Sæmdur fálkaorðu fyrir endurreisn safns Samúels Jónssonar Forseti Íslands sæmdi í gær þýska myndlistarmanninn Gerhard König riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans í þágu varðveislu íslenskrar menningarsögu. Gerhard er frá Þýskalandi og hefur í yfir aldarfjórðung unnið að endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði. Innlent 18. júlí 2024 07:51
Íslendingar tilnefndir til Emmy-verðlauna Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson er tilnefndur til Emmy-verðlauna í flokki framúrskarandi tónverka fyrir sjónvarpsþættina Silo. Bíó og sjónvarp 17. júlí 2024 18:50
Gísli Pálmi í fótbolta með Barry Keoghan Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum. Lífið 17. júlí 2024 13:54
„Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Ákveðið hefur verið að Magnús Kjartansson tónlistarmaður fái settan upp sérstakan hjartastein sem staðsettur verður við Bæjarbíó í Hafnarfirði. Lífið 17. júlí 2024 13:42
Falska söngkonan á leið í meðferð Ingrid Andress, kántrísöngkonan sem flutti Bandaríska þjóðsönginn fyrir stjörnuleik bandarísku hafnaboltadeildarinnar í Texas í gær og hlaut vægast sagt dræmar undirtektir, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist ætla í meðferð eftir atburði gærdagsins. Lífið 16. júlí 2024 18:24
Tónleikaferðalagið í vaskinn eftir ummæli um Trump Tónleikaferðalag tvíeykisins Tenacious D, sem samanstendur af þeim Jack Black og Kyle Gass, er á enda eftir að sá síðarnefndi gerði grín að banatilræðinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Lífið 16. júlí 2024 15:10
Hélt niðri í sér hlátrinum yfir fölskum þjóðsöngnum Flutningur bandarísku kántrísöngkonunnar Ingrid Andress á þjóðsöng Bandaríkjanna í gær vakti vægast sagt ekki lukku. Stólpagrín hefur verið gert að fölskum flutningnum og hann jafnvel sagður vera á meðal þeirra verstu í sögunni. Lífið 16. júlí 2024 14:08
Hildur Vala og Kjartan keyptu raðhús í Fossvogi Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir og sambýlismaður hennar, Kjartan Ottósson ráðgjafi hjá KPMG hafa fest kaup á glæsilegu endaraðhúsi við Brúnaland í Fossvogi. Lífið 16. júlí 2024 09:54
Tobey Maguire er á landinu Bandaríski stórleikarinn Toby Maguire er á landinu. Samkvæmt heimildum Vísis spókaði hann sig í sólinni í miðborginni síðdegis í dag og tók myndir með aðdáendum. Bíó og sjónvarp 15. júlí 2024 18:13
Hrikalega spennandi grillkeppni á Kótilettunni Einar Bárðarson, tíðindamaður Vísis, fylgdist grannt með helstu grillkeppni landsins sem fram fór á Kótilettunni, nema hvar, um helgina. Lífið 15. júlí 2024 16:04
Myndaveisla: Almennilegt rigningardjamm á Kótelettunni Það var gríðarleg stemning á útihátíðinni Kótelettunni á Selfossi um helgina þar sem úrval tónlistarfólks steig á stokk. Uppselt var á hátíðina og skemmtu gestir sér vel í stanslausri rigningu fram á rauða nótt. Tónlist 15. júlí 2024 15:31
Veggmynd Guðsteins fer ekki fet Byrjað er að mála yfir veggmynd sem staðið hefur við gömlu verslun Guðsteins Eyjólfssonar í miðbæ Reykjavíkur í áratugi. Mynd af málara við störf hefur strokið íbúum í miðbænum öfugt, sem mótmæltu gjörningnum á Facebook. Verslunareigandi segir að verið sé að sinna viðhaldi, og myndin verði máluð á nýjan leik. Innlent 15. júlí 2024 13:58
Shannen Doherty látin Bandaríska leikkonann Shannen Doherty, sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Beverly Hills, 90210 er látin 53 ára að aldri. Lífið 14. júlí 2024 13:23
Kinds of Kindness: Þríréttað hjá listakokknum Yorgos Bíddu, skrifaði ég ekki pistil um kvikmynd eftir Grikkjann Yorgos Lanthimos fyrir innan við hálfu ári? Tekur þessi maður sér ekki frí? Þurfum við áhorfendur ekki líka frí? Svarið við báðum þessum spurningum er nei. Gagnrýni 14. júlí 2024 11:23
Fræðir áhugasama um mannát „Það virðist vera algengt að það sem vekur hjá okkur óhug er á sama tíma eitthvað svo spennandi,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur. Í október næstkomandi mun hún leiða námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og viðfangsefnið er vægast sagt óvenjulegt: mannát. Innlent 14. júlí 2024 11:00
Dægrastytting í heimsfaraldri uppskar óvænta frægð Systurnar og fiðluleikararnir Þórdís Emilía og Björney Aronsdætur halda uppi svokallaðri fiðludagbók á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær sýna myndefni frá æfingum sínum. Dagbókin hefur vakið athygli tónlistarunnenda hvaðanæva úr heiminum en fylgjendur þeirra eru sem stendur nærri sextíu þúsund talsins og myndböndin þeirra hlaupa mörg á hundruðum þúsunda áhorfa. Lífið 14. júlí 2024 09:01
Heldur sýningu um vítakeppnir: Angistin, alsælan og sagan hans Southgate Guðmundur Einar er svo hugfanginn af vítaspyrnukeppnum að hann ákvað að halda myndlistarsýningu tileinkaða þeim. Örlög Gareths Southgate, landsliðsþjálfara Englands, eru listamanninum sérstaklega hugleikin. Fótbolti 13. júlí 2024 09:00
„Þetta er rosaleg sýning“ Flennistórt sirkustjald er risið í Vatnsmýrinni í Reykjavík þar sem sýningar fara fram um helgina. Fyrsta sýning sumarsins fór fram í kvöld og Tómas Arnar fréttamaður okkar var í tjaldinu. Lífið 12. júlí 2024 20:25
Sumarsmellur samkvæmt læknisráði „Ég hef setið lengi á þessu lagi, en ég elska að gera lög sem hafa mikla orku og eru peppandi, sérstaklega inn í sumarið sem er uppáhalds árstíðin mín,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmunsson, sem er þekktur undir listamannsnafninu Doctor Victor, um nýja sumarsmellinn Your Light sem kom út í dag. Lífið 12. júlí 2024 14:01
Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Bragi Þór Valsson er tónlistarmaður er kominn í úrslit í ítalskri tónsmíðakeppni en lögin verða flutt í New York City eftir tæpar vikur. Lífið 12. júlí 2024 13:50
Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. Lífið 12. júlí 2024 13:40
„Maður er að rifna af monti“ Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum. Lífið 12. júlí 2024 11:41
Rómantísk bylgja í lestri með hækkandi sól Áhugavert er að sjá hvernig viðburðir og árstíðir breyta hegðun okkar og neysluvenjum í bókalestri. Þegar sólin hækkar og daginn fer að lengja virðist fólk fara að lesa sögur sem létta sálina og greinilegt er að sumarið kveikir í ástarglóðum en hjá hlustendum Storytel má sjá aukningu í vinsældum ljúflestrarbóka á þessum árstíma. Lífið samstarf 11. júlí 2024 12:00
Gítarleikari Chili Peppers kærður fyrir að verða manni að bana Josh Klinghoffer, fyrrverandi gítarleikari bandarísku rokkhljómsvetiarinnar Red Hot Chili Peppers, hefur verið kærður fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og valda honum dauða. Erlent 11. júlí 2024 08:04
Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. Atvinnulíf 11. júlí 2024 07:01
Messi og félagar skutu á Drake: „Ekki eins og við“ Argentína vann Kanada, 2-0, í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í nótt. Eftir leikinn skutu argentínsku stjörnurnar á rapparann Drake sem veðjaði á kanadískan sigur. Fótbolti 10. júlí 2024 16:30
Grillmeistari Íslands krýndur um helgina Von er á tíu til fimmtán þúsund manns á Selfoss um helgina þar sem Kótelettan fer fram. Grillmeistari Íslands verður krýndur í bænum og stórskotalið tónlistarfólks stígur á svið. Lífið 10. júlí 2024 12:01
Iceguys dansandi í handjárnum Það er mikið um að vera hjá strákasveitinni Iceguys ef marka má Instagram hjá meðlimunum síðastliðna daga. Þar hafa þeir meðal annars gefið til kynna að von sé á nýju efni úr smiðju strákanna 19. júlí næstkomandi. Tónlist 10. júlí 2024 10:54
Kanónur með listræna þrennu á Flateyri Menningarlífið iðar á Vestfjörðum en þrír þekktir myndlistarmenn opna sýningar á verkum sínum á Flateyri næstkomandi laugardag og eru sýningarnar opnar öllum. Listamennirnir eru Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, Hrafnkell Sigurðsson og Kristján Björn Þórðarson. Menning 10. júlí 2024 10:01
Var áfram með eiginmanninum þrátt fyrir brot hans gegn dótturinni Yngsta dóttir rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro hefur stigið fram og greint frá því að hafa verið beitt kynferðisofbeldi af stjúpföður sínum. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ákveðið að vera áfram með manninum. Erlent 10. júlí 2024 07:12