Tók konu kverkataki og dró hana burt Karlmaður hlaut í vikunni sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar gegn konu. Innlent 29. nóvember 2023 10:37
Höfðu ekki orku í að halda áfram fyrr en í upphafi árs Þingkona Flokks fólksins og eiginmaður hennar hafa stefnt sýslumanninum vegna fyrndra vaxta sem þau þurftu að greiða í tengslum við uppboð á heimili þeirra árið 2017. Málið á uppruna sinn að rekja til Hrunsins árið 2008. Ásthildur Lóa segir málið mikið réttlætismál og að sýslumaður hafi brotið á jafnræði. Það hafi ekki allir greitt þessa fyrndu vexti. Innlent 29. nóvember 2023 08:54
Maður sem kveikti í eigin veitingastað fer ekki fyrir Hæstarétt Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist. Innlent 28. nóvember 2023 10:55
Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. Innlent 28. nóvember 2023 09:21
Vissi af ölvun flugmannsins og fær aðeins þriðjung bóta Maður fær ekki fullar slysabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi árið 2017. Segir í dómnum að maðurinn hafi í aðdraganda slyssins varið löngum tíma með ökumanni bílsins, sem hafi neytt áfengis í aðdragandanum, og gerst sekur um stórkostlegt gáleysi með því að stíga upp í bílinn vitandi að ökumaðurinn væri drukkinn. Innlent 27. nóvember 2023 08:22
Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Innlent 24. nóvember 2023 23:14
Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu Innlent 24. nóvember 2023 14:17
Hafi keypt vín fyrir andlega fatlaðan alkóhólista og heimtað kynlíf Landsréttur hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um heimild til að taka strokusýni úr munni manns, sem grunaður er um kynferðisbrot. Hann er sagður hafa keypt áfengi fyrir andlega fatlaða konu, sem er alkóhólisti í þokkabót, og viljað fá borgað með kynlífi. Innlent 23. nóvember 2023 11:56
Vísað úr landi vegna fíkniefnaframleiðslu Karlmanni frá Litháen sem hlaut þungan dóm fyrir fíkniefnaframleiðslu hér á landi árið 2021 verður vísað úr landi. Hann má ekki snúa aftur til Íslands næstu fjórtán árin. Innlent 23. nóvember 2023 10:50
Ljóst að barnungar stúlkur hafi hitt meintan barnaníðing Maður sem er grunaður um að nauðga tveimur barnungum stúlkum og greiða þeim fyrir er sagður hafa komið sér í samband við þær í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat. Önnur stúlknanna hafi ætlað sér að kaupa áfengi af manninum, en hann boðið að henni að greiða fyrir það með kynferðislegum greiðum. Stúlkurnar eru sagðar búa yfir upplýsingum um manninn sem bendi til þess að þær hafi hitt hann. Innlent 22. nóvember 2023 23:40
Óútskýrðar hvítar flygsur en ekki hnífur Alexander Máni Björnsson var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hann var sýknaður af ákæru um eina tilraun til manndráps þar sem ekki var talið sannað að hann hefði lagt að þriðja brotaþolanum með hnífi. Verjandi hans staðhæfði að annar hnífur hafi sést á myndskeiði frá vettvangi en dómari telur að um „hvítar flygsur“ hafi verið að ræða frekar en hníf. Innlent 22. nóvember 2023 13:31
Alexander Máni dæmdur í sex ára fangelsi Alexander Máni Björnsson, tvítugur karlmaður, hefur verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar, fyrir aðild sína að hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Innlent 22. nóvember 2023 08:40
Vaktin: Örlög sakborninganna 25 ráðast í dag Dómsuppsaga í Bankastrætis Club-málinu, einu umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, hefst klukkan 08:30 í dag. 25 sakborningar verða þá ýmist sakfelldir eða sýknaðir og hljóta refsingu eftir atvikum. Fylgst verður með gangi mála hér í vaktinni. Innlent 22. nóvember 2023 08:01
Fær milljónir því stofugólfið var ekki til friðs Héraðsdómur Reykjaness hefur gert verktaka að greiða konu rúmar 2,7 milljónir króna auk málskostnaðar vegna ófullkominnar lagningu hitalagna í stofugólfi í íbúð hennar í fjölbýlishúsi. Innlent 21. nóvember 2023 22:32
Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. Innlent 21. nóvember 2023 21:01
Flutti 140 pakkningar af dópi til landsins innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla 800 grömmum af kókaíni og hálfu kílói af hassi til landsins. Innlent 21. nóvember 2023 12:52
Ákærður fyrir að nauðga börnum og greiða þeim fyrir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota í garð barna, sem og önnur brot líkt og vændiskaup og vörslu á barnaníðsefni. Öll meint brot mannsins áttu sér stað á þessu ári, og nánast öll í júlímánuði. Innlent 21. nóvember 2023 11:25
Mega hýsa síðu sem kortleggur gyðinga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað öllum kröfum samtakanna Anti Defamation League, ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns, um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðu þar sem má finna „kortlagningaráætlun“ yfir gyðinga og lögpersónur tengdar þeim. Innlent 21. nóvember 2023 11:02
Starfsmaður hótels dæmdur fyrir að nauðga gesti með þroskahömlun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann, Philip Dugay Acob, í þriggja ára fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa nauðgað manni með þroskahömlun á hótelherbergi í október 2021. Innlent 21. nóvember 2023 08:14
Datt niður stiga og fær níutíu milljónir króna Karlmanni, sem féll niður stiga á skemmtistað árið 2016 og hlaut 75 prósent varanlega örorku af, hefur verið dæmd 91 milljón króna í skaða- og miskabætur. Innlent 19. nóvember 2023 15:01
Lífið breyttist vegna gáleysis leigubílstjóra Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. Innlent 18. nóvember 2023 09:01
Strætó þarf að greiða Teiti Jónassyni tæplega 200 milljónir Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr í dag um bótaskyldu og þarf Strætó bs. að greiða Teiti Jónassyni ehf. um 194 milljónir króna auk málskostnaðar. Málið var höfðað vegna útboðs Strætó á akstri á fimmtán leiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2009. Innlent 17. nóvember 2023 20:05
Flutti eigið meiðyrðamál og fékk á baukinn í Landsrétti Áfrýjun Hugins Þórs Grétarssonar, á sýknudómi í meiðyrðamáli hans á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp aðgerðarsinna, hefur verið vísað frá Landsrétti. Hann flutti mál sitt sjálfur og segir niðurstöðu Landsréttar til marks um það að borgurum sé gert ómögulegt að leita réttar síns án dýrrar lögfræðiaðstoðar. Innlent 17. nóvember 2023 16:39
Ákærður fyrir að saka bróður sinn ranglega um kynferðisbrot gegn dætrum hans Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir rangar sakargiftir en hann tilkynnti bróður sinn til bæði Neyðarlínu og barnaverndar Hafnarfjarðar í febrúar árið 2020 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dætrum sínum. Auk þess sagði hann manninn hafa deilt af brotum sínum barnaníðsefni á alþjóðlegar vefsíður. Innlent 17. nóvember 2023 15:55
Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafsvík vísað frá Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. Íslenski boltinn 17. nóvember 2023 15:06
Íslendingur kærður í Kanada vegna barnaníðsefnis Íslenskur karlmaður hefur verið kærður fyrir þrjú brot er varða barnaníðsefni í kanadísku borginni Abbotsford. Innlent 16. nóvember 2023 22:36
Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. Innlent 16. nóvember 2023 15:03
Kennari fær engar bætur eftir stympingar við nemanda Kona sem hlaut tíu prósent örorku í starfi sínu sem kennari eftir átök við nemanda, sem átti sér sögu um hegðunarvanda, fær engar skaðabætur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans. Innlent 16. nóvember 2023 12:35
Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. Innlent 15. nóvember 2023 21:17
Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. Innlent 15. nóvember 2023 19:37