Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Þýskalandsmeistarar Bayern München björguðu stigi gegn Freiburg þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttir í uppbótartíma. Bæjarar voru hársbreidd frá því að tapa í annað sinn í síðustu fjórum leikjum en landsliðsfyrirliðinn steig upp á ögurstundu. Fótbolti 8. nóvember 2024 20:01
Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Benóný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildar karla í knattspyrnu á nýafstöðu tímabili, er einn eftirsóttasti biti deildarinnar sem stendur. Enska B-deildarliðið Sunderland er sagt meðal liða sem vilja fá hann í sínar raðir. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 19:17
Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stjórn KSÍ hafa ekki rætt um framhaldið á samstarfi sínu. Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem hægt er að virkja í lok þessa mánaðar og sjálfur er Norðmaðurinn fámall aðspurður hvort hann vilji halda áfram með liðið. Fótbolti 8. nóvember 2024 17:45
Mourinho vill taka við Newcastle United José Mourinho vill taka við Newcastle United þegar að Eddie Howe yfirgefur félagið á einhverjum tímapunkti. Þessu heldur The Guardian fram í dag. Mourinho fylgist náið með þróun mála hjá liðinu. Enski boltinn 8. nóvember 2024 17:01
„Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vildi hafa Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeild karla í fótbolta. Gylfi komst hins vegar að samkomulagi við KSÍ um að hann myndi hvíla í leikjunum tveimur. Fótbolti 8. nóvember 2024 16:42
„Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að það að verða pabbi gæti hafa hjálpað miðjumanninum Curtis Jones að blómstra eins fallega og hann hefur gert að undanförnu. Enski boltinn 8. nóvember 2024 16:32
Oliver kveður Breiðablik Knattspyrnumaðurinn Oliver Sigurjónsson tilkynnti á Instagram í dag að hann hefði nú kvatt Breiðablik og myndi spila fyrir annað félag á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 15:34
Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Julian Nagelsmann tilkynnti þýska landsliðshópinn sinn í gær fyrir komandi landsleikjaglugga en menn ráku stóru augu þegar þeir sáu eitt nafn í hópnum. Fótbolti 8. nóvember 2024 13:02
Henry harðorður í garð Mbappé Franska goðsögnin Thierry Henry gagnrýndi landa sinn Kylian Mbappé eftir frammistöðu hans með Real Madríd tapi liðsins fyrir AC Milan í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Hann auðveldi liðsfélögum sínum ekki lífið. Fótbolti 8. nóvember 2024 12:32
Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Orri Óskarsson skoraði sitt fyrsta Evrópumark fyrir spænska liðið Real Sociedad í gærkvöldi, sem jafnframt reyndist eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi. Fótbolti 8. nóvember 2024 11:30
Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Valgeir Valgeirsson er á leið frá sænska B-deildarfélaginu Örebro þegar samningur hans rennur út við lok tímabils. Hann er orðaður við lið í Bestu deild karla. Fótbolti 8. nóvember 2024 11:02
Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Freyr Alexandersson, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að ummæli sín um markvörðinn Mads Kikkenborg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyngby, hafi verið tekin úr samhengi en sá síðarnefndi skipti yfir til Anderlecht í Belgíu í upphafi árs. Freyr segir samband sitt og Kikkenborg mjög gott. Fótbolti 8. nóvember 2024 10:31
Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson svaf örugglega ekki vel í nótt eftir risastór mistök sín í Evrópudeildarleik í gær. Fótbolti 8. nóvember 2024 10:02
„Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Spennandi tímar eru í vændum hjá KR að mati Baldurs Sigurðssonar og Atla Viðars Björnssonar. Þeir segja að KR-ingar megi alveg láta sig hlakka til komandi tíma hjá félaginu. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 09:32
Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Knattspyrnukonan Racheal Kundananji er dýrasta knattspyrnukona heims og hún sýndi óvenjuleg og ótrúleg tilþrif í bandaríska kvennafótboltanum á dögunum. Í ljós kom að hún var að herma eftir götustrákum í Suður-Afríku. Fótbolti 8. nóvember 2024 09:02
Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Amad Diallo kom aftur inn í byrjunarlið Manchester United á móti gríska liðinu PAOK í gær og var í aðalhlutverki í langþráðum sigri United í Evrópudeildinni. Enski boltinn 8. nóvember 2024 08:01
Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. Erlent 8. nóvember 2024 07:55
Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Víkingar gleðja ekki bara gjaldkerann sinn með frábæru gengi sínu í Evrópu heldur gætu þeir einnig hjálpað íslenskum fótbolta inn í þá Evrópukeppni sem hefur verið lokuð íslenskum liðunum síðustu ár. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 07:31
Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Orri Steinn Óskarsson er hástökkvari á lista yfir verðmætustu leikmenn heims, 21 árs og yngri. Orri skipar 38. sæti listans og er talinn sjötti verðmætasti framherjinn. Fótbolti 8. nóvember 2024 07:03
Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Spænski knattspyrnumaðurinn Alvaro Morata endaði æfingu á sjúkrahúsi í gær eftir slæmt samstuð við liðsfélaga. Fótbolti 8. nóvember 2024 06:31
Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Declan Rice, miðjumaður Arsenal, er staðráðinn í að fjölga ekki leikmönnum á meiðslalista félagsins. Hann ætlar að harka af sér tábrot og spila gegn Chelsea á sunnudag. Enski boltinn 7. nóvember 2024 23:32
Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Ajax er í öðru sæti Evrópudeildarinnar með tíu stig eftir 5-0 sigur gegn Maccabi Tel-Aviv. Lazio vermir toppsætið með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, liðið vann 2-1 gegn Porto í kvöld. Fótbolti 7. nóvember 2024 22:27
Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Manchester United fagnaði fyrsta sigrinum í Evrópudeildinni í kvöld. 2-0 varð niðurstaðan gegn PAOK. Amad Diallo skoraði bæði mörkin. Fótbolti 7. nóvember 2024 22:00
Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Chelsea skellti armenska liðinu Noah á Stamford Bridge. 8-0 varð niðurstaðan þegar allt kom til alls. Guðmundur Þórarinsson var ónotaður varamaður hjá gestunum. Fótbolti 7. nóvember 2024 22:00
Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrir Real Sociedad í heimsókn til Viktoria Plzen í Tékklandi. Leiknum lauk þó með 2-1 sigri Plzen eftir óvænt sigurmark varamanns á lokamínútu venjulegs leiktíma. Fótbolti 7. nóvember 2024 22:00
Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Þrjú lið eru jöfn að stigum í efsta sæti Evrópudeildarinnar. Fótbolti 7. nóvember 2024 20:20
Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tottenham hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa í Evrópudeildinni í fótbolta en liðsins bíður erfið hindrun í Tyrklandi í dag. Fótbolti 7. nóvember 2024 20:00
Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Tvö lið, Legia Warsaw og Rapid Wien, eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í Sambandsdeild Evrópu. Shamrock Rovers fylgir þeim eftir í þriðja sætinu. Fótbolti 7. nóvember 2024 19:59
Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, tilkynnti hópinn sem mun koma saman fyrir leiki gegn Ísrael og Ítalíu síðar í mánuðinum. Kylian Mbappé var ekki kallaður til, þrátt fyrir að vera heill heilsu. Fótbolti 7. nóvember 2024 18:15
„Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. Fótbolti 7. nóvember 2024 17:54