Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu Það vakti talsverða athygli þegar að Hagstofan tilkynnti á heimasíðu sinni í vikunni að stofnunin yrði lokuð í fjóra daga nú um hátíðirnar. Innlent 23. desember 2022 21:57
Bjó til skautasvell í garðinum Ólöf Dagný Óskarsdóttir bjó til skautasvell í garðinum sem hún segir tilvalið fyrir jólamyndatökurnar. Hún segist vera mikil stemningsmanneskja og hélt stærðarinnar skötuboð fyrr í kvöld. Ólöf Dagný segir svellið hafa vakið mikla lukku. Jól 23. desember 2022 21:16
Ekki bara jólaboð heldur félagsskapur fyrir hátíðarnar Á fimmta hundrað sótti jólaboð Hjálpræðishersins sem fór fram í dag. Gestir sögðust þakklátir fyrir boðið, sem sé mikilvæg samvera fyrir marga sem finna fyrir einmanaleika yfir hátíðarnar. Innlent 23. desember 2022 21:00
„Alltaf upp á líf og dauða“ Bubbi Morthens heldur þrítugustu og áttundu Þorláksmessutónleika sína í kvöld og stefnir á að spila þar til hann verði níræður. Hann segir lykilinn felast í því að leggja sig alltaf allan fram. Tónlist 23. desember 2022 20:59
„Maður er afklæddur í forstofunni“ Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag. Viðskipti innlent 23. desember 2022 20:31
Héldu alvöru partý fyrir góðan málstað Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke. Lífið 23. desember 2022 16:00
Bílastæðasjóður stelur jólunum frá fötluðum manni Vilberg Guðnason segir Bílastæðasjóð hafa stolið frá sér jólunum, pakkinn til eiginkonunnar verði því miður tómur þessi jólin. „Þökk sé“ sekt sem nemur 45 þúsund krónum, sekt sem stenst enga skoðun að sögn Vilbergs. Innlent 23. desember 2022 14:23
Friðargangan gengin eftir tveggja ára hlé: „Jólin eru líka hátíð friðar“ Friðargangan verður gengin í miðborg Reykjavíkur í kvöld eftir tveggja ára hlé. Skipuleggjendur segja sérstaklega mikilvægt að krefjast friðar nú og minna á að jólin séu ekki síst hátíð friðar. Innlent 23. desember 2022 14:14
Fólk ætti að slaka á væntingunum fyrir jólin: „Það er rosaleg geðveiki í gangi“ Hátíð ljóss og friðar getur verið erfiður tími fyrir marga af ýmsum ástæðum. Allt of margir miða sig við jólaglansmyndina sem birtist okkur á samfélagsmiðlum og eru svo með nagandi samviskubit yfir því að raunveruleikinn sé allt annar. Jól 23. desember 2022 12:01
Erfið akstursskilyrði á Hellisheiði og í Þrengslum á aðfangadag Útlit fyrir snjókomu á Hellisheiði, Þrengslum og Suðurlandi austur að Eyjafjöllum í fyrramálið og fram á annað kvöld. Innlent 23. desember 2022 10:33
Ekki allir til í viðtal rétt fyrir jól: Pabbinn erfiðastur og náttbuxurnar rjúka út Hver er jólagjöfin í ár? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Sindri Sindrason við misstressaða Íslendinga á harðahlaupum kaupa síðustu gjafirnar í Smáralindinni. Lífið 23. desember 2022 10:30
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Ljósmyndarinn og myndlistarkonan Saga Sig nýtur sín vel í jólaösinni. Hún elskar að velja gjafir og brasa fyrir jólin, eitthvað sem mörgum þykir stressandi. Gjafainnpökkunin er þó eitthvað sem liggur ekki vel fyrir henni en hún bjargar sér með frumlegum leiðum. Saga Sig er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 23. desember 2022 09:00
Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Þorláksmessa er runninn upp og jólin eru bókstaflega handan við hornið. Af því tilefni verður lag dagsins með örlitlu breyttu sniði, en ekki er um eitt lag að ræða heldur heila tónleika. Jól 23. desember 2022 07:00
KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. Menning 23. desember 2022 06:00
Sandra Björg og Arnar Gauti gerðu góðverk í Kringlunni Sandra Björg áhrifavaldur og líkamsræktarkennari er í jólafríi á landinu og kíkti á Kúmen með Arnari Gauta. Samstarf 22. desember 2022 17:00
Bregður sér í allra kvikinda líki í aðdraganda jólanna Förðunarfræðingurinn Embla Wigum, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok, heldur úti afar skemmtilegu jóladagatali á samfélagsmiðlum sínum. Jól 22. desember 2022 16:31
Verðið á jólamatnum hækkar hressilega milli ára Þó flestir loki augunum í aðdraganda jóla, vilji „njódda og livva“ eins og skáldið sagði, og leyfa sér er hætt við að þeim hinum sömu bregði í brún þegar kreditkortafyrirtækin senda út sína reikninga eftir jól. Neytendur 22. desember 2022 16:10
Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur haft í nógu að snúast fyrir þessi jólin. Hann og Katrín Jakobsdóttir hafa fylgt eftir metsölubók sinni, glæpasögunni Reykjavík. Ragnar segir það þó hægara sagt en gert að finna lausan tíma í dagatali forsætisráðherra. Ragnar er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 22. desember 2022 12:31
Jólin eru hátíð barnanna ‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld. Skoðun 22. desember 2022 12:00
Hugljúfur flutningur Klöru í Sundhöll Hafnarfjarðar Tónlistarkonan Klara Elias hélt tónleika í Sundhöll Hafnarfjarðar um síðustu helgi. Henni fannst hljómburðurinn í húsinu svo fallegur að hún ákvað að taka upp „live“ flutning á nýja jólalaginu sínu Desember. Lífið 22. desember 2022 11:31
Jólin heima hjá Arnari Gauta Stílistinn og innanhússráðgjafinn Arnar Gauti Sverrisson er með einstaklega fallegar aðventu og jóla skreytingar heima hjá sér. Lífið 22. desember 2022 10:30
Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Það er óumflýjanleg staðreynd að Jóhanna Guðrún er ein allra færasta söngkona landsins og þótt víðar væri leitað. Hér er hún með gæsahúðarflutning á laginu Vetrarsól á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2016. Jól 22. desember 2022 07:00
Jólalag krakkanna í Mýró er ávísun á gæsahúð og notalega stund Það eru ekki bara Friðrik Ómar, GDRN og Sigga Beinteins sem sendu frá sér jólalag þetta árið. Krakkar í 5. bekk Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sendu frá sér glænýtt jólalag ásamt tónlistarmyndbandi. Lífið 21. desember 2022 21:00
Helvítis jólakokkurinn: Reyktur göltur í Bolabaði Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram að jólum í þáttunum Helvítis jólakokkurinn. Jól 21. desember 2022 16:22
Baggalútur og GDRN með nýtt jólalag: „Mátulega passív–agressíf“ Hljómsveitin Baggalútur og söngkonan GDRN voru að senda frá sér tónlistarmyndband við splunkunýtt lag sem þau frumfluttu á jólatónleikum Baggalúts í ár. Lagið ber heitið Myrra en blaðamaður heyrði í Braga Valdimar og fékk að heyra nánar frá. Tónlist 21. desember 2022 11:31
Nýr ilmur frá Fischersundi - óður til bakgarða Reykjavíkur Ilmgerðin Fischersund hefur sent frá sér nýjan ilm, Fischersund no. 101. Ilmurinn geymir hinn græna og eteríska angan sem minnir á bakgarða Reykjavíkur. Samhliða ilminum kemur út lag, vídeóverk og ljósmyndasería. Lífið samstarf 21. desember 2022 10:36
Kom Lindu og Gunnari ekki á óvart að húsið hafi verið valið jólahús ársins Jólahús ársins 2022 að mati lesenda Vísis er hús þeirra Gunnars Óskarssonar og Lindu Sveinsdóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Þau elska jólin, keppast um að koma með jólalega hluti heim allan ársins hring til að sýna hvoru öðru og hafa aldrei neitað hinu um nokkurn jólalegan hlut. Lífið 21. desember 2022 10:30
Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 21. desember 2022 10:01
Sælkerabúðin bjargar jólunum – jólamaturinn klár með einum smelli „Við skulum sjá um jólamatinn, slappið þið bara af. Það er yfirleitt einn sem stendur í ströngu á aðfangadag í eldhúsinu og nýtur ekki kvöldsins til fulls. Við viljum einfalda þeim lífið. Hjá okkur er hægt að panta bæði staka aðalrétti eða meðlæti eða allan pakkann, forrétt, aðalrétt og eftirrétt, fyrir eins marga og þarf. Við tökum við pöntunum til 23. desember,“ segir Hinrik Örn Lárusson, eigandi Sælkerabúðarinnar. Lífið samstarf 21. desember 2022 09:25
Jóladagatal Vísis: Bríet léttir lundina með prumpulyktarlagi Eftir þunga daga undanfarið teljum við þörf á því að létta lund landans. Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er líklega ekki það jólalegasta né hátíðlegasta, en það gleður. Það ætti í það minnsta að gleðja alla í kringum fimm ára aldurinn og vonandi fleiri. Jól 21. desember 2022 07:01