Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

MANOWAR til Ís­lands í fyrsta sinn

Bandaríska þungarokkssveitin MANOWAR er á leið til Íslands og mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 1. febrúar á næsta ári. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra „The Blood of Our Enemies Tour 2025.“

Tónlist
Fréttamynd

Sjarmerandi og seiðandi á sjö­tugs­aldri

Einstaklingar sem búa yfir ákveðnum persónutöfrum virðast ná að heilla flesta með sínu fallega brosi, útgeislun eða sjálfsöryggi, og þykja afar sjarmerandi. Eitt er að víst að það er misjafnt hvað heillar fólk en þessar týpur eiga það sameiginlegt að stela senunni hvert sem þær mæta. 

Lífið
Fréttamynd

Nem­endur Flóaskóla slá í gegn með Langspilin sín

Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Sagan á bak við djarft lista­verk Ás­dísar Ránar

Heimili Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur forsetaframbjóðanda er hlaðið listaverkum eftir hana sjálfa. Myndirnar sem prýða veggina eru þó ekki allar úr smiðju Ísdrottningarinnar; eitt tiltekið verk fékk hún að gjöf úr áhugaverðri átt. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­stund­vísi Steina sögð kosta tugi milljóna dollara

Hollywood-stjarnan Dwayne „The Rock“ Johnson hefur verið sakaður um „króníska óstundvísi“ við tökur á myndinni Red One. Vegna þessa hafi kostnaður myndarinnar aukist um tugi milljóna Bandaríkjadala. Johnson er einnig sagður pissa í vatnsflöskur frekar en að fara á klósettið á setti til að spara tíma.

Lífið
Fréttamynd

Gæsa­húð og allur til­finninga­skalinn á for­sýningu Mari

Forsýning heimildarmyndinnar um hlaupadrottninguna Mari Jaersk fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gær. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona fylgdi Mari eftir í heilt ár, fór með henni í mikilvægasta hlaup hennar til þessa í Þýskalandi og heimsótti SOS barnaþorpið í Eistlandi þar sem hún ólst upp.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þættirnir rími við margt í raun­veru­leikanum

Afbrotafræðingur segir margt í þáttunum Baby Reindeer ríma við það sem hún hefur lesið í afbrotafræðunum. Hún segir umsáturseinelti nokkuð algengt á Íslandi, að um tíu prósent íslenskra kvenna verði fyrir því á lífsleiðinni og og fimm prósent íslenskra karla. 

Innlent
Fréttamynd

„Fer ekki á milli mála að ég er að syngja um stráka“

„Textarnir mínir fjalla um mína upplifun af ástinni og þar fer ekki á milli mála að ég sé að tala um stráka,“ segir tónlistarmaðurinn Torfi Tómasson eða TORFI. Hann sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á sumardaginn fyrsta. Platan ber titilinn EITT og er tilraunakennd poppplata sem inniheldur hinsegin ástarljóð, samin fyrir hinsegin klúbba sem að fyrirfinnast ekki á Íslandi.

Tónlist
Fréttamynd

Metmæting á tísku­sýningu út­skriftar­nema LHÍ

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands fór fram í Hörpu í gær. Þar sýndu fatahönnuðir útskriftarverk sín. Verkin eru einstaklingsverkefni sem samanstanda af frjálsri rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda. Sýningarstjóri var Anna Clausen

Lífið
Fréttamynd

Milljónir hafa horft á stikluna fyrir Snertingu

Stikla fyrir kvikmyndina Snertingu var heimsfrumsýnd í vikunni og hafa frá því nærri átta milljónir horft á stikluna, þar af tæpar fimm milljónir á YouTube og rest á samfélagsmiðlunum X, Facebook og Instagram. Þá hefur íslenska útgáfan af stiklunni fengið yfir tvö hundruð þúsund spilanir.

Lífið
Fréttamynd

Listir og vel­ferð

Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði.

Skoðun
Fréttamynd

Sveddi sagður með tengsl við ítölsku mafíuna

„Hann er klókur. Og hann er rosalega bíræfinn í því sem hann ætlar sér,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra og á þar við Sverri Þór Gunnarsson, eða Svedda tönn, sem nú bíður dóms í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu og skipulagða glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ein­mana­legt að missa móður“

„Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Ellý snýr aftur vegna fjölda á­skorana

Söngleikurinn Ellý, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellýjar Vilhjálms, snýr aftur á stóra svið Borgarleikhússins í takmarkaðan tíma. 

Lífið