Páll Óskar tók lagið: „Ég er búinn að lifa alveg dásamlegu lífi“ Poppkóngurinn Páll Óskar fagnar fimmtugsafmæli sínu í kvöld með stórtónleikum í Háskólabíói í kvöld og á morgun. Hann kveðst ótrúlega þakklátur og segist vera búinn að lifa dásamlegu lífi. Lífið 25. mars 2022 20:34
Stjórnvöld hætta að niðurgreiða hraðpróf Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19 fellur úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Með tilkomu reglugerðarinnar gátu einkafyrirtæki boðið fólki upp á endurgjaldslaus hraðpróf. Innlent 23. mars 2022 15:51
Síðasti gestur farsóttarhúsa kvaddi í morgun Í morgun urðu þau merku tímamót að síðasti gestur farsóttar- og sóttvarnarhúsa Rauða krossins gekk út. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir þetta merk tímamót og ljúfsár. Þegar ungur maður var kvaddur með virtum, sá síðasti. Innlent 23. mars 2022 12:04
Breyttir tímar: Allt að gerast á Messenger, LinkedIn og Twitter Fyrirtæki hafa breytt nálgun sinni við viðskiptavini í kjölfar Covid og ný rannsókn McKinsey sýnir að samskiptaform sölumanna og viðskiptavina eru að breytast hratt. Atvinnulíf 23. mars 2022 08:16
Árið þegar veröldin missti vitið Bókin "The Year the World Went Mad" eftir Mark Woolhouse, sem er einn sérfræðinga breskra stjórnvalda sem stýrðu aðgerðum gegn kórónaveirunni, er nú komin út sem hljóðbók og kemur á prent 12. apríl. Í þessari bók viðurkennir höfundur að meira og minna allt sem hann og félagar hans lögðu til og stjórnvöld framkvæmdu hafi verið rangt. Skoðun 22. mars 2022 21:00
„Hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins“ Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gera megi betur í heilbrigðisþjónustu við landsbyggðina. Hans hugur er þessa dagana hjá aðstandendum tveggja ára stúlku sem lést eftir baráttu við Covid fyrr í mánuðinum. Innlent 22. mars 2022 18:31
Veiran stöðvar óheppinn Van Gaal Áhrifa kórónuveirufaraldursins gætir enn í fótboltaheiminum líkt og annars staðar og í dag greindi hollenska knattspyrnusambandið frá því að landsliðsþjálfarinn Louis van Gaal væri kominn í einangrun eftir að hafa greinst með veiruna. Fótbolti 22. mars 2022 18:00
Þrír undir þrítugu látist af völdum Covid-19 Þótt dauðsföll vegna Covid-19 séu fleiri á undanförnum vikum en í fyrri bylgjum, er dánarhlutfall þeirra sem greinast lægra en í fyrri bylgjum í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19. Þrír einstaklingar undir þrítugu hafa látist af völdum Covid-19 og þar af eitt barn á þriðja aldursári. Innlent 22. mars 2022 16:08
Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. Innherji 22. mars 2022 14:19
Viðbúnaðarstigið á Landspítalanum til skoðunar Farsóttanefnd Landspítalans vinnur nú að því að skoða með hvaða hætti öruggt og skynsamlegt sé að draga úr viðbúnaði spítalans vegna Covid-19. Innlent 22. mars 2022 13:19
Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. Innlent 21. mars 2022 19:12
Covid-smituðum á Landspítalanum fækkar Covid-smituðum á Landspítala fer fækkandi en sjötíu og tveir eru nú inniliggjandi með veiruna, þar af eru fjórir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Innlent 21. mars 2022 16:06
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Skoðun 21. mars 2022 13:59
Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. Innlent 21. mars 2022 12:33
Má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð vegna Covid Heilu hverfunum í stórborgum Kína hefur verið lokað af vegna ómíkron bylgju sem ríður yfir landið og ógnar markmiðum um að koma algjörlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Íslensk kona í Shanghai má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð og segir engan í kringum sig hafa smitast af covid. Innlent 21. mars 2022 10:34
Landspítalinn hefur greitt starfsmönnum 213 milljónir króna fyrir að nota hlífðarfatnað Kostnaður Landspítala vegna viðbótarlauna til handa heilbrigðisstarfsmönnum vegna notkunar hlífðarbúnaðar námu 213,5 milljónum króna með launatengdum gjöldum á tímabilinu 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. Innlent 21. mars 2022 08:18
Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. Innlent 20. mars 2022 22:00
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. Innlent 20. mars 2022 19:00
Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. Innlent 20. mars 2022 16:00
Landamærum lokað og harðar takmarkanir eftir fyrsta samfélagssmitið Stjórnvöld á Samóa í Kyrrahafi hafa ákveðið að loka landamærunum og grípa til harðra takmarkana í fjóra daga eftir að tilkynnt var um fyrsta samfélagssmitið á eyjunum frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Erlent 18. mars 2022 11:33
Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. Innlent 17. mars 2022 23:01
Nú einungis hægt að fá Parkódín án lyfseðils allt að tíu dögum frá greiningu Fólk sem er með virka Covid-19 sýkingu og hyggst kaupa Parkódín án lyfseðils þarf að framvísa staðfestingu á sýkingu úr Heilsuveru. Samkvæmt nýjum reglum sem kynntar voru í dag má vottorðið ekki vera eldra en tíu daga gamalt. Innlent 17. mars 2022 22:30
Fólk geti verið með Covid þótt það fái neikvætt úr hraðprófi Enn er nokkur fjöldi fólks að greinast smitað af kórónuveirunni. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk ekki geta gengið að því vísu að það sé ekki með veiruna þó það fái neikvætt úr hraðprófi. Þeir sem greinast með veiruna og vilja gæta fyllstu varúðar ættu að halda sig til hlés allt að í tíu daga en fólk ætti að vera nokkuð öruggt eftir fimm. Innlent 17. mars 2022 15:02
Landspítalinn kallar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa Landspítalinn hefur sent út ákall til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um að þeir mæti til starfa á spítalanum nú um helgina. Hann segir þá bráðvanta starfsmenn á smitsjúkdómadeildina þessa helgi. Innlent 17. mars 2022 14:12
Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. Innlent 17. mars 2022 13:52
Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. Innlent 17. mars 2022 10:18
Skaðabótaskylda ríkisins vegna sóttvarnaraðgerða? Ljóst er að heilbrigðiskerfið verður að aðlaga sig að verkefnum sínum en ekki samfélagið að heilbrigðiskerfinu. Í því samhengi er eðlilegt að velta því upp hvort rétt sé að líta á mögulegt álag á heilbrigðiskerfið sem málefnalega ástæðu fyrir skerðingu á stjórnarskrárvörðum réttindum landsmanna. Með öðrum orðum, hvort stjórnvöld geti notað vanrækslu á lögbundinni skyldu sinni til að réttlæta inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi landsmanna. Umræðan 17. mars 2022 10:00
Mörg börn töluvert veik vegna Covid-19 Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum landsins, enda hafa tugþúsundir Íslendinga greinst með kórónuveiruna síðustu vikur. Margir eru nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett sökum aldurs. Innlent 16. mars 2022 20:45
Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. Innlent 16. mars 2022 13:31
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. Innlent 16. mars 2022 08:40