Svekktur og efins um fleiri veiðiferðir til Íslands Breskur laxveiðimaður sem veiddi tvo eldislaxa í Skagafirði á dögunum er efins um að hann snúi hingað aftur ef fram heldur sem horfir. Hann óttast um lifibrauð bænda, leiðsögumanna, og ferðaþjónustufyrirtækja sem þjónusta stangveiðimenn. Innlent 13. september 2023 19:48
Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. Innlent 12. september 2023 10:41
Örtröð í Leifsstöð vegna undirmönnunar Miklar biðraðir mynduðust í Leifsstöð í morgun vegna tímabundinnar undirmönnunar. Röð í öryggisleit náði alla leið niður í komusal. Innlent 11. september 2023 07:42
Hefur áhyggjur af öryggisinnviðum vegna fjölda ferðamanna Samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur þróast í takti við fjölda ferðamanna á svæðinu síðustu ár en ferðamenn, sem heimsækja sveitarfélagið er önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífi sveitarfélagsins segir bæjarstjórinn. Þá segir hann að innviðir í sveitarfélaginu séu stórkostlegir þegar kemur að afþreyingu fyrir ferðamennina. Innlent 10. september 2023 13:30
Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. Innlent 8. september 2023 12:46
Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. Innlent 7. september 2023 16:16
Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. Viðskipti innlent 7. september 2023 13:39
Stefnumótun og leikni í ferðaþjónustu Uppgangur Íslands sem hágæða ferðamannastaðar á heimsvísu er ekki eingöngu vegna stórkostlegs landslags og ríkrar arfleifðarheldur byggir einnig á markvissri stefnumótun, skilningi á bæði alþjóðlegum og staðbundnum mörkuðum sem og þróun einstakra ferðaþjónustuvalkosta og þjónustu. Skoðun 7. september 2023 13:01
„Risastór“ skemmtiferðaskipadagur í Reykjavík Fimm skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavík og dagurinn einn sá allra stærsti á vertíðinni, að sögn hafnarstjóra. Hann telur að um tíu þúsund manns gætu streymt inn í borgina úr skipunum í dag. Innlent 7. september 2023 12:05
Segir hringferðina um Ísland hafa breytt lífi sínu Yasmine Adriss setti sér það markmið í vor að hjóla hringinn í kringum Ísland og varð þar með fyrsta sádí-arabíska konan til að gera það. Hún tók ákvörðun um að gera það eftir að hún hætti í vinnunni og vissi ekki hvert hennar næsta skref átti að vera. Innlent 5. september 2023 06:01
„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. Innlent 4. september 2023 22:16
Staðreyndir um Reynisfjöru Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona. Skoðun 4. september 2023 14:00
Ánægt starfsfólk leiðir til ánægðra viðskiptavina og hluthafa Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Vök Baths frá byrjun árs 2021 en Vök Baths opnaði í júlí 2019. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Háskóla Íslands. Samstarf 4. september 2023 11:46
140 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í ágúst Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Þjóðgarðsvörður segir ekki uppselt á staðinn en oft sé þröngt þar á þingi. Innlent 3. september 2023 13:02
Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. Innlent 3. september 2023 10:15
Vantar fullt, fullt af fleiri vinnandi höndum í Snæfellsbæ Mikill skortur er á fleiri vinnandi höndum í Snæfellsbæ því þar er svo mikill uppgangur og mikið að gerast, ekki síst í ferðaþjónustu. „Okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf“, segir bæjarstjórinn. Innlent 2. september 2023 14:04
Réði mömmu sína og pabba í vinnu á Hellissandi Nýr veitingastaður í nýrri þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi hefur vakið mikla athygli því veitingamaðurinn, sem á staðinn er aðeins tuttugu ára gamall. Hann er með tvo starfsmenn í vinnu en það eru mamma hans og pabbi. Innlent 1. september 2023 20:31
Oddvar Haukur tekur við af Sigríði sem kveður eftir 23 ára starf Oddvar Haukur Árnason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Farfugla ses. / HI Iceland og tekur hann við starfinu af Sigríði Ólafsdóttur sem kveður eftir 23 ár hjá félaginu. Viðskipti innlent 28. ágúst 2023 14:40
Mikil ánægja með nýju þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi Mikil ánægja er með nýju þjóðgarðsmiðstöð fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð, sem opnuð var í vor á Hellissandi. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó Innlent 27. ágúst 2023 15:01
Regnbogi og „Kyssuskilti“ í Ólafsvík vekur mikla athygli Regnbogagatan í Ólafsvík við kirkju staðarins er sá ferðamannastaður í Snæfellsbæ, sem hefur slegið hvað mest í gegn hjá ferðamönnum. Þá er „kyssuskilti” líka við götuna, sem vekur mikla kátínu og athygli ferðamanna. Innlent 26. ágúst 2023 20:05
Mikilvægi vel menntaðra leiðsögumanna í ferðaþjónustu á Íslandi Í hjarta Norður-Atlantshafsins, norður við heimskautsbaug er Ísland, land elds og íss, sem laðar til sín sífellt fleiri ferðalanga með töfrandi landslagi og ríkulegum menningararfi. Skoðun 24. ágúst 2023 16:31
Gamli bærinn á Blönduósi hefur tekið lygilegum breytingum Þeir sem fara um og skoða sig í gamla bænum á Blönduósi þekkja varla gamla bæinn lengur því það er búið að gera upp og endurbyggja svo mikið af húsum á staðnum. Kirkjunni hefur til dæmis verið breytt í glæsilega hótesvítu. Lífið 23. ágúst 2023 13:42
Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða lítil og greinin ekki arðbær síðustu ár Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi eru ekki mikil í þjóðhagslegu samhengi. Þá verður ekki séð að hvalveiðar hafi verið arðbær atvinnugrein á síðustu árum. Þrátt fyrir mikla andstöðu gagnvart hvalveiðum meðal almennings erlendis virðist það ekki hafa efnahagsleg áhrif á Ísland. Innlent 22. ágúst 2023 08:10
Rafskutlur með sætum slá í gegn í Vestmannaeyjum Rafskutlur með sætum hafa slegið í gegn í Vestmannaeyjum í sumar þar sem farið er með ferðamenn á hjólunum í söguferðir um eyjuna. Innlent 21. ágúst 2023 20:31
Þriðja útkallið í Reykjadal á tveimur dögum Björgunarsveitir voru kallaðar út í þriðja skiptið á tveimur dögum í dag. Í öll skiptin ræddi um fólk sem hafði dottið við göngu um svæðið. Innlent 21. ágúst 2023 19:13
Árnessýsla án sjúkrabíls í 46 tíma Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins. Skoðun 21. ágúst 2023 08:32
Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni? Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skrifaði grein í Morgunblaðið í gær sem ber heitið „Hernaðurinn gegn tungumálinu“. Ég deili áhyggjum Bubba af íslenskunni og er fyrsta manneskjan til að styðja aðgerðir til þess að gera veg hennar sem mestan. Skoðun 18. ágúst 2023 15:59
Hjalti launahæsti forstjórinn Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri Bókunar, var launahæsti forstjóri landsins árið 2022. Mánaðartekjur hans námu 24,8 milljónum króna. Ein kona kemst á lista yfir tíu launahæstu forstjórana. Viðskipti innlent 18. ágúst 2023 09:41
Skiptar skoðanir í garð ferðamanna: „Þetta er orðið eins og skrímsli sums staðar“ Íslendingar hafa aldrei verið neikvæðari í garð erlendra ferðamanna en nú, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að þessu beri að taka alvarlega en að niðurstöðurnar komi ekki á óvart í ljósi mikillar fjölgunar ferðamanna. Innlent 17. ágúst 2023 23:01
Stundin runnin upp til að berjast fyrir móðurmálinu Bubbi Morthens segir Íslendinga vera komna á þann stað að þeir þurfi að spyrja sig hvort þeir vilji tala íslensku áfram, tungumálið sé að verða hornreka í orðsins fyllstu merkingu. Hann segir stundina hafa runnið upp þar sem berjast þurfi fyrir móðurmálinu. Innlent 17. ágúst 2023 11:16