Þoli ekki þegar við erum svona lélegir "Ég var nú frekar rólegur í dag og mér fannst þeir ekki eiga skilið að ég væri að æsa mig við þá," sagði Brynjar Karl þjálfari FSu í kvöld eftir að hans menn töpuðu 107-85 fyrir Grindavík í Iceland Express deildinni. Körfubolti 6. mars 2009 21:34
KR-ingar deildarmeistarar eftir stórsigur KR-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla með 35 stiga sigri á Skallagrími, 62-97 í Borgarnesi í kvöld. KR er búið að vinna 20 af 21 deildarleik sínum á tímabilinu. Körfubolti 6. mars 2009 20:37
Jakob með 18 stig í 1. leikhluta - hálfleikur í leikjunum Það stefnir í örugga sigra KR, Grindavíkur og Keflavíkur í leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla í körfubolta en nú er kominn hálfleikur í leikjunum. Körfubolti 6. mars 2009 19:36
Aðeins tölfræði á milli Hamars og Iceland Express deildarinnar Hamar getur í kvöld endanlega tryggt sér sigur í 1. deild karla og endurheimt um leið sæti sitt í Iceland Express deildinni. Efsta liðið í 1. deildinni fer beint upp en næstu fjögur lið fara síðan í úrslitkeppni um hitt lausa sætið. Körfubolti 6. mars 2009 19:00
Síðasta tækifærið fyrir sigur í Síkinu Tindastólsmenn eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa sjö deildarleikjum í röð og ekki búið að vinna á heimavelli síðan í nóvember. Tindastóll fær Íslandsmeistara Keflavíkur í heimsókn í Síkið í kvöld. Körfubolti 6. mars 2009 18:30
ÍR-ingum létt eftir sigur á Akureyri "Þetta var heldur betur stór sigur," sagði Hreggviður Magnússon, ÍR-ingur, eftir 90-96 sigurinn á Þór á Akureyri í kvöld. Körfubolti 5. mars 2009 22:43
Hrafn: Það er ekkert ómögulegt Hrafn Kristjánsson þjálfari Þórs var brúnaþungur í leikslok eftir 90-96 tap fyrir ÍR á heimvelli í kvöld, en brattur þó fyrir lokaleikinn gegn KR. Körfubolti 5. mars 2009 22:09
Stjarnan vann nauman sigur á Snæfelli Stjarnan vann í kvöld dýrmætan 82-79 sigur á Snæfelli í viðureign liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta. Körfubolti 5. mars 2009 18:55
Sigurður ekki með Snæfelli í Garðabænum Sigurður Þorvaldsson, leikmaður og þjálfari Snæfells, lætur sér nægja þjálfarastarfið í kvöld þegar liðið sækir Stjörnuna heim í Iceland Express deildinni. Körfubolti 5. mars 2009 18:47
ÍR-ingar unnu lykilleikinn á Akureyri Þórsarar eru komnir með annan fótinn niður í 1. deild karla í körfubolta eftir sex stiga tap fyrir ÍR, 90-96 á Akureyri í kvöld. Körfubolti 5. mars 2009 18:39
Löngu ferðalögin henta ÍR-ingum miklu betur ÍR-ingar sækja Þórsara heim í 21. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar eru sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 18 stig og haldi þeir því sæti losna þeir við að mæta KR eða Grindavík í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar. Körfubolti 5. mars 2009 18:00
Þýðir ekkert að tapa fyrir Justin Stjarnan þarf nauðsynlega á sigri að halda í Iceland Express deildinni í kvöld þegar liðið tekur á móti sjóðheitu liði Snæfells. Körfubolti 5. mars 2009 15:15
Sex ár síðan annar bróðirinn vann síðast báða leikina Valur Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga í Iceland Express deild karla, fagnaði í gær sigri á bróður sinum í nágrannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur í Toyota-höllinni í Keflavík. Körfubolti 3. mars 2009 15:56
Mesti bikarmeistarablúsinn í átta ár Bikarmeistarar Stjörnunnar hafa ekki unnið leik í Iceland Express deild karla í körfubolta síðan að þeir lyftu bikarnum í Laugardalshöllinni 15. febrúar síðastliðinn. Körfubolti 3. mars 2009 14:42
Njarðvík vann Keflavík Þrír leikir voru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík tapaði á heimavelli gegn grönnum sínum í Njarðvík 73-83. Njarðvíkingar voru með eins stigs forystu í hálfleik. Körfubolti 2. mars 2009 20:44
Logi leikur ekki með Njarðvíkingum í kvöld Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson missir í kvöld af öðrum leik sínum í röð með liði Njarðvíkur í Iceland Express deildinni þegar liðið sækir granna sína í Keflavík heim. Körfubolti 2. mars 2009 18:42
Njarðvík hefur gengið vel með Keflavík síðustu ár Það verður stórleikur í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar Njarðvíkingar heimsækja nágranna sína í Keflavík í 20. umferð Iceland Express deildar karla. Körfubolti 2. mars 2009 18:15
Stórleikur Brenton Birmingham dugði ekki í Hólminum Grindvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu Snæfell heim í Stykkishólm. Körfubolti 1. mars 2009 21:06
Þrír leikir í körfunni í kvöld Iceland Express-deild karla verður í fullum gangi í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Körfubolti 1. mars 2009 13:45
KR aftur á toppinn Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Körfubolti 27. febrúar 2009 21:00
Stjörnumenn hafa aldrei unnið Keflavík - geta breytt því í kvöld Stjarnan hefur unnið alla sex heimaleiki sína undir stjórn Teits Örlygssonar en Stjörnumenn þurfa að endurskrifa sögu félagsins í úrvalsdeild ætli þeir að bæta við þá sigurgöngu. Körfubolti 27. febrúar 2009 18:00
Fjögur lið eiga eftir að vinna heimaleik á nýju ári Fjögur lið í Iceland Express deild karla í körfubolta hafa enn ekki náð að vinna heimaleik á árinu 2009. Körfubolti 27. febrúar 2009 16:30
Sigurður tryggði Snæfelli sigur Sigurður Þorvaldsson tryggði Snæfelli nauman sigur á FSu, 68-67, með körfu á lokasekúndu leiksins á Selfossi í kvöld. Körfubolti 26. febrúar 2009 20:42
Flake hættur hjá Tindastóli Darrell Flake leikur ekki meira með Tindastóli á tímabilinu og heldur heim til Bandaríkjanna á miðvikudag. Frá þessu er greint á vefsíðunni karfan.is. Körfubolti 23. febrúar 2009 21:32
Hamar steig stórt skref með sigri á Fjölni Það má segja að Hamar úr Hveragerði sé með annan fótinn í Iceland Express deildinni eftir að hafa sigrað Fjölni 86-81 á heimavelli sínum í kvöld. Þegar þrjár umferðir eru eftir er Hamar með sex stiga forystu á Val og Hauka. Körfubolti 23. febrúar 2009 21:24
Grindavík vann í Keflavík Grindavík vann nauman sigur á Keflavík í Bítlabænum í kvöld, 85-82, eftir æsispennandi lokamínútur. Körfubolti 20. febrúar 2009 21:04
Keflvíkingum hefur gengið vel þegar þeir mæta aftur "heim" Arnar Freyr Jónsson mætir í kvöld til Keflavíkur og spilar sinn fyrsta deildarleik á sínum gamla heimavelli en hann gekk til liðs við Grindavík frá Keflavík í sumar. Körfubolti 20. febrúar 2009 14:16
KR aftur á beinu brautina KR hefndi í kvöld ófaranna frá bikarúrslitaleiknum er liðið lagði Stjörnunna í Iceland Express deild karla í kvöld, 116-87. Körfubolti 19. febrúar 2009 21:00
KR leitar hefnda í kvöld Átjánda umferð Iceland Express deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Þar ber hæst leikur KR og Stjörnunnar í vesturbænum þar sem eigast við liðin sem spiluðu til úrslita í Subway-bikarnum um síðustu helgi. Körfubolti 19. febrúar 2009 15:31
Njarðvíkingar fá liðsstyrk Njarðvíkingar hafa fengið til sín slóvenskan miðherja að nafni Slovan Memcic. Sá er 26 ára gamall og 210 cm á hæð. Búið er að ganga frá samningi við kappann og á hann að vera klár í slaginn gegn Þór í kvöld eftir því sem fram kemur á heimasíðu Njarðvíkur. Enski boltinn 19. febrúar 2009 13:14