Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Féllu ofan í jökul­lón Sólheimajökuls

Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. 

Innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi af­komu­horfa

Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir.

Innherji
Fréttamynd

Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi

Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan flutti slasaða göngukonu

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. 

Innlent
Fréttamynd

Ari­on: Ferð­­a­­þjón­­ust­­a mun sækj­­a í sig veðr­­ið á næst­­a ári

Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna.

Innherji
Fréttamynd

Bókanir undir væntingum en ekki hægt að tala um hrun

Gistinætur á Íslandi í maí voru um fimmtán prósent færri en á sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn í hótelgistingu var 7,1 prósent og var mestur á Austurlandi, eða um 24 prósent. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að bókunarstaðan sé undir væntingum, en ekki sé hægt að tala um hrun.

Innlent
Fréttamynd

Logi Berg­mann var tekinn

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem starfað hefur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðna átján mánuði, féll á eigin bragði þegar vinnufélagar hans ákvaðu að hrekkja hann með skemmtilegri kveðjugjöf á dögunum. Logi greinir frá athæfinu á Facebook. 

Lífið
Fréttamynd

Bustarfellsdagurinn í glæsi­legum torf­bæ

Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar.

Innlent
Fréttamynd

Draumaferðin til Ís­lands komst sí­fellt í upp­nám

Draumaferð ungs pars frá Detroit-borg í Bandaríkjunum til Íslands komst í uppnám eftir að hver flugferðin á eftir annarri brást þeim. Parið komst eftir miklar raunir til Íslands í síðustu viku og gat loksins slegið upp langþráðri brúðkaupsveislu.

Lífið
Fréttamynd

Staðan ekki jafn­svört og sumir vilji meina

Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við erum bara að reyna að lifa af“

Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Komin upp í þak“ í verð­lagningu

Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Finna vel fyrir fækkun ferða­manna en láta ekki deigan síga

Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land hafi lengi verið einn dýrasti á­fanga­staður heims

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Mikil fjölgun tengifarþega en mun færri ferðast til Ís­lands

Icelandair flutti 514 þúsund farþega í júní, 1 prósent færri en í júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri far­þegar en minni sæta­nýting

Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfir­gáfu skarkalann í borginni og gerðust ferða­þjónustu­bændur

Hjón sem áður bjuggu í Reykjavík sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast ferðaþjónustubændur í sveitinni. Um þessar mundir eru þau að byggja fleiri smáhýsi fyrir gesti sína. Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit voru í óða önn ásamt vinnufólki þegar fréttastofu bar að garði á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Tjald­stæða­dólgur hótar að sverta staðinn á netinu

Ásta Halla Ólafsdóttir sér um tjaldstæðið á Hvolsvelli og þar getur gengið á ýmsu. Þannig lenti hún í einum í gær sem ekki er hægt að kalla annað en tjaldstæðadólg. Hann neitar að borga eftir skammir fyrir að kveikja í einnota grilli á túni og hótaði að bera út kjaftasögur um tjaldstæðið á netinu.

Innlent