu á setti í þáttunum The Tonight Show. Honum segist líða gríðarlega illa. Lífið 7. september 2023 22:59
Hundrað ára dansari í Reykjanesbæ Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ. Lífið 7. september 2023 20:38
„Stærsta ævintýri lífs míns“ Söngleikurinn Níu líf hefur slegið nýtt met í sögu Borgarleikhússins en síðustu helgi fór fjöldi gesta yfir 105 þúsund. Leikstjóri og höfundur verksins, Ólafur Egill Egilsson segir heillastjörnu hafa fylgt sýningunni frá upphafi. Lífið 7. september 2023 20:01
Sagður bera ábyrgð á baneitraðri vinnustaðamenningu Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar. Lífið 7. september 2023 16:36
Kamilla sópar til sín verðlaunum á ýmsum sviðum Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru afhent í Höfða í dag við hátíðlega athöfn. Kamilla Kjerúlf lögfræðingur hlaut verðlaunin en hún bar sigur úr bítum fyrir handritið Leyndardómar draumaríkisins. Menning 7. september 2023 15:11
„Gat ekki ímyndað mér að ég gæti orðið leikari“ Leikarinn og myndlistarmaðurinn Kolbeinn Arnbjörnsson hefur mundað pensilinn frá unga aldri. Á sama tíma dreymdi hann um að verða leikari. Menning 7. september 2023 07:00
Frumsýndu lag og boðuðu fyrstu nýju plötuna í tæpa tvo áratugi Rokkgoðsagnirnar í The Rolling Stones frumsýndu í dag nýtt lag og tónlistarmyndband og boðuðu útgáfu nýrrar plötu, þeirrar fyrstu frá árinu 2005. Tónlist 6. september 2023 23:11
Björk gefur út ævintýralegt myndband Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon. Lífið 6. september 2023 13:44
Hoffmannsstígur verður að Elísabetarstíg Stígur á milli Hringbrautar og Sólvallagötu verður nefndur í höfuðið á Elísabetu Jökulsdóttur skáldi. Til stóð að kenna stíginn við Pétur Hofmann. Elísabet segist orðlaus og þakklát að stígurinn, sem liggur meðfram húsi sem hún bjó í áratugum saman, verði kenndur við hana. Innlent 6. september 2023 13:41
Hvernig Taylor Swift gæti hjálpað Bellingham að vinna eftirsótt verðlaun Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift virðist ætla að hafa stór áhrif á valið á besta unga fótboltamanni Evrópu. Fótbolti 6. september 2023 10:01
„Þetta er það ljótasta sem einhver gæti sagt um mig“ Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagnrýni á fyrstu seríu raunveruleikaþáttanna LXS, í útvarpsþættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frumsýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+. Lífið 6. september 2023 07:00
Guðbergur Bergsson er látinn Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Menning 6. september 2023 06:15
Snöruðu Héðni upp á gamla stallinn við Hringbraut Búið er að koma Héðni Valdimarssyni aftur fyrir við Hringbraut þar sem hann hafði staðið keikur í áratugi. Styttan var tekin niður fyrir fimm árum síðan, svo athygli vakti. Innlent 5. september 2023 10:59
Hafa selt þrjú hundruð þúsund miða „Það má segja að þetta séu ýktar útgáfur af okkur sjálfum. Við erum góðir vinir og höfum unnið mjög mikið saman,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, leikari og höfundur gamanleiksins Pabbinn finnur afann þar sem hann og Sigurður Sigurjónsson fara á kostum. Lífið samstarf 5. september 2023 10:06
Gary Wright er látinn Gary Wright, söngvari og lagahöfundur, er látinn 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Weaver og Love is Alive. Lífið 5. september 2023 09:57
Það sem þú vissir ekki um LXS stelpurnar Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefja göngu sína á miðvikudaginn á Stöð 2. Í þáttunum verður fylgst með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í gegnum lífsins ólgusjó. Lífið 4. september 2023 20:01
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið