Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 8 - Stóra stundin nálgast

Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart.....

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 7 - Víkingapartý

Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig.................

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 6 framhald

Mér finnst ég hafa orðið var við mikla bjartsýni að heiman, meðal annars í blogginu á ruv.is þar sem fólk er að gefa sér það að við verðum á meðal tíu efstu á fimmtudag og það nánast formsatriði að við verðum með á lokakvöldinu á laugardag. Svona er þetta hins vegar ekki....

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 6 - Íslendingum fjölgar

Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil......

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 5 - Selma klikkar ekki

Einhver myndi segja að þetta væri nú sama eurovisionbullið í mér eins og þeim sem áður hafa fjallað um þessa keppni, en það er nú einu sinni svo að það hrósa allir Selmu og framgöngu hennar. Það er svo spurningin um þýðingu þess sem þessir menn segja, ég hef efasemdir um það.

Lífið
Fréttamynd

Selma syngur á Gay pride í Osló

Á blaðamannafundi sem haldin var í gær sagði Selma Björnsdóttir frá því að henni hefði verið boðið að syngja á Gay pride í Osló í sumar og þar myndi hún koma fam ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem eins og Selma hefur keppt í Euróvison.

Innlent
Fréttamynd

Fjórða sæti í veðbönkum

Ísland er sem stendur í fjórða sæti í enskum veðbönkum sem taka við veðmálum um sigur í Eurovision keppninni. Grikkir tróna þar á toppnum, ungverjar í öðru og Norðmenn í því þriðja á undan Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Selma heillar alla

Það er alveg ljóst að Selma Björnsdóttir átti daginn í blaðamannaherberginu í Kænugarði þar sem hún fór hreinlega á kostum. Þar tók hún lagið auk þess sem geislandi framkoma hennar bræddi alla viðstadda. Hún tók þrjú lög þar á meðal söng hún All out of luck, þar sem hún tók viðlagið á þýsku og þá söng hún gamalt króatískt eurovisionlag.

Innlent
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 4 - Frábær blaðamannafundur

Það er ekki allt með felldu hér í borg og berast nú þær fregnir að maður þurfi að passa sig á veskjum á götunum. Þannig er mál með vexti að einhverjir óprúttnir borgarbúar stunda það að skilja eftir tóm vexti á götunum og þegar einhver tekur það upp koma nokkrir menn og spyrja um veskið. Þegar maður afhendir það þá segja þeir að það hafi verið fullt af peningum...

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 3 - Rólegur dagur

Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 2 framhald

Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 1 - Eldglæringar

Kiev eða Kænugarður eins og margir Íslendingar kjósa að nefna hana, býður í myrkri næturinnar af sér sæmilega góðan þokka. Ég eins og svo margir Íslendingar hafa eflaust búið sér til margar skrítnar myndir af þessari borg og landi eins og svo mörgum öðrum austantjalds löndum.

Lífið
Fréttamynd

Selma farin til Kænugarðs

Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið <strong><em>If I had your love</em></strong>. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn styrkir Selmu

Landsbankinn hefur ákveðið að styrkja Selmu Björnsdóttur til þátttöku í Evróvisjón söngvakeppninni. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að með samningnum fái Selma aukið fjárhagslegt svigrúm til að helga sig þátttöku í keppninni.

Innlent
Fréttamynd

Olsen bræður næstum til Kiev

Íslandsvinirnir dönsku, Olsen-bræður, náðu ekki að koma lagi sínu Little Yellow Radio að í Eurovision í ár. Þeir urðu í öðru sæti í dönsku forkeppninni á eftir Jakob Sveistrup sem flytur lagið Tænder På Dig í forkeppninni í Úkraínu 19. maí.

Innlent
Fréttamynd

Ósáttir við að undankeppnina vanti

Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum.

Innlent